Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 20
VELFERÐARSJÓÐUR BARNA
Ingibjörg Pálmadóttir og Kári Stefánsson stýra Velferðarsjóði íslenskra barna.
Sjóður sem hlúir að litla fólkinu
Velferðarsjóður barna á Islandi er að
verða fimm ára gamall. Hann var
stofnaður í febrúar árið 2000 að
frumkvæði Kára Stefánssonar og
Valgerðar Olafsdóttur í samvinnu við
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið. Stofnfé sjóðsins voru 500
milljónir króna sem komu frá
Islenskri erfðagreiningu. I dag hefur
sjóðurinn yfir að ráða 6-700
milljónum króna og úthlutar 12% af
því fé á hverju ári. Ingibjörg
Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðis-
ráðherra er framkvæmdastjóri
sjóðsins. Ingibjörg og Kári tóku á
móti ritstjóra Skinfaxa í höfuð-
stöðvum íslenskrar erfðagreiningar.
Eftir að hafa rætt um starf og ágæti
ungmennafélagshreyfingarinnar og
forvarnarverkefni UMFI Blátt áfram
sem Velferðarsjóðurinn styrkti með
myndarlegum hætti nú fyrir
skemmstu, var sest í fundaherbergið
og rætt um markmið og verkefni
Velferðarsjóðs barna á Islandi.
"Hugmyndin að baki sjóðnum var
meðal annars sú að þeir sem nytu
þessa nýja hagvaxtar í íslensku
samfélagi skiluðu einhverju til
samfélagsins aftur. Hugmyndin var
að setja saman sjóð sem hlúði að
litla fólkinu í samfélaginu, sjóð sem
leggði sitt af mörkum til að börn
fengju jafnt start, " segir Kári. Hann
segir að það sé mjög mikilvægt að
þeir aðilar sem mynda auð í
samfélaginu finni hjá sér löngun,
vilja eða þörf til að skila einhverju til
baka til samfélagsins og í raun sé
það skylda þeirra og ábyrgð. ,,Því
miður hefur okkur ekki gengið eins
vel og við vildum að fá aðra til að
leggja sitt af mörkum. Mér finnst leitt
að bankarnir og önnur stór fyrirtæki
hafi að vissu leiti brugðist þeirri
ábyrgð sem felst í því að fá aðstöðu
til að búa til auð í þessu samfélagi.
Réttinum til að afla auðs í
samfélaginu fylgir ábyrgð og skylda
til að skila einhverju til baka," segir
Kári Stefánsson. Ingibjörg segir að
Islensk erfðagreining hafi komið
fram sem ákveðin fyrirmynd með því
að standa að stofnun
Velferðarsjóðsins og með því að
mynda svo öflugan sjóð sé hægt að
hugsa um og skipuleggja verkefni
langt fram í tímann.
Hlúð að velferð barna
Markmið Velferðarsjóðsins er að
hlúa að hagsmunamálum og velferð
barna á íslandi með megináherslu á
heilbrigðis-, velferðar- og mennta-
mál. Velferðarsjóðurinn hefur staðið
fyrir fjölmörgum verkefnum og veitt
fjölmarga styrki á undanförnum
árum.
Rjóður fyrir langveik börn
Á heilbrigðissviði er uppbygging
Rjóðurs, hjúkrunarheimilis fyrir
langveik börn, stærsta verkefni
sjóðsins. Rjóður var stofnað í
samvinnu við ríkið og opnað
síðastliðið sumar. Þar er rými fyrir 1 0
langveik börn í endurhæfingu og
aðhlynningu í einu en alls eru um
UMFÍ - Þátttaka er lífsstíll
20