Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.2004, Qupperneq 22

Skinfaxi - 01.12.2004, Qupperneq 22
VELFERÐARSJÓÐUR BARNA Það er geysilega mikilvægt að vera í góðu skapi, þá funkera öll okkar líffæri betur," segir Kári. gamlan komma. I framhaldi af því fer Kóri ó flug í umræðu um Marx og kapítalisma sem ekki er óstæða til að fara nónar út í hér. Allir gáfaðir menn haltir og með berkla Kári segir að íslensk ungmenni í dag séu mjög fínt fólk. Hann segir umhverfi barna í heiminum í dag sé að mörgu leiti orðið einsleitt. Eitt af því sem gerist við sjónvarpið og tölvuna og allt þetta er að það sé hætt við því að fólk hætti að hreyfa sig og verði slappt. „Eitt af því sem við getum lært frá Bandaríkjunum er að samþætta íþróttir skólastarfinu. Þetta er reyndar í miklu betra lagi í dag en þegar ég var ungur, þá áttu allir gáfaðir menn að vera líkamlegir aumingjar og helst að vera haltir og með berkla eins og Byron. I dag er þetta sem betur fer breytt. Með íþróttunum kemur agi og ástæða til að halda sér ( góðu formi og aga sinn líkama og sína sál. Ég held að íþróttirnar séu gott tæki fyrir krakkana til að stilla sína áttavita." Rope joga og hafragrautur „Við höfum verið að leggja áherslu á það að börnin geti stundað íþróttir. Kröfurnar eru bara orðnar alltof miklar og stundum rangar. Til dæmis er lögð alltof mikil áhersla á flottan búnað en auðvitað er það leikurinn, félagsskapurinn og hreyfingin sem skiptir öllu máli," segir Ingibjörg. Hún segist núna nýbyrjuð að stunda rope joga sem felst í því að maður fer sjálfur í bönd og síðan virkar þetta sem bandaleikfimi, reipleikfimi, segir Ingibjörg. „Þetta er svona konuleikfimi," segir Kári sem er nýbúinn að kaupa sér nokkra hesta en telur sig samt ekki hestamann. "Ég fer í leikfimi einu sinni á dag, borða hafragraut í morgunmat og drekk orkudrykki í hádeginu," segir Kári. Mikilvægt að börnum líði vel Aðspurður um grunn að góðu lífi segir Kári að það sé hægt að horfa á þetta líf í alls konar samhengi og segist allra síst ætla að halda því fram að hann lifi heilbrigðu lífi. „Við getum horft á heilbrigt líf í tengslum við okkar samfélag og hvernig við getum gert okkar samfélag betra og ég held að við getum ekkert gert betra en að reyna að tryggja að þessum blessuðum börnum líði vel. Þá gerum við framtíðarsamfélagið betra," segir Kári Gott skap mikilvægt Að lokum eru Kári og Ingibjörg spurð um lykilinn að góðri heilsu og segist Kári ekki hafa hugmynd um það. Ingibjörg gípur þá fram í fyrir honum og segir að lykilinn að góðri heilsu sé að vera í góðu skapi. Kári tekur strax undir það. „Jú það er rétt, það er geysilega mikilvægt að vera í góðu skapi, þá funkera öll okkar líffæri betur, geðvonskan er aðalbölvaldur mannsins," sagði Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar að lokum. FULLORÐINSFRÆÐSLAf 65 ÁR Morgun-, síðdegis- og kvöldnámskeið - fjamám PRÓFADEILD - ÖLDUNGADEILD INNRITUN; 7. —12. janúar. Kennsla hefst 17. janúar ALMENNIR FLOKKAR - FRÍSTUNDANÁM INNRITLJN: 13.-20.janúar kl. 09 - 21. Kennsla hefst 24.janúar ÍSLENSKA F\TIIR ÚTLENDINGAj INNRITUN: 13,-20.januar kl. 09 - 21. Kennsla hefst 24.janúar Innritun fer firam í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Upplýsingar í síma: 551 2992 Netfang: nfr@,namsflokkar.is - Vefsíða: www.namsflokkar.is Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd, Þðnglabakka 4. SYO LENGI LÆRIR SEM LIFIR UMFI - Allir með 22

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.