Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 23
AFMÆLI HVATAR SKINFAXI - tímarit um umhverfismál Laugardaginn 13. nóvember sl. var haldið upp á 80 ára afmæli Umf. Hvatar á Blönduósi og var skipulögð dagskrá í íþróttamiðstöðinni. Dagurinn hófst á því að hægt var að fara í hinar ýmsu knattþrautir sem knattspyrnudeildin sá um og einnig að hitta hinn landsfræga knatt- spyrnumann Eyjólf Sverrisson. Hann gaf sér einnig góðan tíma til að spjalla við gesti og svaraði ótal spurningum áhugasamra knatt- spyrnuiðkenda á staðnum. Þá voru Litlu afmælisleikarnir, en í þeim voru ýmsar þrautir fyrir alla fjölskyldu- meðlimi. Var árangur skráður á skjöl með eiginhandaráritunum íþrótta- fólksins sem heiðraði samkomuna með nærveru sinni. Ekki var öll dagskrá tæmd enn í íþróttamiðstöðinni því klukkan 14 hófst Afmælismót frjálsíþróttadeildar þar sem keppnisgreinar voru kúluvarp, langstökk án atrennu og 30 m sprettur. Keppt var í karla- og kvennaflokki. Arangur á mótinu verður skráður inn á heimasíðu USAH, www.usah.is. Landsliðskonurnar, Islandsmeist- ararnir og -methafarnir Asdís Hjálmsdóttir, kastari og Kristín Birna Ólafsdóttir, tugþrautarkona mættu til keppni og voru einnig duglegar við að leiðbeina ungum keppendum. Klukkan 15 hófst svo kaffisamsæti í Félagsheimilinu þar sem boðið var upp á afmælisköku og frábærar kökur sem foreldrar í Hvöt komu með færandi hendi. Þangað mættu margir gestir, meðal annars frá USAH, KSÍ og UMFÍ, og voru félaginu færðar ýmsar góðar gjafir. Má segja að dagurinn hafi tekist vonum framar og var stjórnarfólk úr Hvöt mjög ánægt með þátttöku bæjarbúa á þessum ágæta degi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.