Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 27
BOLUNGARVÍK Bolungarvík - Heilsubær á nýrri öld Fá heilsuverkefni eru rekin jafn myndarlega og heilsubæjarverkefni þeirra Bolvíkinga. Því var hleypt af stokkunum árið 2000 og lifir góðu lífi í dag. Sigrún Gerða Gísladóttir hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðis- stofnunina í Bolungarvík stýrir þessu verkefni og er helsti hugmynda- fræðingurinn á bak við það. „í meistaranámi mínu kynntist ég hugmyndafræði heilsueflingar. Þegar heim var komið var ég staðráðin í því að reyna hvort heilsubæjarverkefni í anda heilsueflingar gæti orðið vænlegur kostur fyrir sveitarfélög hér á landi eins og annarsstaðar í heiminum," segir Sigrún Gerða. Hún segir Bolungarvík vera ákjósanlegan stað á margan hátt: „íbúafjöldinn hér er viðráðanlegur, sjálfstæði bæjarins er til staðar og hefðir og menning bæjarins er í föstum skorðum. Bæjarstjórnin hafði hugrekki til að taka þátt í þessu þróunarverkefni og samþykktu að styrkja starfið en gáfu verkefnisstjórninni frjálsar hendur með allan undirbúning." Skipuð var verkefnisstjórn að sögn Sigrúnar Gerðu sem vann að undirbúningi í 9 mánuði og á því tímabili voru haldnir kynningarfundir fyrir bæjarstjórn og almenning. Verkefninu var svo formlega ýtt úr vör 12. febrúar árið 2000. Fyrsta árið sá verkefnisstjórnin um að fjármagna með frjálsum framlögum og styrk frá bæjarstjórn, en í dag nýtur verkefnið styrkja frá ríki og bæ. Heilsubærinn hefur staðið fyrir fjölmörgum verkefnum. Verkefnis- stjórnin hefur skipt viðburðum niður á ákveðinn hátt; fjölskyldudagar, fræðsla og kynning, fyrirlestrar, gönguferðir, samvinnuverkefni og önnur verkefni. Auk þess gefur verkefnisstjórnin út fréttabréf reglulega sem dreift er til bæjarbúa. Fræðslan er stór hluti verkefnisins að sögn Sigrúnar Gerðu: „Við leggjum aðaláherslu á að fræða fólk, þannig náum við best markmiðunum að efla vitund fólks um eigin ábyrgð á heilsunni og að viðhorfsbreyting verði gagnvart eigin heilsu. Við gerðum Gallup-könnun árið 2001 og viðbrögðin voru mjög jákvæð gagnvart þessu verkefni," segir Sigrún. Bæjarstjórnin er einnig mjög ánægð með gang mála ef marka má ályktun sem hún samþykkti einróma á fundi sínum á dögunum: „Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir yfir ánægju með störf verkefnisstjórnar Heilsubæjarins Bolungarvík og þann árangur sem náðst hefur. Bæjarstjórn leggur áherslu á að verkefnið verði þróað áfram." Þann 20. nóvember var svo haldinn stefnumótunarfundur, þar sem verkefnisstjórn og fulltrúar félagasamtaka unnu saman að stefnumótun. Verkefnið var metið í heild, styrkleiki, veikleiki, hindranir og möguleikar skoðaðir. Markmið sett í framhaldinu og leiðir að þeim skoðaðar. Kannanir voru gerðar meðal íbúa í tengslum við þessa vinnu og voru niðurstöður af þeim mjög jákvæðar. Næst á dagskrá er síðan að setja framkvæmdaráætlun til framtíðar." Það er því Ijóst að þetta blómlega verkefni verður í fullu fjöri í framtíðinni. Ánægja íbúanna er mikil og nágrannar Bolvíkinga hafa litið öfundaraugum á heilsubæjar- verkefnið og nú er kominn vísir að slíku verkefni í ísafjarðarbæ. Verkefnið hefur ekki aðeins eflt heilsuvitund íbúa Bolungarvíkur heldur einnig aukið félagsvitund þeirra til muna. Það verður því gaman að fylgjast með þessu verkefni í framtíðinni. Karl Jónsson fyrir Skinfaxa á ísafirði 27 SKINFAXI - tímarit um menningu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.