Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2006, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.08.2006, Qupperneq 5
Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ Ég á mér draum Fáar þjóðir heims eru ríkari en íslenska þjóðin. Gjöfult land, nátt- úruauðæfi og mannauður, svo að eitthvað sé nefnt, hefur sett okkur á stall þeirra ríku. Þjóðinni hefur tekist að standa saman þegar vá hefur steðjað að og komið okkur þannig framhjá erfiðleikum sem annars hefðu geta reynst okkur tor- veld. Við erum öfundsverð. Flestir eru sammála því að í unga fólkinu búi sá auður sem gefur okkur von um bjarta framtíð. Ekkert skortir á að ungt fólk á fslandi sé vel upplýst og tilbúið til að takast á við erfið verkefni framtíðarinnar. Mikill metnaður er lagður í að allir eigi jafna möguleika til náms og samfélagið er tilbúið að kosta miklu til. En vá er fyrir dyrum. Forarpyttir hafa verið lagðir í slóð unga fólksins. Eiturlyfjabarónar, íslenskir sem erlendir, hafa komið sér fyrir og myndað öflugt sölunet sem æ fleiri flækjast í. Þetta eru staðreyndir sem ekki er hægt að sætta sig við. Þjóðin þarf einu sinni enn að standa saman og koma íveg fyrir öfluga sókn þeirra sem vilja græða á sölu eiturefna. Ungmennafélag (slands, ásamt Bandalagi íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla (slands, Fláskólanum í Reykjvík, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og (þrótta- og Ólympíusambandi (slands tóku þátt í forvarnadeginum með forseta ís- lands og Actavis og vildu leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn þessum vágesti. En það er engin ástæða að gera hlutina flóknari en þeir eru. Það er staðreynd að með því að gefa barninu okkar tíma, að fjölskyld- an sé saman og gefa barninu kost á að vera með í æskulýðsstarfi eða taka þátt í íþróttum og síðast en ekki síst að fá unglinga til að sniðganga áfengi sem lengst, þá minnka líkurnar á að viðkomandi ánetjist fíkniefnum. Með því að hlusta eftir og fara eftir þessum einföldu skilaboðum get- um við gefið sölumönnum dauðans langt nef og ef vel tekst til rústað eiturlyfjamarkaðinn og verndað börnin okkar. Eigum við betri draum fyrir bjarta framtíð íslenskrar þjóðar en að verja tíma með ungu fólki og leiðbeina því? Lamisil hlaup Kælandi á kláðann OVARTI S NSUMER HEALTH ...einu sinni á dag í viku drepur fótsveppinn Lamisil er boriö á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkiö sýkt svæði vel áður en Lamisil er borið á. Bera skal Lamisil á í þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þekji allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu (“lifrarbrúnir blettir”). Lamisil á ekki að nota gegn sveppasýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri þakkningu. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.