Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2006, Side 13

Skinfaxi - 01.08.2006, Side 13
Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, segir frá heimsókn sinni á Unglingalandsmótið: Ómissandi þáttur í sumar- dagskrá fjöiskyldunnar Um síðustu verslunarmannahelgi fórfram í níunda sinn Unglingalands- mót UMFl’, í forkunnarfögru landslagi Suður-Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið að Laugum í Þingeyjarsveit. Sóttu mótið hátt á annan tug þúsunda þátt- takenda, foreldra og gesta, í blíðskaparveðri. Tímasetning Unglingalandsmótsins um verslunarmannahelgi - í miskunnarlausri samkeppni við útihátíðir og skemmtanir - ber vott um hugrekki. (sjálfu sér hefur án efa einhver notað orðið„fífIdirfska" um þá hugmynd þegar hún var sett fram, því að Ijóst mátti vera að brugðið gat til beggja vona og fallið yrði hátt ef sú ákvörðun hefði orðið undir járnhæl freistinganna í hömlulausum skemmtanaglaumi verslunarmannahelga. Ákvörðunin hlýtur ennfremur að bera nokkurn vott um sjálfstraust þeirra sem hana studdu og ákváðu að framfylgja í verki, því að í þessari rimmu veldur hver á heldur. Og það er líklega ástæðan fyrir því að við- burðurinn hefurfest sig í sessi sem ómissandi þáttur í sumardagskrá fjöl- margra fjölskyldna á landinu - framkvæmdin var nefnilega til fyrirmyndar. Dæmið hefur gengið upp, og það er fullt tilefni fyrir UMF( að heiðra þann aðila rækilega sem sló fram hinni djörfu hugmynd timasetningarinnar. Það hefur án efa þegar verið gert. Þetta var í fyrsta sinn sem sá er þetta ritar sótti Landsmót heim, og hann naut þess sannarlega að heimsækja viðburði Landsmótsins með óformlegum hætti. Hvarvetna var heilbrigð keppni í fyrirrúmi, og íþrótta- æska okkar til fyrirmyndar. Fyrir forseta (þrótta- og Ólympíusambands (slands er auðvitað afar ánægjulegt að sjá sameiginlega skjólstæðinga okkar og UMF( gefa okkur svo góð fyrirheit um framtíð þjóðarinnar. Það sem ég sá til hátíðarinnar var sannarlega um að ræða vimuefna- lausa fjölskylduveislu, og á tjaldstæðinu um kvöldið varð ég ekki var við annað en að allir virtu raunveruleika þeirrar yfirskriftar. (morgunsárið dag- inn eftir hitti ég fyrir ánægðan Björn B. Jónsson, formann UMFÍ, sem á fundi framkvæmdaráðs um morguninn hafði einungis haftfregniraf ein- um einstaklingi sem fékk blóðnasir eftir að hafa hrasað. Ekki miklar æsi- fréttir þar á ferð. Ég tel vera fyrir hendi sóknarfæri fyrir íslenska þjóð að efla Unglinga- landsmót UMFÍ og þar með hin sameiginlegu gildi UMFÍ og (SÍ um heil- brigða uppbyggingu þegna samfélagsins með þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi. Raunar hygg ég að ekki væri óskynsamlegt að sú efling fæli í sér aukinn atbeina og aðstoð allra sambandsaðila beggja samtakanna i framtíðinni - sem raunar er þegar gert að nokkru leyti innan sérsambanda einstakra íþróttagreina. Hvort af slíku verður eða ekki verður reynslan þó að leiða í Ijós.Við- burðurinn er frumkvæði og heiður UMF( - það ber sannarlega að virða - og þeirra verður umræðan og ákvörðunartakan um alla þróun. En ég efast vart um að fullur vilji sé til aukins samstarfs og aðstoðar af háifu flestra ef ekki allra sambandsaðila (S(. Unglingalandsmót sem n.k. árleg allsherjaríþróttahátíð íslands að sumri hljómar hreint ekki svo illa, og myndi án efa verða enn öflugri forvörn fyrir alla æsku landsins. Ég þakka UMFÍ fyrir boð um að vera viðstaddur Unglingalandsmótið, og óska þeim velfarnaðar með áframhaldandi framkvæmd Unglinglands- móts, hvernig sem framþróun á skipulagi, samstarfi og framkvæmd verð- ur háttað í komandi framtíð. Ég verð vonandi þess heiðurs aðnjótandi að fá að mæta bæði til Hornafjarðar og Þorlákshafnar á næstu árum. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 13

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.