Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2006, Síða 22

Skinfaxi - 01.08.2006, Síða 22
Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri á Velferðarsviði Reykjavíkurborar: Samvera foreldra og barna - skiptir hún máli? Samvera skiptir máli, rannsóknir hafa leitt í Ijós að því meiri tíma sem foreldrar verja með sínu barni, því ólíklegra er að það leiðist út í neyslu fíkniefna. Mikill meirihluti barna og ungmenna býr við ágætis aðstæður, er í góðum málum, stundar sitt nám, tekur þátt í tómstund- um og stefnir hátt. En þá má ekki sofna á verðinum, hætta er á að hraðinn í þjóð- félaginu, kröfur um þátttöku í hinu og þessu, kröfur um framlag til vinnu, til náms o.fl. verði óhjákvæmilega á kostnað einhvers. Foreldrar almennt eru miðað við aðstæður að gera sitt besta og allir foreldrar vilja börnunum sínum vel. Þeir eru oftar en ekki að vinna fjölskyldunni í hag og sjá henni farborða, eru oft úrvinda þegar heim er komið og þá eru aðrar kröfur sem þarf að standa undir, s.s. að sinna þörnum og heimili. Þá verður ekki hjá komist að forgangsraða og á grundvelli þeirrar vitneskju um mikilvægi samveru foreldra og barna er nokkuð Ijóst hvernig sú forgangsröðun ætti að vera. Það er dýrmætur tími sem glatast ef börnin verða alltaf að bíða þar til tími gefst.Tíminn er núna - hann verður ekki settur á bið. Enginn er óhultur, en þar sem nú er vitað að samvera foreldra og barna hefur áhrif á að börnin séu ólíklegri til að leiðast út í neyslu fíkniefna þá er það punktur sem vert er að taka alvar- lega. Samveran er þannig raunveruleg for- vörn. Hún getur verið með ýmsu móti, að taka þátt í lífi barnsins og leyfa því að taka þátt, horfa saman á sjónvarp eða fara í frí, allt þetta er samvera og skapar tengsl. Foreldrareru mikilvægastir í for- vörnum, þeir þekkja börnin sín best, þeir elska þau mest og þeir eru í aðstöðu til að hafa raunveruleg áhrif. Það eru svo margir áhrifavaldar í lífi barna og ung- menna í dag og þau lifa líka í miklum hraða. Þau þurfa að höndla margt sem foreldrar jafnvel hafa enga hugmynd um og eru að takast á við hluti sem voru ekki til þegar þeir voru ungir. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp sterka ein- staklinga með góða sjálfsmynd, svo að þau hafi forsendur til að taka skynsam- legar ákvarðanir, hafna vondum hlutum en næra þá góðu og uppbyggilegu. Forvarnastefna Reykjavíkurborgar hefur að leiðarljósi: Að skapa öllum börnum og ungmennum uppeldisaðstæður og umhverfi sem eflir sjálfstraust þeirra og sjálfsmynd, einkenn- ist af samkennd og býr yfir viðeigandi stuðningsúrræðum þegar þörf krefur. Forvarnastefnan tekurtil allra barna og ungmenna frá fæðingu til tvítugs, for- eldra og allra sem að málefnum þeirra og uppeldi koma. Það er lögð áhersla á að forvarnir hefjist strax í barnæsku, séu heildstæðar, víðtækar og sameini krafta og störf borgarbúa og borgarstarfs- manna. Stefnan er byggð á traustum rannsóknum, hefur mælanleg markmið sem verða metin og endurskoðuð reglu- lega. I markmiðum er gert ráð fyrir, annars vegar almennum forvörnum sem ná til allra barna og ungmenna og hins vegar sértækum forvörnum sem ná einstakl- inga og hópa sem eru í áhættu. Almennarforvarnir: Að börn og ungmenni alist upp við góða andlega Ifðan, heilsu og jákvæða sjálfs- mynd, svo að merkja megi mælanlega árangur2010. Sértækarforvarnir: Að koma í veg fyrir og draga úr neikvæðri frávikshegðun barna og ungmenna, s.s. vímuefnaneyslu, reykingum, ofbeldi, afbrotum og öðru sem bregðast þarf sér- staklega við hverju sinni. Gert er ráð fyrir víðtæku samstarfi margra ólíkra aðila til að ná árangri. Sam- starf og samvinna eru lykilatriði, sam- vinna við foreldra, samstarf opinberra aðila, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Að niðurstöður rannsókna séu ávallt fyrirliggjandi svo að hægt sé bregðast við aðstæðum, t.d. í hverfum eða sveitafélög- um. Það er mikilvægt að þeir sem standa höllum fæti og þurfa sérstakan stuðning tímabundið eða til lengri tíma fái hann svo að hægt sé að koma í veg fyrir frekari vanda, svo að öll börn og ungmenni fái tækifæri til að alast upp við góða andlega líðan, heilsu og jákvæða sjálfsmynd.Til að svo megi verða þurfa bæði foreldrar og samfélagið að axla ábyrgð sína. Víða er gott og öflugt starf unnið, en alltaf þarf að skoða hvort verið sé á réttri leið. Uppalendur og ráðamenn þurfa að spyrja sig þessara spurninga: Erum við á réttri leið, hvað hefur verið gert vel og hvernig getum við gert betur? Frumkvæði forseta íslands að sérstök- um forvarnadegi um land allt er mikil- vægt framlag til þess starfs sem þegar er unnið og liður í að skapa þá umræðu sem þarf að fara fram. 22 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.