Skinfaxi - 01.08.2006, Side 27
Forvarnadagur í grunnskólum:
Það má aldrei
sofna á verðinum
Forvarnadagurinn var haldinn um land allt í grunnskólum 28. septem-
ber og voru aðilar, sem skipulögðu daginn, ánægðir hvernig til tókst.
Forvarnadagurinn er haldinn að frumkvæði forseta (slands í samvinnu við
Samband íslenskra sveitarfélaga, (þrótta- og Ólympíusamband (slands,
Ungmennafélag (slands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg,
Háskóla Islands og Háskólann I Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrir-
tækinu Aktavis.
Islenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar, sem verja í það
minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að
hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra
sé að ungmenni sem stunda (þróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf,
falli fyrirfíkniefnum. (þriðja lagi sýna rannsóknirnarfram á að því lengur
sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að
þau neyti síðarfíkniefna.
Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla
Islands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættu-
hegðun ungmenna og hafa þær vakið athygli.
Við erumalltafátánum
I Rimaskóla fór fram kynning á verkefninu fyrir hádegi og virtust nem-
endur mjög áhugasamir. Fulltrúar frá skátunum og Fjölni voru á staðnum
og kynntu markmiðin þrjú sem lögð er áhersla á, hvert ár skiptir máli,
íþrótta- og æskulýðsstarf og samvera. Helgi Árnason, skólastjóri í Rima-
skóla, sagði þennan dag áhugaverðan og vonandi upphafið að ein-
hverju meiru. Helgi sagði að I sínum huga skiptu samverustundirnar sem
foreldrar og börn ættu saman miklu máli. Sterkasta baklandið sem börnin
ættu væru foreldarnir.
„Ef ég mætti ráða vildi ég sjá svona forvamadag einu sinni í mánuði.
f framhaldi af forvarnadeginum ætlum við hér í Rimaskóla að vera með
námskeið í formi verkefna og fyrirlestra fyrir nemendur í 9. bekk, undir
yfirskriftinni „Hættu áðuren þú byrjar", en að því komu m.a. lögreglan og
félagsþjónustan í Grafarvogi og funduðu með krökkunum og foreldrum,"
sagði Helgi Árnason.
- Hefur skólinn lagt mikið upp úr forvarnarstarfi ígegnum tíðina?
„Við höfum alltaf reynt að gera það besta í þeim efnum. Við eigum
samt erfitt með að fylgjast með krökkunum, því hvað þau eru að gera
utan skólatíma. (raun höfum við hvað mestar áhyggjur af þvi hvað þau
eru að gera um helgar og í því sambandi heyrum við talað um unglinga-
drykkju. Foreldrar og kennarar eru ákveðnar fyrirmyndir, við verðum að
sýna krökkunum ákveðinn aga og vera samkvæm sjálfum okkur. Ekki bara
vond í dag og síðan allt önnur á morgun. Við verðum að hafa reglur og
gildi í gangi þvi að krakkarnir þurfa á aga að halda,"sagði Helgi.
Þess má geta að tökur á heimildarmynd um forvarnadaginn fóru fram
í nokkrum skólum, þar á meðal í Rimaskóla, og verður myndin vonandi
sýnd innan skamms.
Umræðunni og baráttunni gegn fíkniefnum lýkursennilega seint.
Helgi Árnason sagði engan óhultan þegar þessi efni eru annars vegar.
„Þótt barn hafi verið í góðum málum, og hafi verið það í gegnum
árin, í góðu samþandi við foreldra sína, hafi stundað nám sitt vel, höfum
við séð þessa mynd hrynja í vitleysu og vímuefnanotkun á stuttum tíma.
Aldrei má sofna á verðinum og við erum á tánum. Við höfum alltaf reynt
að vera í sem nánustu sambandi við foreldra, lögreglu, félagsþjónustu og
þess vegna heilsugæslu. Allir þessir þættir verða að vinna saman, enginn
má vera útundan,"sagði Helgi.
SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags Islands 27