Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2006, Page 33

Skinfaxi - 01.08.2006, Page 33
Hermundur Sigmundsson, prófessor: Ofsaakstur - aga- og tillitsleysi ríkjandi í þjóðfélaginu: Verðum að snúa blaðinu við Hermundi Sigmundssyni brá heldur betur í brún við aga- og tillitsleysið á íslandi þegar hann kom heim aftur eftir 18 ára búsetu í Noregi. Her- mundur varð doktor 1998 frá norska tækni- og vísindaháskólanum í Þrándheimi. Hann hefur m.a. rannsakað börn með hreyfivandamál, les- blindu og erfiðleika í stærðfræðinámi og birt niðurstöður rannsókna sinna í virtum erlendum tímaritum. Hermundur er nú prófessor í lífeðlis- legri sálarfræði við Háskólann á Akureyri. „Ég tók eftir því, þegar ég kom heim, hvað þjóðfélagið hafði breyst mikið. Fljótlega varð ég var við agaleysi hjá börnum og unglingum. ( Noregi hefur markvisst verið unnið með börn- um og unglingum hvað þennan félagslega geira snertir í nokkur ár. Ráðist var í þetta verkefni árið 2002, að tilstuðlan norska forsætisráðherr- ans. Ákveðið var að taka á félagslegu umhverfi í öllum norskum skólum í samvinnu við foreldra. Mér finnst vanta alla mannrækt hér á landi en hún er mjög ríkjandi í Noregi eftir átakið sem ráðistvarí,"sagði Hermundur. Hermundur sagðist hafa orðið var við aga- leysi í skólum þegar hann sneri heim frá Noregi, svo að ekki sé minnst á tillitsleysið í umferðinni. Hann segir hámarkshraðann í Noregi lægri en hérá landi. „Það eru hraðaljósmyndavélar á öllum veg- um í Noregi og gríðarlega háar sektir fyrir að aka of hratt. Meira að segja getur lögreglan sektað ökumenn fyrir að keyra of nálægt næsta bíl og eins fyrir að aka yfir gangbraut ef gangandi veg- farandi bíður eftir að komast yfir. Maður sér að löggæslan er mun meiri í Noregi auk þess sem markvisst hefur verið unnið að því að auka virð- inguna og tillitsemina. Það sama verður að ger- ast hér á landi og mér hefur dottið í hug nokk- urs konar þjóðarátak, ekki bara í einhverja mán- uði, heldursem verðuralltaf ígangi. Efviðfáum heimili og skóla í lið saman og byrjum í skólun- um, þar sem við ræktum upp börnin, þar sem mannræktin verður höfð til hliðsjónar, held ég að við getum bætt tillitsemina og ekki veitir af í þessu agalausa þjóðfélagi sem mér finnst vera," segir Hermundur. - Þú heldur að þessi ofsaakstur ungra öku- manna síðustu misseri sé til kominn vegna aga- leysis? „Ekki bara hjá þeim sem eru nýkomnir með ökupróf heldur finnst mér þetta vera upp allan aldursstigann. Maður varð vitni að því hvað eftir annað í sumar á þjóðvegum landsins þegar bílar með fellihýsi tóku fram úr við mjög erfiðar aðstæður oft á tíðum. Við verðum að lita mjög alvarlegum augum á þennan ofsaakstur ungra ökumanna en viðurlög við slíku í Noregi eru mjög ströng. Það er eins og þessir ungu ökumenn hafi hreinlega ekki skilning á því hvað ábyrgðin er mikil að aka bifreið í umferðinni. Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að hleypa af stað þjóðarátaki þar sem manngildi, virðing, tillitsemi, öryggi og samkennd verði í fyrirrúmi." Hermundur sagði að svona átak verði að koma ofan frá, líka neðan frá þar sem almenn- ingur sýni afdráttarlaust að hann vilji koma hlut- unum til betri vegar. „Við verðum að taka okkur saman í andlitinu í þessum efnum því að annars geta málin þróast á enn verri veg en þau hafa gert til þessa. Við erum í það minnsta ekki á réttri leið í dag. Mér finnst vöntun á fleiri gildum í þjóðfélaginu en þeim sem snerta peninga og útlit. Við verðum að fá manngildið til baka, sýna góða hegðum og bera virðingu fyrir náunganum og umhverfinu almennt,"sagði Hermundur Sigmundsson. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags Islands 33

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.