Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2007, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.05.2007, Qupperneq 5
Björn, B.JÓKtwn, jvrnuiðtw UMFÍ: Gömlu gildin jafnmikilvæg og áður I' ár eru merk tímamót í sögu Ung- mennafélags (slands. Hreyfingin fagnar nú eitt hundrað ára afmæli sínu og af því tilefni er við hæfi að líta yfir liðinn veg um leið og lagðar eru línurtil framtíðar. Ungmennafélag (slands var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Að stofnuninni stóðu hugsjóna- menn þess tíma, alls staðar að af landinu, sem sumir höfðu þá þegar stofnað ungmennafélög í heima- byggðum sínum. Hreyfingin átti strax góðan hljómgrunn meðal fólks í landinu, enda byggði hún á mikilli hugsjón: Að rækta landog lýð. Enn í dag eru gömlu gildin jafnmikilvæg og áður, þó að kannski hafi útfærsla sumra þeirra tekið örlitlum breytingum í tímans rás. Ræktun lýðs og lands, kjörorð ungmennafélagshreyfingarinnar, á ekki síður við í dag en fyrir hundrað árum. Þau eru mörg verkefnin sem falla undir þetta kjörorð og nefni ég hér aðeins örfá dæmi: Gönguverkefni UMFl, Fjölskyldan á fjallið og Göngum um ísland, skógrækt, ruslahreinsun og önnur umhverfisverkefni, leiklist, söngur, dans og önnur menningarstarfsemi, auk fjölbreyttrar íþróttastarfsemi fyrir alla aldurshópa, bæði keppnisíþróttir og almenningsíþróttir, sem sífellt verða vinsælli um allt land. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti allt afmælisárið. Gefin verður út bók um sögu UMFl, en hana ritar Jón ívarsson, sagnfræðingur. Bókin kemur út á haustdögum. Síðsumars verður hafist handa við að byggja framtíðarþjónustuhús UMFl í Reykjavík. Sérstakt frímerki, tileinkað 100 ára afmæli Ungmennafélags íslands og því starfi sem þar hefurfarið fram, hefur verið gefið út. Frímerkið teiknaði Hany Hadaya. Sérstök sögu- sýning verður í Gerðarsafni í Kópavogi, í tengslum við Landsmót UMFf, sem haldið verður í Kópavogi dagana 5.-8. júlí nk. Síðan rekur hver stór- viðburðurinn annan út þetta ár. Undirbúningur fyrir Landsmót ungmennafélaga stendur nú sem hæst. Aldrei hefur verið lagt eins mikið í að gera umgjörð mótsins svo glæsilega sem kostur er. Fjöldi fólks leggur nótt við dag, jafnt í Kópavogi, þar sem mótið verður haldið, sem úti í félögunum þar sem undirbúningur fer fram með markvissri þjálfun einstaklinga fyrir keppnina. Setning Landsmótsins verður hin eiginlega afmælishátíð UMFl. Það er öruggt að allir gera sitt besta til að gera 25. Landsmót ungmennafélaga að glæsilegu íþrótta- og menningarmóti á afmælisári UMFl. Sömu sögu er að segja um Unglingalandsmótið sem verður nú haldið í tíunda sinn. Hornfirðingar hafa lagt metnað í allan undirbúning á Höfn og allt stefnir i spennandi og skemmtilegt mót að vanda. Á Höfn verður hundrað ára afmælis hreyfingarinnar einnig minnst á táknrænan hátt. (lok október stendur UMFlfyrir alþjóðlegri ráðstefnu íþróttafrétta- manna í Reykjavík. Reikna má með þátttakendum víða að, en ráðstefnan er unnin í samvinnu við Play The Game í Danmörku og Félags íþrótta- fréttamanna á (slandi. f haust verður þing UMFl haldið á Þingvöllum. Þar munum við minn- ast stofnunar Ungmennafélags (slands, á þeim stað þar sem upphafið var fyrirhundraðárum. Starfið í ungmennafélögunum hefuraldrei verið meira en einmitt nú. Félögum hefur aldrei fjölgað meira en síðasta áratug, enda þykir ekki síður flott að vera félagi í UMFl nú en fyrir eitt hundrað árum. Ungmennafélags- andinn fer aldrei úr tisku. -fjölskyldumatsölustaður- Gegn framvísun auglýsingarinnar fæst 20% afsláttur á meðan Landsmóti stendur SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.