Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 8
Bjöm HevMAAWÁsœn, jraMA^AuemAa&tjóri 25. LomJámaÆ UMPÍ: Gott starfslið hefur létt allan undirbúning „Ég kom til starfa í ársbyrjun 2006 en undirbún- ingur er í raun búinn að standa miklu lengur. Þegar ákveðið var að halda Landsmótið I Kópa- vogi var hafist handa strax og má því segja að raunverulegur undirbúningur hafi byrjað fyrir tveimur árum. Það hefur allt gengið eins og í sögu enda var aðstaðan hér fyrir öll framúrskar- andi og ein sú besta á landinu. Það var því lítið um framkvæmdir, aðeins stúkubyggingin og lagfæringar ýmiss konar," segir Björn Hermanns- son, framkvæmdastjóri 25. Landsmóts Ung- mennafélags (slands í Kópavogi. Björn sagði í mörg horn að líta og að undir- búningurinn þyrfti mikið skipulag. Hann hefði gott starfslið með sér og það væri nauðsynlegt. „Við stefnum að því að þetta verði lang- stærsta mótið sem haldið hefur verið og ég sé ekki annað en að það muni ganga eftir. Það er að mörgu að hyggja en ekkert hefur komið upp á ennþá sem hefur stöðvað okkur. Öllum hindr- unumer rutt úr vegi þegar þær blasa við. Við höfum notið velvildar bæjarfélagsins sem kemur að mótinu með miklum rausnarskap. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri og formaður landsmóts- 25.LANDSMÓT UMFÍ nefndar, hefur haft veg og vanda af flestu því sem snýr að mótinu og vandað mjög til verka." - Hvað heldur þúaðmuni standa upp úr á þessu móti? „Vonandi öflug þátttaka í öllum landsmóts- greinum og eins sú nýbreytni að hafa keppni utan stiga. í almenningsgreinum vonumst við líka eftirgóðri þátttöku. Vonandi mun líka standa upp úr góð aðsókn áhorfenda og að þeir njóti sín vel meðan á mótinu stendur." - Þetta verður stór helgi i Kópavoginum? „Það verður hún örugglega og vonandi munu veðurguðirnir leika við okkur. Við búumst við miklum fjölda fólks en ég vil ekki nefna neina tölu í því sambandi. Við höfum ákveðnar hugmyndir í þeim efnum sem við ætlum að hafa bara út af fyrir okkur." - Verður aðstaðan fyrir gesti ekki öll hin ákjósaniegasta? „Aðstaðan ertil fýrirmyndar, bæði fyrir kepp- endur og gesti. Það eiga allir eftir að finna eitt- hvað við sitt hæfi. Gistiaðstaða og allt aðgengi að henni er mjög góð og ég get ekki séð annað en að öllum þeim sem leggja leið sína á Landsmót eigi eftir að líða vel hjá okkur," sagði Björn. - Hvernig hefur það verið fyrir þig að koma að þessari framkvæmd? „Þetta erein af stærri áskorunum sem ég hef tekið. Ég hef nokkra reynslu í þessum efnum og það hefur hjálpað mér mikið. Það er mjög gaman að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessum undirbúningi. Þetta krefst mikillar skipulagning- ar, ekki má gleyma neinu, og allt verður að vera undir góðri stjórn. Þetta er mikill skóli sem maður á eftir að búa að í framtíðinni. Að halda mót sem þetta væri varla hægt nema að til komi gott starfsfólk. Við höfum verið mjög heppin í þeim efnum og það hefur létt allan undirbúning. Starfsliðið kemur úr félagsmiðstöðvunum í Kópavogi, allt vant og gott fólk," sagði Björn Hermannsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins I Kópavogi, í viðtali við Skinfaxa. 8 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.