Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.05.2007, Blaðsíða 14
Landsmótin gegna mikilvægu hlutverki Það er stór ákvörðun að ráðast í að halda Landsmót UMFÍ en mótshaldarar í Kópavogi voru stórhuga í upphafi og kalla 25. mótið Risalandsmót. Með miklum eldmóði, vinnu og færu starfsfólki er þetta mót senn að verða að veruleika en dagana 5.-8. júlí verður mótið að stórum hluta haldið á hinu stórglæsilega íþróttasvæði í Smáralandinu. Fjöldi fólks hefur komið að undirbúningi mótsins sem er mjög áhugavert í alla staði enda er dagskráin mjög metnaðarfull. Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK síðastliðin sjö ár, segir undirbúning hafa gengið mjög vel og að héraðssambandið hafi notið mikils velvilja bæjaryfirvalda í Kópavogi sem hafi að sjálfsögðu létt undir með allan undirbúning mótsins. „Mótið hefur verið þanið út og stefnan frá byrjun hefur verið að gera betur en sá síðasti. Það er von okkar að vel takist til og mótið verði lands- mönnum öllum minnistætt. Undirbúningur hefur gengið vel enda var frábær aðstaða hér fyrir og að auki stór hópur fólks með mikla þekkingu og reynslu, hver einstaklingur á sínu sviði. Það er því fátt sem hefur valdið manni áhyggjum," sagði Valdimar Leó í viðtali við Skinfaxa. - Það hefur létt undir með ykkur að hafa þessa íþróttaaðstöðu sem fyrir var i Kópavogi. „Það hjálpar okkur auðvitað, það er engin spurning. Þótt mótin hafi í gegnum tíðina skilið eftir sig uppbyggingu nýrra mannvirkja þá er það mikið atriði fyrir keppendur að þekkja þessar aðstæður sem fyrir löngu eru til. Aðstaðan er hvergi betri en í Kópavogi og þessar aðstæður verða eflaust aldrei toppaðar. Ef eitthvað verður að veðri verður hægt að fara með einhver atriði inn í tvö stór knattspyrnuhús en þessa dagana er verið að opna nýja knatthúsið í Kórahverfi." - Það hiýtur að vera mikil áskorun fyrir héraðssamband að taka svona mótað sér. „Það er það vissulega en þarna getum sagt að við séum að halda einhver 18 minni mót sem síðan sameinast í Landsmótið sjálft. Þetta mót lífgar upp á héraðssambandið í heild sinni og þjappar fólkinu saman. (svona stóru sambandi eins og okkar eru margir sem vita kannski ekki hver af öðrum en í þessu landsmótsumhverfi verða menn að vinna saman," sagði Valdimar Leó. - Hvað eru Landsmótin iþinum huga? „Tvímælalaust eru Landsmótin stærsta íþrótta- og menningarhátíð sem haldin er hér á landi. Landsmótin hafa gegnt veigamiklu hlutverki í gegnum tíðina og munu gera það um ókomna framtíð." - Hafið þið ekki notið velvilja bæjaryfirvaida i Kópavogi í undirbúningi fyrir mótið? „Samstarfið við yfirvöld I bænum hefur verið einstakt og gengið mjög vel í alla staði. Þetta er stórt sveitarfélag með sérfræðinga á öllum sviðum sem gott hefur verið að leita til þegar þörf hefur verið á. Bæjaryfirvöld seinkuðu menningarhátíð til að koma henni inn í dagskrá Landsmótsins sem setur mikinn brag á þetta Landsmót. Það er lykilatriði að allir í bænum og bæjarstjórninni vilji taka þátt í þessu með okkur." - Eigið þið ekki von á miklum mannfjölda á þetta Landsmót? „Ég reikna með að þetta verði fjölmennasta Landsmótið hingað til. Við ætlum að reyna að fá yfir tvö þúsund keppendur sem yrði alveg meiriháttar. Kópavogshlaupið verður tenging inn í Landsmótið ásamt fleiri greinum því að plássið sem við höfum er það mikið. Ég held að öll þjóðin muni fylgjast með Landsmótinu með einhverjum hætti, því að það er haldið á stóru markaðssvæði hvað áhorfendur snertir. Ég myndi halda svona í fljótu bragði halda að ekki færri en 25 þúsund manns muni leggja leið sína á mótið. Að jafnaði mæta 10-12 þúsund manns á Landsmót en við tvöföldum liklega þann fjölda. I mínum huga þýðir þetta mikla útbreiðslu, annars vegar fýrir Landsmótin og hins vegar fyrir ungmenna- félagshreyfinguna. Ég er að vona að þessi stóri viðburður í Kópavogi eigi eftir að hleypa nýju blóði í landsmótshald í framtíðinni. Það eykur vonandi áhuga styrktaraðila á að koma með enn meiri krafti að þessum stóra við- burði. Styrktaraðilar komu að þessu móti með mjög myndarlegum hætti," sagði Valdimar Leó. - Spenningurinn fyrir mótinu hlýtur að vera mikill eftir allan undirbún- ingin sem er að baki? „Jú, auðvitað. Fólkið, sem kemur að undirbúningnum, er flest með mikla reynslu og af þeim sökum er óþarfi að vera eitthvað stressaður. Það er spenna í loftinu en metnaðurinn er ótrúlegur á öllum sviðum. Menn ætla gera betur en sá á undan þannig að við leggjum miklar kröfur á okkur sjálf." Valdimar Leó taldi að nördalandsleikurinn við Svía ætti eftir að hafa mikið aðdráttarafl hjá almenningi. „Dagskráin er í heild sinni mjög áhugaverð og fólk mun örugglega finna mörg áhugaverð atriði," sagði Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, að síðustu. 14 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.