Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2007, Síða 34

Skinfaxi - 01.05.2007, Síða 34
fréítír itr IweyjiH^uAWÁ: JBf Kynningarfundur UMFÍ í Skagafirði Ungmennafélag íslands hélt kynningar- fund í Skagafirði 27. apríl sl. Fundurinn var haldinn á veitingastaðnum Kaffikrók á Sauðárkróki og var hann ágætlega sóttur af heimamönnum. UMFÍ kynnti starfsemi sína og það sem fram undan er en í ár fagnar UMFÍ100 ára afmæli. Sæmundur Runólfsson, framkvæmda- stjóri UMFÍ, hóf fundinn, kynnti starfsemina og þá atburði sem blasa við á árinu. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, hélt tölu um komandi Landsmót í Kópa- vogi og undirbúning fyrir Unglingalands- mót á Hornafirði. Ennfremur fór hann yfir verkefnið Göngum um ísland en Leiðabók ervæntanleg um mánaðamótin maí-júní. Jón Kristján Sigurðsson, kynningarfulltrúi, sagði frá vefsíðum sem UMFl' heldur úti og Skinfaxa svo að eitthvað sé nefnt. Guðrún Snorradóttir, verkefnisstjóri Flott án fíknar, upplýsti gesti um verkefnið. Alda Pálsdóttir sagði frá ritun sögu UMFÍ en afmælisritið kemur út í haust. Anna MargrétTómasdóttir, forstöðu- maður Ungmenna- og tómstundabúðanna á Laugum, sagði að búðirnar hefðu gengið vel í vetur en alls myndu um 1500 nem- endur sækja búðirnar á þessu skólaári. Loks upplýsti Ólafur Árnason, forstöðu- maður verkefnisins Evrópa unga fólksins, fundargesti um það sem stæði ungu fólki til boða á þeim vettvangi. Fundurinn þótti takast vel og er mark- miðið halda fleiri slíka á landsbyggðinni. Hið sögufræga mót Skjaldarglíma Skarphéðins var haldið i 83. sinn á Hvolsvelli föstudaginn 20. apríl. Stund um hafa keppendur verið fáir en nú brá svo við að níu glímukappar áttust við um Skarphéðinsskjöldinn sem er veglegur verðlaunagripur frá árinu 1910. Hefur skjaldarglíman ekki verið svo fjölmenn í 25 ár. Þegar allir höfðu glímt við alla voru tveir taplausir, Stefán Geirsson úr Sam- hyggð og Lárus Kjartansson frá Laug- dælum. Miklir kraftamenn, stórir og stæltir, en Lárus öllu þyngri.Tekist var hraustlega á en að lokum tókst Stefáni að leggja Lárus á klofbragði og sigraði þar með í fimmta sinn frá árinu 1999. Lárus varð annar en faðir hans, Kjartan Lárusson, nemandi við (þróttakennara- skólann, nýtti sér reynslu sína og glímu- færni, þótt kominn sé á sextugsaldur, og náði þriðja sæti. Hinir sex ungu glímu- kappar lágu hver um annan þveran á krækju Kjartans sem vann þarna umtals- vert afrek. 34 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.