Skinfaxi - 01.05.2007, Page 39
PrétíTÍv tír fweyjuujuMMÍ:
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2007
voru afhent 15. maí og var það íþrótta-
félagið Grótta á Seltjarnarnesi sem hlaut
verðlaunin að þessu sinni fyrir samræm-
ingu skóladags og æfingatíma í samvinnu
við bæjaryfirvöld og Grunnskóla Seltjarn-
arness. Formaður Gróttu, Bjarni Torfi Álf-
þórsson, veitti verðlaununum viðtöku fyrir
hönd samfélagsins á Seltjarnarnesi.
Auk foreldraverðlaunanna sjálfra voru
veitt tvenn hvatningarverðlaun og ein
dugnaðarforkaverðlaun.
Hvatningarverðlaun hlaut Reykja-
nesbær fyrir að styðja við bakið á foreldra-
starfi með veitingu styrks til ráðningar
verkefnisstjóra FFGÍR (foreldraráð og for-
eldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ).
Hvatningarverðlaun hlutu einnig Guð-
laug Snorradóttir og starfsfólk Nýbúa-
deildar við Hjallaskóla í Kópavogi fyrir
óeigingjarnt starf í þágu nýbúa.
Dugnaðarforkaverðlaunin hlaut
Hlynur Snorrason fyrir forvarnaverkefni í
Grunnskólum ísafjarðarbæjar.
31 tilnefning til verðlaunanna barst að
þessu sinni og voru 24 verkefni tilnefnd.
Á heimasíðu Heimilis og skóla kemur
fram að foreldraverðlaunin hafa unnið sér
fastan sess í samfélaginu og vekja athygli
á þeim mörgu verkefnum sem efla starf
grunnskólanna og öflugt og jákvætt sam-
starf heimila, skóla sveitarfélaga og samfé-
lagsins alls.
Aðalmarkmiðið með veitingu Foreldra-
verðlaunanna er að vekja athygli á því grós-
kumikla starfi sem unnið er á fjölmörgum
sviðum ígrunnskólum landsins.Við veit-
ingu verðiaunanna er sérstaklega litið til
verkefna sem hafa eflt samstarf foreldra og
skólastarfsmanna og komið á uppbyggj-
andi hefðum í samstarfi þessara aðila. f ár
var sérstaklega horft til sveitarfélaga og
félagasamtaka sem styðja markvisst við for-
eldrasamtök og foreldra í sínu sveitarfélagi.
Er það í fyrsta sinn sem það er gert.
►
90 milljónir
settar í ferðasjóð ^íþróttafélaga
Stjórnvöld ákváðu í vor að koma
á fót ferðasjóði íþróttafélaga í
samræmi við tillögur nefndar
sem menntamálaráðherra fól að
fjalla um ferðakostnað íþrótta-
félaga. Þetta kemurfram ítilkynn-
ingu og þar segir ennfremur:
f kjölfar þingsályktunartillögu,
sem samþykkt var 3. júní 2006,
skipaði menntamálaráðherra
nefnd sem falið var að gera úttekt
á ferðakostnaði íþróttafélaga
vegna þátttöku í viðurkenndum
mótum. Þá var nefndinni jafn-
framt falið að setja fram tillögur
um hvort og þá hvernig skuli
komið á fót sérstökum sjóði til
að taka þátt í þeim kostnaði.
Nefndin var skipuð fulltrúum
menntamálaráðherra, fjármála-
ráðherra, sveitarfélaga, (þrótta-
forystunnar og íþróttafélaga úr
öllum landshlutum.
Athugun nefndarinnar leiddi
í Ijós að ferðakostnaður íþrótta-
félaga er mismikill, m.a. af land-
fræðilegum ástæðum, og að-
gengi þeirra að stuðningi fyrir-
tækja og einstaklinga er misjafnt.
Við úttekt á ferðakostnaði iþrótta-
félaga á viðurkennd mót var
stuðst við starfsskýrslur íþrótta-
hreyfingarinnar fyrir árið 2005.
Leiða má líkur að því að ferða-
kostnaður íþróttafélaganna sé allt
að 500 m.kr. vegna þátttöku í
(slands-, bikar- og meistaramót-
um. Af bókfærðum ferðakostnaði
félaganna er verulegur hluti
vegna ferðalaga félaga utan
höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaða nefndarinnar var
að leggja til að komið verði á fót
ferðasjóði íþróttafélaga til að
jafna aðstöðumun og efla (þrótta-
og forvarnastarf. Jafnframt var
lagt til að gerður verði þjónustu-
samningur við íþrótta- og
Ólympíusamband ísiands um
umsjón og umsýslu sjóðsins.
Með hliðsjón af áætluðum
ferðakostnaði íþróttafélaganna
og í Ijósi þeirra upplýsinga sem
liggja fyrir um þann kostnað
félaganna, sem helst er talin
ástæða til að jafna, lagði nefndin
til að stefnt yrði að því að árlegt
framlag ríkissjóðs til ferðasjóðs
yrði á bilinu 60-100 m.kr. og að
settu marki yrði náð í jöfnum
þrepum á þremur árum. Það
fyrirkomulag býður upp á að í
lok hvers úthlutunarárs verði lagt
mat á ávinninginn með hliðsjón
af hlutverki sjóðsins og, eftir
atvikum, gerðar úrbætur á fyrir-
komulaginu á grundvelli ítarlegra
gagna sem verða til í tengslum
við umsóknar- og úthlutunar-
ferlið.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar
felur í sér að stefnt verði að því
að framlag til sjóðsins verði 90
m.kr. á ársgrundvelli og að því
marki verði náð á þremur árum.
Framlagið verði þannig 30 m.kr.
árið 2007,60 m.kr. árið 2008 og
90 m.kr. árið 2009.
SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 39