Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2007, Qupperneq 42

Skinfaxi - 01.05.2007, Qupperneq 42
Prétíw jrá, vtarji UMBÍ: Ivrópa unýa fólksim Heimasíða Evrópa unga fólksins formlega opnuð Á efri myndinni hefur Karítas Gunnarsdóttir opnað heimasiðu Evrópa unga fólksins. Á neðri myndinni eru Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Björn B. Jónsson, formaður UMFl, og Karitas Gunnars- dóttir, skrifstofustjóri menningarmála I menntamálaráðuneytinu. Verkefnið Evrópa unga fólksins, Youth in Action, var kynnt á Grand Hóteli í Reykjavík 3. apríl sl. en við það tækifæri var tekin í notkun ný heima- síða verkefnisins, www.euf.is. Um síðustu áramót tók Ungmennafé- lag íslands að sér að sjá um framkvæmd með verkefninu. Evrópa unga fólksins er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins en verkefnið er á ungmennaáætlun Evrópu- sambandsins sem tók gildi 1. janúar 2007. Það var Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofu- stjóri menningarmála í menntamálaráðu- neytinu, sem opnaði heimasíðu Evrópa unga fólksinsformlega á kynningarfundin- um. Ólafur Árnason, sem veitir verkefninu forstöðu, gerði grein fyrir tilgangi verkefn- isins og Anna R. Möller, starfsmaður þess, lýsti verkefninu einnig fyrir gestum á kynn- ingarfundinum. Björn B. Jónsson, formaður UMFI, hélt ávarp og lýsti yfir ánægju með að verkefnið væri komið til UMFÍ og sagði m.a. að það færði ungu fólki mikla mögu- leika. Evrópa unga fólksins, EUF, hefur það að markmiði að styrkja fjölbreytt verkefni. EUF leggur áherslu á að styrkja ungmenni sem á einhvern hátt búa við skerta mögu- leika. EUF gefur ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og samtökum, sem vinna fyrir ungt fólk, möguleika á þátttöku í ýmsum samevrópskum verkefnum. Aldur er þó mismunandi á milli verkefna. EUF stuðlar einnig að þvi að draga úr mismunun og stuðlar að jafnrétti á öllum stigum og í öllum hópum samfélagsins, eykur skilning á ólíkum aðstæðum og mis- mun milli landa og stuðlar að viðurkenn- ingu óformlegrar menntunar. EUF styrkir frumkvæðisvilja ungs fólks, þróar skilning þess á því að tilheyra Evrópu (sambandinu) og hvetur ungt fólk til þátttöku í lýðræðis- legu starfi, svo að eitthvað sé nefnt. Einnig má benda á ungmennaskipti þar sem hópar frá tveimur eða fleiri löndum hittast og vinna saman að fyrirfram ákveðn- um verkefnum og læra um samfélög hvers annars. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasiðu Evrópa unga fólksins www.euf.is 42 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags Islands

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.