Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.2007, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.12.2007, Qupperneq 31
Margir ungmennafélagar voru saman komnir á Bessastöðum í tilefni útkomu bókarinnar Vormenn íslands. tíma, og félagsmálaskólinn verður geysilega öflugt fyrirtæki sem styrkti samböndin og starfið um allt landið. Landgræðslan byrjaði eiginlega í höndum ungmennafélaganna og síðan tók Landgræðslan og vélvæð- ingin við en þetta var engu að síður mikið frumkvöðlastarf. Það má segja að upp úr 1970 verður mikið framfarastökk innan hreyfingarinnar og eftir það hefur þróunin verið upp á við,"sagði Jón M. fvarsson í spjalli við Skinfaxa skömmu eftir útkomu bókarinnar. - Vargaman að skrifa þessa bók? „Já, það var gaman, mikil vinna að vísu en alltaf skemmtileg og fróð- leg. Það var geysilega gaman að sjá þetta mikla starf sem jafnvel ekki ég hafði gert mér grein fyrir að væri svona víðtækt, fjölbreytt og um allar sve- itir eins og raun ber vitni. Ég vona bara að mér hafi tekist að koma flestu til skila þannig að þetta geti verið uppsláttar- og fræðirit fyrir ungmenna- félaga sem þeir geta alltaf flett upp í ef þá vantar upplýsingar um ýmislegt eins umfangið og starfið." -Áttirþú von á þvi i upphafi að þettayrði svona stór bók eins og kom á daginn? „Nei, ég held að enginn hafi átt von á því og ekki ég heldur. Það sem gerði umfangið svona mikið var það að þetta er í rauninni fjórar bækur. Þetta er saga UMFf sem er í sjálfu sér væn bók. Þá er þetta saga landsmót- anna sem eru gífurlega stór póstur í starfi UMFf og eru orðin 25 að tölu. Það var annaðhvort að skrifa vel um landsmótin eða hlaupa yfir þau á hundavaði en ég valdi fyrri kostinn. Svo er saga unglingalandsmótanna rakin í bókinni en þau höfðu fram að þessu aldrei verið skráð þannig að um þau er getið að nokkru. Mér fannst síðan ekki hægt að skrifa sögu UMF( án þess að Þrastaskógar yrði getið nokkuð rækilega. Þó sú saga sé stutt er það 100 ára saga líka og henni bætti ég við í lokin,"sagði Jón M. (varsson. - Hvernig sérðu fyrirþér starf UMFÍinánustu framtið? „Ég sé fyrir mér mörg tækifæri fyrir UMFÍ. Það eru alltaf nýir tímar og nýjar áskoranir en stærsta málið nú um stundir er bygging nýs húsnæðis. Ég held að það geti skapað mörg tækifæri fyrir hreyfinguna til framtíðar litið. UMFÍ hefur átt heima í Reykjavík frá upphafi og það er bara staðfest- ing á því að við byggjum okkur nýtt hús í hjarta Reykjavíkur. Síðan hefur UMFÍ alltaf verið málsvari landsbyggðarinnar með aðstöðu í Reykjavíkog þannig sé ég fyrir mér að haldi áfram að vera. Sambönd munu væntan- lega styrkja sig með því að sameinast. Ég sé ekki annað en að starf UMFÍ verði öflugt hér eftir sem hingað til"sagði Jón M. (varsson. Á meðal gesta voru Hafsteinn Þorvaidsson, heiðursféiagi UMFl, og Sigurbjörn Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjórnarmaður UMFÍ. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 31

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.