Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 12
/ IwiWAsáhK hjá, IrOrz&kMUAWL á Betta&tö^iMVL: Þau Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFl, og Jón M. Ivarsson, söguritari, afhentu Forseta Islands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrsta eintak bókarinnar. Saga ungmennafélagshreyfingarinnar í 100 ár Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta l'slands, var þann 29. nóvember afhent fyrsta eintakið af bókinni Vormenn (slands við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum. Ungmennafélag (slands er lOOára á þessu ári en það var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Jón M. ívarsson, sagnfræðingur, var fenginn til að rita aldarlanga sögu samtakanna. Bókin er í stóru broti, rúmlega 700 siður og prýdd 800 Ijós- myndum. Hún er í senn íþróttasaga og þjóðlífssaga í 100 ár. Sú saga er sam- ofin sögu íslensku þjóðarinnar og speglar vel tíðarandann á hverjum tíma. í bókinni er sagt frá íþróttum, skógrækt, leiklist, samkomuhaldi ásamt mörgu fleiru sem ungmennafélagar hafa látið til sín taka. Landsmót UMFÍ munu flestir þekkja sem stærstu íþróttahátíðir þjóðarinnar. Á seinni árum hafa Unglingalandsmótin komið til sögunnar sem vímuefnalausar fjölskylduhátíðirsem haldnareru árlega um verslunarmannahelgina. Bókin segir ítarlega sögu þessara hátíða sem og sögu Þrastaskógar sem spannar næstum heila öld. Skrifað undir viljayfir- lýsingu um byggingu þjónustumiðstöðvar Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing á milli verktakafyrirtækisins (staks og Ungmennafélags (slands um byggingu á fjölnotahúsi sem Ungmenna- félagíslands mun reisa aðTryggvagötu 13 í Reykjavík. Einnig hefur verið undirrituð viljayfirlýsing við Edduhótelin á (slandi varðandi rekstur á gisti- rými sem m.a. er ætlað fjölskyldum. Húsið er fjölnotahús þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttri íþrótta-, lista- og menningarstarfsemi, gistingu m.a. fyrir fjölskyldufólk og þjónustumiðstöð fyrir ungmennafélagshreyf- inguna á íslandi. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun í maí árið 2009. Stærð hússins er um 7.000 fermetrar. Það er félagshreyfingunni mikil ánægja og heiður að borgaryfirvöld skyldu hafa treyst hreyfingunni til að byggja þetta fjölnotahús á þessum sérstaka stað í miðborg Reykja- víkur. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist fljótlega eftir áramótin en öll undirbúningsvinna er á lokastigi. Þessar viljayfirlýsingar voru undirritaðar í Reykjavík 17. október 2007 af fulltrúum Ungmennafélags Islands, (staks og Edduhótela á Islandi. Magnea Hjálmarsdóttir frá Edduhótelum, Björn B. Jónsson, í byggingar- nefnd og fyrrverandi formaður UMFÍ, og Loftur Árnason, framkvæmda- stjóri Istaks, handsala viljayfirlýsinguna. 12 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.