Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 11
Ný stjórn UMFÍ kosin á Þingvöllum Ný stjórn Ungmennafélags fslands var kosin á 45. Sambandsþingi UMFf sem fór fram í Hótel Valhöll 20.-21. október sl. Við það tækifæri var tekin mynd af stjórninni ásamt framkvæmdastjóra. Frá vinstri: Örn Guðnason, ritari, Ásdís Helga Bjarnadóttir, varaformaður, Jóhann Tryggvason, varastjórn, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, varastjórn, Hringur Hreinsson, meðstjórnandi, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, EinarJón Geirsson, varastjórn, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Haraldur Jóhannsson, varastjórn, og Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri. InngangaIBR íUMFÍvarfelld Meðal þess, sem lá fyrir Sambandsþingi UMFÍ á Þingvöllum, var umsókn íþrótta- bandalags Reykjavíkur um inngöngu í UMFÍ. Við afgreiðslu umsóknarinnar var borin upp sérstök tillaga sem fól í sér að umsókn ÍBR í UMFÍ var hafnað. Tillagan hljóðaði svo: 45. Sambandsþing UMFÍ fagnar áhuga ÍBR að taka þátt ístarfi ungmennafélaga. Þingið telur þó ekki forsendur fyrir því að ÍBR fái aðild að UMFÍ. Þingið felurstjórn UMFi að taka upp viðræður við ÍSÍum heildarskipulag ungmennafélaga og íþróttahreyfingarinnar, þ.á m. skiptingu lottóágóða. Þessi tillaga var samþykkt með 47 atkvæðum gegn 45. HSK hlaut hvatningarverðlaun UMFÍ Á 45. Sambandsþingi UMFlá Þingvöllum var tilkynnt hvaða héraðssamband fengi hvatningarverðlaun UMFÍ. Verðlaunin féllu i skaut HSK-manna fyrir framúrskarandi kynningarstarf. Gisli Páll Pálsson, formaður HSK, og Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, tóku við viðurkenningunni fyrir hönd héraðssambandsins. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 1 1

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.