Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 29
Náin tengsl við fjölskylduna unglingum mikilvæg [ tilefni forvarnadagsins 2006 var meðal annars staðið fyrir sérstakri dagskrá og verkefnavinnu í 9. bekkjum grunnskólanna. Spurningar um afleiðingar og áhrif neyslu fíkniefna, auk spurn- inga sem tengdust þátttöku í íþrótta- og æsku- lýðsstarfi og samverustunda fjölskyldunnar, voru lagðar fyrir og ræddar í umræðuhópum. Tilgangurinn var að fá fram sjónarmið ungling- anna sjálfra, hlusta á skoðanir þeirra og reynslu. Hverjar eru skoðanir þeirra á skaðsemi fíkniefna? Hvernig er best að standa að málum til að bæta forvarnir? Hvað þarf að gera til að auka þátttöku unglinga í íþrótta- og æskulýðsstarfi? Hvað er hægt að gera til að auka samverustundir með fjölskyldunni? Niðurstöðurnar úr þessari verk- efnavinnu sýna vel að þessi mál eru ungmenn- um hugleikin og þau hafa haldbæra þekkingu á afleiðingum af neyslu vímuefna. Þar að auki leggja þau til margar og áhugaverðar leiðir til að auka þátttöku í íþróttum og öðru æskulýðsstarfi og fjölda samverustunda innan fjölskyldna. Tillögur ungmennanna eru mikilvægar í Ijósi þess að íslenskar rannsóknir hafa sýnt að sá tími sem ungmenni verja meðforeldrum daglega getur ráðið úrslitum þegar kemur að neyslu vímuefna. Jákvæð tengsl þátttöku í skipulögðu iþrótta- og æskulýðsstarfi við minni neyslu vímuefna er líka þekkt. Hvað hafa unglingar til málanna að leggja? Niðurstöður: Þegar farið er yfir svör ungmennanna er áhuga- vert að sjá hversu þroskuð og ábyrg afstaða þeirra er. Þau skoðuðu málið frá mörgum hlið- um og tóku ekki eingöngu mið af sjálfum sér heldur drógu fram margvíslega þætti sem hafa áhrif á neyslu. Stuðningur frá foreldrum, vinum og öðrum þeim sem eru í nánasta umhverfi unglingsins vegur þar einna þyngst. Greinilegt er að þau telja sig ábyrg fyrir eigin neyslu en ýmsir þættir í umhverfinu geti annaðhvort hvatt til neyslu eða hindrað hana. Lifandi dæmi, þar sem þau geta tengt orsök og afleiðingu, telja þau upp til hópa hafa einna mest forvarna- gildi. Þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi er krafa um aukna fjölbreytni og betri aðstöðu algeng, sérstaklega meðal ungmenna á lands- byggðinni. Þau vilja gjarnan auka þátttöku skólans í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem sýnir •ákvEti'n Spurningar, sem voru lagðar fyrir nemend- urna, voru þessar: Hvað finnst ykkur vera góð samverustund með fjölskyldunni? Hvað getið þið gert til að vera oftar með fjölskyldu ykkar? Eruð þið með tillögur að góðum samverustund- um með fjölskyldunni? Af hverju hætta krakkar í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi? Hvað þarf að gera til að auka þátttöku krakka í íþrótta- kannski hve stóran þátt skólinn spilar í lífi þeirra. Mikil keppnisharka í íþróttum er þeim hugleikin og telja þau mörg hver að meira umburðarlyndi innan íþrótta, bæði meðal unglinganna sjálfra og innan íþróttafélaganna, myndi skila sér í auk- inni þátttöku unglinga í starfinu. Kostnaður, er hlýst af íþróttum og æskulýðsstarfi, er einnig oft tekinn til sem hindrun fyrir þátttöku. Margir tala um að það vanti meiri hvatningu og hrós til handa unglingum almennt en þó sérstaklega frá foreldrum og þjálfurum. Þessi umræða leiðir hugann að þeirri neikvæðni sem oft virðist fylgja umfjöllun um unglinga. Þegar kemur að spurningum um samveru- stundir innan fjölskyldna er Ijóst að ungiingarnir geta séð sig sem þátttakendur í mörgum ólíkum samverustundum með foreldrum sínum. Sam- verustundirnar virðast vera þeim mjög mikil- og æskulýðsstarfi? Hvaða breytingar/nýjungar viljið þið sjá? Haidið þið að það skipti máli fyrir ykkar framtíð að byrja ekki að drekka áfengi á þessum aldri? Af hverju? Hvað þarftil þess að krakkartaki marká skilaboðum um að hvert ár í seinkun á drykkju skipti máli? Hvað getið þið gert í ykkar skóla til að krakkar drekki ekki áfengi á grunnskólaaldri? vægar og margir foreldrar yrðu eflaust hissa ef þeir sæju allar þær skemmtilegu og fjölbreyttu uppástungursem frá unglingunum komu. Uppástungur sem ættu að auðvelda takmarkið um a.m.k. klukkustundar samverustund á degi hverjum. Þessi fjölbreytni endurspeglar vilja og þörf unglinganna til þess að verja tíma með foreldrum sínum, þvert á það sem stundum er haldið fram. Það eru samt hversdagslegu sam- verustundirnar, eins og þær að ferðast, borða saman og horfa saman á sjónvarp, sem standa upp úr. Það er líka forvitnilegt að skoða hverjir unglingarnir telja að séu helstu fyrirmyndirnar en þar kemur fram að þær manneskjur er helst að finna innan fjölskyldunnar. Af ofangreindum upplýsingum má ráða aðfjölskyldan og náin tengsl við hana séu unglingum afar mikilvæg og hugleikin. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags islands 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.