Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 10
Fréttir ur kreyjmyiuuu. Ungmennafélagið Tindastóll lOOára UngmennafélagiðTindastóll var stofnað á því herrans ári 1907, nánar tiltekið þann 26, október, og því eru 100 ár liðin frá stofnun félagsins. Það voru fjórir einstaklingar sem voru fremstir í flokki þeirra er stofnuðu félagið á sínum tíma, þeir Sigurður Björnsson, Þorbjörn Björnsson, Pétur Jakobsson og Kristján Sigurðsson. Á þessum 100árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og félagið breyst eins og allt samfélagið. Þó eru enn sömu gildi í hávegum höfð og verða vonandi um ókomna tíð.Tindastóll hefur svo sannarlega ritað nafn sitt á spjöld sögunnar, bæði hjá íþrótta- og ungmennafélagshreyfing- unni, enda hefur starfið verið öflugt í áraraðir. Horfum björtum augum Ungmennafélagið Hvöt 100 ára: Umf. Hvöt boðaði til 100 ára afmælishófs í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi laugar- daginn 24. nóvember sl. Sveitungar og velunnarar félagsins komu þar saman á þessum merku tímótum í sögu féiagsins. (UMFHVOTl Hvöt er elsta starfandi félagið innan I -3*5*!*» I HSK, en félagið var stofnað 22. desem- II (907 I ber 1907. Félagið var stofnað í þinghúsi VV yJ hreppsins, sem þá var á Stóru-Borg, að tilstuðlan Páls BjarnarsonarfráTraðar- koti á Stokkseyri. Hann var þá kennari í sveitinni og var hann jafnframt kosinn fyrsti formaður félagsins. Aðrir í fyrstu stjórn félagsins voru þeir Björgvin Magnússon frá Klaus- turhólum sem var kosinn ritari og Jón Gunn- laugsson frá Kiðjabergi sem gjaldkeri. Hápunktur kvöldsins var gjöf frá sveitarfélag- inu, sem var 1 milljón til ráðningar starfsmanns/ þjálfara ásamt því að vista bókhald og útvega aðstöðu fyrir starfsmanninn. Þarna var„öldungn- um" ærlega kippt inn í nútímann og í máli manna var rætt um að festa þessa upphæð til framtíðar. Guðmundur Jóhannesson, sem verið hefur formaður Hvatar frá 1998, sagði í viðtali við Skin- faxa að á þessum merku tímamótum horfi til framtíðar félagið björtum augum til framtíðar.„Það er ekki annað hægt en með tilkomu nýja íþróttahússins á Borg og sundlaugar opnuðust miklir mögu- leikar. Keppnislega höfum við ekki haft okkur mikið í frammi, en það er aldrei að vita hvað gerist nú. Það eru reglulega æfingar í fótbolta og blaki og svo horfum auðvitað til sundsins í náinni framtíð," sagði Guðmundur. Guðmundur sagðist verða var við mikinn áhuga í sveitinni enda hefur öll aðstaða tekið stakkaskiptum á síðustu misserum. Guðmundur sagði að sparkvöllur hefði verið tekinn í notkun á sl. hausti og væri hann mikið notaður af börn- um og unglingum.„Við látum okkur dreyma um nýjan íþróttavöll en sveitarfélagið hefur verið að skoða þann möguleika. Það verður ekki annað sagt en að það sé bjart yfir í sveitinni, áhugi hvert sem litið er, og ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn," sagði Guðmundur Jóhannes- son. 10 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.