Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 7
RptvtjóraÁpjaU - Jók KriUjÓK SujtwÓssœn Viðburðaríkt ár að baki - bjartir tímar fram undan Árið, sem nú er að renna sitt skeið á enda, hefur verið afar viðburðaríkt í sögu Ungmennafélags fslands og skal engan undra. Kemur þar til aðeins einn þáttur sem er 100 ára afmælisár hreyfingarinnar. Þessara merku tímamóta hefur verið minnst með ýmsum hætti og er óhætt að segja að merki UMFÍ hefur verið haldið á lofti hvarvetna og hreyfingin og það sem hún stendur fyrir verið mikið í fréttum. Tvö stór mót voru haldið á árinu, annars vegar 25. Landsmótið í Kópavogi og hins vegar 10. Unglinga- landsmótið á Höfn í Hornafirði. Bæði mótin fóru mjög vel fram og voru vel sótt af keppendum og gestum. Sögusýning var haldin í Gerðarsafni í Kópavogi þar sem 100 ára sögu hreyfingarinnar voru gerð skil í máli og myndum. UMFÍ kom síðan að undirbúningi og framkvæmd Play the Game-ráð- stefnunnar sem haldin var í Reykjavík í lok október. Ráðstefnan þótti takast með afbrigðum vel en hana sóttu um 300 íþróttafréttamenn og háskólafólk frá yfir 50 þjóðlöndum. 35. Sambandsþing UMFf var haldið á Þingvöllum, nákvæmlega á þeim stað þar sem vormenn fslands komu saman hundrað árum fyrr til að stofna landshreyfingu ungs fólks á fslandi sem ætti sér það markmið að rækta lýðinn og landið. Á þessu fjölsótta og afar velheppnaða þingi var nýrformaður kosinn og þau merku tímamót urðu að Helga Guðrún Guðjónsdóttir var fyrst kvenna kjörin til að stýra hreyfingunni. Nú er afmælisárið senn að baki. Ungmennafélagshreyfingin stóð í ströngu og þegar litið er um öxl má hreyfingin vera afar stolt og getur horft bjartsýnisaugum til framtíðarinnar. I okkar hraðfleyga þjóðfélagi, þar sem hlutirnir breytast fljótt, eru möguleikarnir endalausir. Styrkur og mátt- ur UMFf er mikill og þessi fjölmennu samtök munu hér eftir sem hingað vinna að góðum málum fyrir land og þjóð. Miklir og spennandi tímar blasa við og krafturinn og áræðnin hafa aldrei verið meiri. Hreyfingunni hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu misserum og hefur félögum fjölgað um fjórðung frá aldamótum. Þetta eru gleðilegar staðreyndir og fylla hreyf- inguna enn meiri krafti sem hún mun nýta sér úti á meðal fólksins. Eitt af stóru verkefnum sem blasa við er bygging nýrra höfuðstöðva í miðborg Reykjavíkur sem er í undirbúningi en þetta glæsilega mannvirki mun gefa hreyfingunni aukna möguleika og um leið nýtast öllum ung- mennafélögum um allt land. Eins og endranær blasa við mörg spennandi verkefni á nýju ári. Stjórn UMFf hefur samþykkt að stórefla íþrótta- og æskulýðsþátttöku fólks af erlendum uppruna búsettu á (slandi. Þetta er verkefni næstu ára, ásamt mörgum öðrum mikilvægum verkefnum hreyfingarinnar. Starfsemi ung- ' menna- og tómstundabúðanna að Laugum í Dalasýslu stendur afar vel og hafa aldrei fleiri grunnskólanemendur dvalið í búðunum en einmitt í vetur. 11. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Þorlákshöfn um verslunar- mannahelgina og er undirbúningur þar af fullum krafti. Margt fleira mætti telja. Skinfaxi óskar ungmennafélögum sem og landsmönnum öllum gleði- legra jóla og farsældar á nýju ári. Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFl Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson o.fl. Umbrot/hönnun: Indígó Prentun: Prentmet Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender Ritnefnd: Anna R. Möller, Einar Haraldsson, Birgir Gunnlaugsson og Ester Jónsdóttir Skrifstofa UMFf/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFl, Laugavegi 170-172,105 Reykjavík, sími: 568-2929, netfang: umfi@umfi.is heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFf: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki Torfi Jóhannsson, svæðisfulltrúi, með aðsetur á fsafirði Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi og verkefnisstjóri forvarna Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa / kynningarfulltrúi Jón M. Ivarson, söguritari Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri Stjórn UMFf: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, form. Ásdís Helga Bjarnadóttir, varaform. Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri Örn Guðnason, ritari Hringur Hreinsson, meðstjórnandi Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi Einar Haraldsson, meðstjórnandi Varastjórn: Eyrún H. Hlynsdóttir Haraldur Þór Jóhannsson JóhannTryggvason Einar Jón Geirsson Forsíðumynd: Efst: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFl og Ásdís Helga Bjarna- dóttir, varaformaður. Neðst til vinstri: Forseta Islands afhent fyrsta eintakið af bókinni Vormenn (slands. Neðst til hægri: Brugðið á leik á norrænu leiklistarnámskeiði í Noregi. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands ~J

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.