Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 4
Þorlákshöfn , .. ,, 11. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Þorlákshöfn dagana 1 .-3. ágúst 2008.11. nóvember voru undirritaðir samningar í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn, annars vegar á milli unglingalandsmótsnefndar og Sveitarfélagsins Ölfuss og Ungmennafélags íslands og Héraðssambandsins Skarphéðins hins vegar. Mikil uppbygging er í vændum fyrir mótið en þegar er búið að tyrfa knattspyrnuvöllinn og byggja mön í kringum hann. Malbikað verður undir hlaupabrautina strax í vor og er stefnt að því að völlurinn verði tilbúinn snemma sumars. Vinna við nýja sundlaug gengur samkvæmt áætlun og fram hefur komið áhugi á að efla keppni í hestaíþróttum á mótinu. Á Unglingalandsmótinu verður keppt í frjáls- um íþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, knatt- spyrnu, körfuknattleik, skák og sundi. I athugun er að keppt verði einnig í mótorkrossi og jafnvel í fimleikum en ákvörðun um það verður tekin síðar. 11.UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ ss @ Velkomin til Þorlákshafnar ¥ ss k. SS ¥ ÍS L. , v ís C *,* ssi § ¥ ss L I ¥ s k. f* m it V s 1 B * V & ÚlafurÁki Ragnarsson, bæjarstjóri iSveitarfélaginu Ölfusi, og Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ætlum að standa okkur Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri i Sveitarfélag- inu Ölfusi, sagði eftir undirritun samninganna, að sveitarfélagið væri afar stolt yfir að hafa fengið þetta verkefni sem Unglingalandsmótið er. „Þetta á eftir að þjappa fólki saman og hvetur okkur sveitarstjórnarfólkið til dáða. Við fórum út í miklar framkvæmdir þó að þær teng- ist ekki allar beint mótinu sjálfu, en það hvatti okkur eigi að síður að ráðast í þær samhliða mót- inu. Við ætlum að standa okkur vel hvað mótið sjálft varðar og ég held að það eigi eftir að verða öllum til sóma," sagði Ólafur Áki. Fyrsta flokks aðstæður Ragnar Sigurðsson, formaður unglingalands- mótsnefndar, sagði það mikla áskorun að taka svona mót að sér. Undirbúningur stæði yfir af fullum krafti og allt ferlið gengi samkvæmt áætl- un. „Samfara þessu móti á sér stað gríðarleg uppbygging. Það stóð ýmislegt til áður en Ungl- ingalandsmótið varð þó til þess að framkvæmd- um var flýtt á ýmsum sviðum. Við sjáum fyrir okkur að mótið muni fara fram við fýrsta flokks aðstæður í öllum greinum. Það eru tvímælalaust spennandi tímar fram undan í Þoriákshöfn," sagði Ragnar Sigurðsson, formaður unglinga- landsmótsnefndar. Samningurinn handsalaður. Frd vinstri Ragnar Sigurðsson, formaður unglingalandsmótsnefndar, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ÓlafurÁki Ragnarsson, bæjarstjóri íSveitarfélaginu Ölfusi, og Gísli Pdll Pálsson, formaður HSK. 4 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.