Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 8
Kvenréttindafélag íslands heiðraði nýkjörinn formann UMFÍ: Eruut að zetula, uMjjUMi stetpuAM, áJu/eðwi doilakoð Kvenréttindafélag fslands heiðraði 19. nóvember Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur ítilefni þess að hún var á dögunum kjörin fyrst kvenna til formennsku í Ungmennafélagi íslands. Svandís Ingimundardóttir, sem sæti á í stjórn Kvenréttindafélags íslands, sagði við þetta tækifæri að tilefni þess að Helgu Guðrúnu var veitt þessi viðurkenning væri sú staðreynd að hún erfyrsta konan til að gegna formennsku í Ung- mennafélagi fslands. „Það þykja okkur vera merk tíð- indi því að það er ekki svo algengt að konur veljist til forystu og þá sérstaklega þegar við horfum til fyrirtækjanna í landinu. Það er því rík ástæða til að vekja athygli á þessu því þetta eru um leið skila- boð sem við erum senda ungu stúlkunum, um að þeim séu allir vegirfærir," sagði Svandís Ingi- mundardóttir. Svandís sagði það m.a. hlutverk Kvenréttindafélagsins að draga athyglina að svona atburðum þegar þeir gerast, eins og þessu tilfelli þar sem kona var kjörin formaður UMFÍ. Hildur Helga Cisladóttir, Halldóra Traustadóttir, MargrétSteinarsdóttir og Svandís Ingimundardóttir frá Kvenréttinda- félagi íslands eru hérmeð Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur sem heldur á blómvendinum. Með þeim á myndinni erAskur Amenuvor, sonur Halldóru. playrfiegame “ww.nlainneBa, Eiríkur Þorláksson frá menntamálaráðuneytinu, til vinstri á myndinni, flutti ávarp við lok ráðstefnunnar. Hérsésthann á tali við Jens Sejer Andersen, forsvarsmann Play The Game. Forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flutti erindi á ráðstefnunni, sem vakti mikla athygli. Ráðstefnan Play The Game var haldin dag- ana 28. október til 1. nóvember en hún var einn liður í 100 ára afmæli UMFÍ. Ráðstefnan þótti takast mjög vel en hana sóttu 260 erlendir íþróttafréttamenn og háskólafólk frá 50 þjóðlöndum. Play the Game, sem er eina óháða ráðstefn- an um íþróttir í heiminum, var haldin á Grand Hótel í Reykjavík. Á opnunarhátíðinni flutti m.a. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti (slands, erindi sem vakti mikla athygli. Magnús Scheving sagði frá uppbyggingu Latabæjarog Helga Guðrún Guðjónsdóttir, nýkjörinn formaður UMFf, ávarp- aði ráðstefnuna. Á ráðstefnunni voru hvorki fleiri né færri en 80 fyrirlesarar sem héldu erindi um ýmislegt sem snýr að íþróttum. Rauði þráðurinn í ráð- stefnunum fram að þessu hefur verið að taka fyrir og kryfja ýmis áhugaverð mál í heimi íþrótt- anna víðs vegar um heiminn, varpa Ijósi á pólitísku hliðina á íþróttum sem er oft á tíðum með ólíkindum, skoða lyfjamál, spillingarmál auk þess sem ýmsir þekktir einstaklingar úr heimi íþróttanna halda fyrirlestra. Congress Reykjavík hafði veg og vanda af undirbúningi ráðstefnunnar í samvinnu við for- svarsmenn Play the Game, UMF( og Samtök íþróttafréttamanna. Þetta var í fimmta sinn sem PlayThe Game er haldin en sú fyrsta fór fram 1997. Þetta er hins vegar ífyrsta skipti sem hún er haldin utan Danmerkur. Erlendu gestirnir fóru meðal annars að Gull- foss og Geysi og sögðu eftir hana að sú ferð myndi aidrei renna þeim úr minni. Heiðursverðlaun Play the Game að þessu sinni fékk Sandro Donati frá Ítalíu en hann hefur verið í fararbroddi þar í landi í að berjast gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. 8 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.