Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Side 2
GUÐBRANDUR JÓNSSÖN, prófessor: ! S j ó r i n n ■ ■ gaf og sjórinn > tók Það er gamalt -máltæki, að lengi taki sjórinn við, og hefir það að geyma forna og þrautpróf- aða reynslu þjóðarinnar. Það bar fljótt á því, að þeir menn, sem þetta land byggðu, myndu verða vermannaþjóð. Annar maður sá, er hér á landi hafði veturvist, var Flóki Vilgerðarson. Hann og menn hans sátu í Vatnsfirði við Barða- strönd fyrsta veturinn, sem þeir voru hér. „Þá var fjörðurinn fullur af veiðiskap", segir í Landnámu, „ok gáðu þeir eigi fyrir veiðum at fá heyjanna, ok dó allt kvikfé þeirra um vet- urinn“. Þar með var mörkuð framtíð lands- manna, þeir áttu að verða sæfarar og fiski- menn, og sá starfi þeirra átti að sitja í fyrir- rúmi fyrir starfi þeirra að búskap. Fyrst framan af um langt skeið var þó hvort- tveggja rekið samsíða af sömu mönnum, og varð naumast á milli séð, hvor atvinnugreinin væri betur rækt, en þó mun landbúnaðurinn hafa þótt vera sjávarútvegnum fremri alveg fram á öldina, sem leið. Eftir hana miðja skaut sjávarútvegurinn landbúnaðinum aftur fyrir sig, og æ lengra eftir því, sem nær hefir dregið vorri tíð, en nú er engum blöðum um það að fletta, að landsmenn sækja aðalviðurværi sitt í sjóinn. Það er enginn efi á því, að nú er sjáv- arútvegurinn meginstoðin undir landshagnum, og fólkið leitar því nú úr sveitunum á mölina, sem svo er kallað, til starfs hjá þeim atvinnu- veginum, sem mest gefur í aðra hönd. Lái það hver, sem getur og vill, enda þótt skiptar séu skoðanir um, hvað holl þessi breyting er, þegar hún gengur svona fljótt yfir. En rás atvikanna ber ósveigjanlega nauðsyn sína í sjálfri sér, og henni verður ekki breytt, hvernig sem líkar. Það hefir breyzt afarmargt um aðstöðu og háttu íslenzkra farmanna og fiskimanna frá því í fyrndinni. Til forna og alveg fram á síðustu öld, og jafnvel fram á þessa, var ekki til nein íslenzk fiskimanna- og farmannastétt. Það voru þá sömu menn, sem stunduðu landbúnað og út- veg; þeir skiptu aðeins orfi fyrir ár á vertíð- inni og ári fyrir orf um heyannir. Nú eru fiskimenn og farmenn orðnir að stórri stétt, sem ekkert stundar nema sjóinn og hefir af honum allt framfæri sitt. Til forna sóttu menn, vegna ófullkominna tækja og vinnubragða, með meiri fyrirhöfn og meiri áhættu en nú, minni afla úr iðrum sjáfarins, en gerist á vorum dög- um. Nú sækja miklu fleiri menn margfallt meiri afla úr sjáfardjúpinu með minni fyrirhöfn og minni áhættu en forfeðurnir. Hvort afkomend- urnir, þrátt fyrir meiri afla, sæki meiri verð- mæti í sjóinn en forfeðurnir, er alls óvíst; það þyrfti flókin reikningsbrögð til þess að ganga úr skugga um það, því peningagildi og verðein- ingar eru svo gjörraskaðar frá því í þá daga. Verkhættir breytast með viðhorfi manna til lífs og starfa, en viðhorf manna til lífsins er sífellt á hverfanda hveli. Viðhorf manna til dauðans lýtur aftur á móti öðrum lögum. Það er að vísu ekki hægt að stað- hæfa, að viðhorf manna til hans breyttist ekki, því það er mörgu háð, og þá fyrst og fremst trú- arbrögðum. En þó viðhorfið til hans sé að þessu leyti nokkuð sitt með hverjum hætti, þá eru aðalatriðin í því þó eins, og að því er virðist óbreytanleg. Það er enginn maður heill á geði, er sé svo skyni skroppinn, að hann viti ekki, að dauðinn bíður bans og allra manna og alls, sem með lífi VÍKINGUR 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.