Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 3
er, fyrr eða seinna. Þó er það mála sannast, að fátt er það, sem menn búast síður við, en að dauðinn standi fyrir dyrum þeirra; það má svo segja, að hver maður, og það jafnvel þó dauð- vona sé, haldi sig enn eiga eitthvað eftir ólifað. Þetta stafar ekki af því, að menn hafi ekki beyg af dauðanum, því þann ugg forðast eng- inn af eigin rammleik: sem var enginn sikling frægur að sínum dauða ei kvíði. Þeim ótta fá trúarbrögðin ein stuggað frá, eins og Hallgrímur Pétursson segir í sálminum, sem mun verða sunginn yfir okkur flestum: 1 Kristi krafti ég segi kom sú sæll þá þú villt. Þessi vissa manna um það dag hvern, að dauði þeirra sé ekki fyrir dyrum, er vörn, sem mild náttúran veitir gegn óttanum við hann, sem annars mundi sturla oss og lama vinnu- þrekið. Það er þó ekki aðeins viðhorf manna til dauða sjálfra þeirra, sem er fast að uppi- stöðu; viðhorf þeirra til dauða náungans er og með föstum og óbreytilegum svip. Þótt vissa dauðans um aldaraðir hefði átt að geta vanið mannfólkið við hann, eins og það venst öllu öðru, þá er hann samt enn í dag sama furðu- lega og geigvænlega fyrirbrigðið í augum manna, eins og hann var, þegar hann bar að mennskum manni í fyrsta skipti. Enn standa menn þögulir við börur náungans, jafnvel þótt hinir látnu séu menn, sem komnir voru að fótum fram og féllu fyrir sigð ellinnar. Miklu frekar þyrmir þó yfir menn, þegar dauðinn ber mönnum á bezta aldri að höndum; þá fatast mönnum skilningur á því, hvers vegna náttúran vinni verk, er virðist svo tilgangslaust. Það er ríkt í mönnum, að ellin sé eðlileg endalok æf- innar, og dauði ungra manna virðist mönnum því hvað hryggilegastur, enda þótt menn hafi vanist honum jafnt og dauða annarra. En hvað átakanlegast er það, þegar villt náttúruöfl, skæðar drepsóttir eða ófriðarathafnir fella mannskóginn í hrannir, svo að kestir dauðra, gamalla og ungra, liggja eftir, og þó hafa menn átt þessu að venjast ekki síður en öðru. Svona er þetta, svona erum við öll, og svona Magnús Pálsson iéll í skipakví í Englandi þ. 28. janúar síðastl. og drukknaði. Ingólfur Ólafsson drukknaði í Vest- m.eyjahöfn af m. b. Friðrik þ. 12. jan. síðastl. Sig. Bjarnason fórst með m. 1). „01ga“ þ. 9. marz síðastl. Magnús Pálsson, stýrimaður. Ingólfur Ólafsson, háseti. Sigurður Bjarnason, vélstjóri. hefir það verið öldum saman, að vér höfum aldrei lært að fella okkur við hinn óaðskiljan- lega förunaut vorn, dauðann, hvernig sem hann hagar sér. Öllu öðru hafa mennirnir vanist, en honum einum ekki. Hvernig víkur þessu við? Er það myrkfælni, sem veldur, óttinn við ráðningu hinnar miklu rúnar lífsins, sem dauðinn fljótt á litið færii’ að höndum? Hann gerir það að vísu ekki; sú rún er þegar ráðin. Dauðinn í daglegum skilningi orðsins — endalok lífsins — er ekki til. Lífið og dauðinn í þeim skilningi eru andstæður, sem útiloka hverja aðra. Það, sem skóp lífið, hlýtur að vera þrotlaust, og eins hlýtur þá að vera um það, sem það skóp. Lífið lifir, og dauðinn er ekki annað en breyting á lífsformi. Þetta eru ofureinföld sannindi, ef 3 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.