Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 4
menn vilja vel að gá, sem mönnum þó enn'ekki
hefir lærzt að fullu.
Hitt mun sanni nær, að það valdi öðru frem-
ur óhugnan manna af dauðanum, að hann slítur
ættar- og vináttubönd í allar áttir, bönd, sem
eru mönnum kær, bæði sakir eðlis þeirra og
vana við þau, og að ekki sé þetta sízt svo, þegar
bönd þessi eru rofin vofeiflega, viðbúnaðar- og
fyrirvaralaust. Þetta er einkar eðlilegt, því
menn verða svo fast tengdir tíma sínum og um-
hverfi að staðháttum og mönnum, að ógerning-
ur má heita að flytja þá þar úr einu í annað.
Hið eiginlega umhverfi að mönnum, sem vér
lifum í, er svo tiltölulega þröngt og fáliðað, að
hver breyting og skerðing á því er alltaf hlut-
fallslega mikil og hlýtur að valda mikilli rösk-
un, minni, ef þessi skerðing er um stundarsakir,
meiri, ef hún er fyrir fullt og allt.
Það er nú búið að tala svo margt og mikið
um baráttu sjómanna vorra við Ægi, að hér
þarf engu við að bæta. Sjómennskan er, sjeð
frá bæjardyrum kaldrar hugsunar, venjuleg
atvinnugrein, sem er allmjög áhættusamari en
margar aðrar atvinnugreinar, og langáhættu-
samasta atvinnugrein hérlandsmanna. Það fylg-
ir allri vinnu og öllu mannlegu lífi áhætta, mis-
jafnlega mikil, eins og segir í sálminum:
Ég geng í hættu, hvar ég fer.
Maðurinn, sem velur sér sjómennsku að lífs-
starfi, hlýtur að þekkja áhættuna, sem henni
fylgir, og velur hana samt. Honum getur gengið
margt til. í ungum og hraustum mönnum er
æfintýraþrá, — angalýja af framtakssemi hins
andlega óbæklaða manns, — og fáar stöður eru
jafnlíklegar til að leiða menn út í æfintýrið eins
og sjómennskan, sem getur teymt menn út um
allar álfur. Að því leyti er starfið glæsilegt, og
ólíkt glæsilegra en starfið í stórverksmiðjun-
um, sem er engu áhættuminna. Þessi þrá mun
hjá mörgum verða sterkari en eðlilegur beygur
af áhættu, og mannlegt eðli er svo, að menn full-
hraustir treysta því alltaf, að þeim hlekkist
ekki á.
Vér köllum náttúruöflin villt, og það er vafa-
laust rangt, því þau hljóta að vinna eftir
skorðuðum lögmálum, eins og allt sem vér þekkj-
um. En oss sýnast þau vera villt, af því að vér
Drukknuðu af m.b. Hjördísi.
Friðrik Helgason,
háseti.
Jón Ólafur Júlíusson,
háseti.
þekkjum ekki lögmálin, sem þau vinna eftir;
því virðast okkur þau starfa reglulaust, og því
koma þau alltaf flatt upp á okkur. Náttúruöfl-
in eru svo gerð, að þau vilja ekki láta raska
eðli sínu og ró, og nær sem mennirnir reyna
það, fylgir því megn áhætta. Það er eðli sjáv-
arins, að fiskarnir hafizt við í djúpum hans,
og það er að raska eðli hans, ef reynt er að
svipta þeim þaðan; því er það áhættustaða, bar-
áttustaða að vera fiskimaður. Það er barist við
eðli náttúrunnar, og nær sem er, kann hún að
rísa upp til andstöðu, og er þá ekki að sökum
að spyrja, hver betur hafi, öfl eilífðarinnar eða
mannlegur veikleiki.
I þessari baráttu hafa íslenzkir fiskimenn
staðið síðan land byggðist, og þeir hafa orðið
að gera það, því þetta land er óbyggilegt,
nema landsmenn njóti sjávaraflans. Það má
segja, að stundum hafi sjórinn það til að gera
gælur við íslendinga, spegilsléttur og fullur f
fiski, en stundum hefir hann líka grett sig og
hefnt og sogað menn og tæki ofan í djúpið. —
Þetta hefir alltaf verið svo hér; sögur vorar,
annálar og aðrar heimildir segja oss þetta allt-
af upp aftur og aftur, en alltaf hafa íslend-
mgar eftir hvert áfallið sent nýja menn og ný
tæki út á djúpið. Lengi tekur sjórinn við, og
mun alltaf gera það, meðan nokkur Islendingur
og nokkur maður leitar út á djúpið eftir fangi.
Afhroðið, sem landsmenn bíða, er gífurlegt, og
svo, að fróðir menn segja, að það myndi vera
VÍKINGUR
4;