Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 5
minna, ef íslendingar hefðu lagt árar í bát og tekið vopn í hönd og barist í skæðum ófriði. Þegar einstakt slys á sjónum ber að fer hroll- ur um marga, og alla þá, sem eiga einhverja sér vandabundna þar. Þeir hugsa: „f dag mér, á morgun þér“. En þegar sjórinn hleður nið- ur valköstum, þá fer hrollur um alla, því að enginn mun sá íslendingur, jafnvei þó hann hafi aldrei á sjó komið, að ekki nái sjórinn til hans og fái höggvið í hans knérunn. Þessu eru fs- lendingar vanir frá upphafi íslands byggðar, en alltaf vakna hinar sömu hugsanir í hvert skipti, er slíkt ber að höndum, enda þótt menn viti, að að því hljóti að reka aftur fyrr eða síðar, og séu því undir það búnir. Það stendur ekki á oss íslendingum að mikl- ast af menningu vorri, þó í hvern einstakan svip kunni ekki alltaf að vera af miklu að raupa, en þá er venjulegast fyllt upp í eyður líðandi stundar með verðleik fortíðarinnar, rétt eins og hann væri nútíðinni að þakka. Hitt er af oss íslendingum sjaldnar metið oss til menningar og ágætis, að vér erum friðsöm þjóð, vopnlaus og viljum ekki vopn bera. Það er naumast til þrosk- aðri félagshyggja en það, að vilja ekki beita of- beldi og ekki valdi, heldur rökum og jöfnuði. Það má segja, að þessi menning sé orðin hverj- um íslending í blóðið borin, enda þótt hún hafi ekki skapazt af íslenzkri manndyggð í önd- verðu; hún er upprunalega sprottin af því dáð- leysi, sem aldir harðinda og skorts ólu upp í þjóðinni, en fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott, því síðan hafa vígaferli og mannfall sneitt hjá vorum görðum. Það er að vonum, að vér íslendingar skiljum ekki, held- ur beinlínis fyrirlítum, hernaðarhug og styrj- aldir, þann hug, sem sendir alla vopnfæra menn heilla þjóða út í opinn dauðann, og það er ao vonum, að vér fyrir langa reynslu höfum treyst því, að afleiðingar slíkra óskapa myndu hjá oss sneiða. En nú er að því komið, að vér verðum fyrir barðinu á því, og hafa nú síðustu daga allmargir Islendingar orðið að falla fyrir víg- vélum og vopnum. Slysfarir á sjó koma að því leyti ekki flatt upp á oss, að vér vitum, að þær hlýtur að bera að, en hitt kemur alveg aftan að oss, að nú séu íslendingar með vopnum vegnir, og slæi' Skipverjar af Hirti Péturssyni, er fórst með allri áhöfn þann 7. marz síðastl. Eiríkur þorvaldsson, skipstjóri. Unnar Hávarðsson, stýrimaður. Svcinn Helgi Oddsson, vélamaðvu'. Jón Guðni Stefánsson, háseti. Andrés Ágústsson, háseti. Viktor Knudsen, háseti. því fullum óhug á þjóðina. Það er að vísu, að á þessu máttum vér eiga von, því þegar hung- ur og svelti er orðið eitt helzta hernaðartækið, 5 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.