Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Page 6
er ekki þess að vænta, að stríðsaðiljar láti oss
haldast það uppi að flytja andstæðingum sín-
um matbjörg, enda eru þeir búnir að vara skýrt
og greinilega við hættunni. Það mannfall, sem
orðið hefir í liði íslands á þennan hátt, er ekki
af völdum sjávarins, en það gerist á honum, og
vér bókum það því í dálka hans. Það hefir hing-
að til ekki verið talið að leggja í beina tvísýnu,
að fara um sjóinn, og því hafa menn árætt það,
en nú er það í bili orðinn beinn lífsháski að sigla
skipum vissar leiðir, og sízt er fyrir að synja,
að svo fari, að vér íslendingar séum ekki óhultir
á þurru landi heldur. Vér vitum, að aðtektum
náttúruaflanna verður ekki afstýrt, en hitt
skiljum vér ekki, að ekki ætti að mega sefa
grimmd og ágengni manna.
Þó sjórinn taki lengi við, er hann misjafn-
lega djarftækur; stundum hefst hann lítt að
eins og hann væri að svæfa varfærni manna,
en þess á milli rýkur hann upp og eyrir helzt
engu, og það, sem af er þessu ári, hefir hann
gerzt oss nærgöngulli en nokkru sinni áður. Frá
því um áramót má svo heita, að hrakföllunum
hafi ekki linnt.
Fyrsta áfallið varð í Vestmannaeyjum 12.
janúar. Þá drukknuðu tveir menn, er voru að
leggja bát þar á höfninni, þeir:
1. Einar Björnsson, fæddur 15. ágúst 1894.
Kvæntur og átti 5 börn.
2. Ingólfur Ólafsson, fæddur 23. janúar 1914,
ókvæntur .
Næst gerðist það 28. janúar, að
3. Magnús Pálsson stýrimaður á vélbátnum
„Vöggur“ féll í skipakví á Englandi og fórst.
Hann var fæddur 19. nóv. 1902, kvæntur og átti
eitt barn; var þar, auðvitað óbeinlínis, um af-
leiðingar ófriðarins að ræða.
Tveim dögum síðar, 30. janúar, tekur sjórinn
aftur skatt. Þá var vélbáturinn ,,Baldur“ úr
Bolungarvík í róðri. Var þann dag versta veð-
ur, og hefir ekki til bátsins spurzt síðan, svo
að víst er um afdrif hans. Með bátnum fórust:
4. Guömundur Pétursson, formaður, fæddur
11. okt. 1909, ókvæntur og barnlaus.
5. Ólafur Pétursson, bróðir Guðmundar, fædd-
ur 14. apríl 1913. Kvæntur og átti eitt barn.
6. Runólfur Hjálmarsson, mágur Ólafs, fædd-
ur 14. apríl 1912. Kvæntur, áttti tvö börn.
Gullfoss-slysið.
Hér birtast mynd-
ir af skipverjun-
um 19, sem fórust
með e. s. Gull-
fossi í fúrviðrinu
þann 27. og 28.
febr. s. I.
Finnbogi Kristjánsson,
skipstjóri.
Indriði Filipusson,
1. vélstjóri.
Stefán Hermannsson,
1. stýrimaður.
Ólafur Ólafsson,
fiskilóðs.
Guðlaugur Halldórsson
2. vélstjóri.
7. Óslcar Halldórsson, fæddur 9. sept. 1916.
Kvæntur systur þeirra Ólafs og Guðmundar. Er
Guðmundar nánar getið á öðrum stao í blaðinu.
Hér er höggvið í einn venzlamannahóp; allir
hinir látnu eiga aldurhnigna foreldra á lífi.
Nóttina milli 30. og 31. janúar, síðari hluta
VÍKINGUR
6