Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Page 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Page 7
nætur, reið holskefla á bátinn ,,Pilot“ úr Ytri- Njarðvík, nokkrar mílur norður af Garðskaga. Var það þakkað snarræði skipstjórans, Daníels Ögmundssonar, að báturinn sökk ekki. Tók um leið út fimm menn af bátnum, og náðust ekki aftur, nema tveir þeirra; hinir fórust, en það voru þeir: 8. Hörður Sæmundsson, 2. vélstjóri, 20 ára gamall. 9. Ólafur Láruson, háseti, 34 ára gamall. 10. Árni Guðjónsson, háseti, 22 ára. Þetta er óneitanlega mikil blóðtaka, 10 manns á liðugum hálfum mánuði, auk missis tveggja skipa. En ólánið átti eftir að herða sig. Þriðjudaginn 19. febrúar var vonzkuveður á Vestfjörðum, og var vélbáturinn ,,Hjördís“ frá ísafirði þá á sjó. Fékk báturinn á sig brotsjó í óveðrinu og tók út 3 bátverja. Einum tókst að bjarga, en hinir fórust, þeir: 11. Jón Ólafur Júlíusson, háseti, 30 ára; lætur eftir sig konu og tvö börn. 12. Friðrik Helgason, háseti, 26 ára. Ókvænt- ur, en var fyrirvinna aldraðra foreldra. Mesta ofviðri, sem komið hefir hér á landi um margra ára skeið, geysaði 27. og 28. feb- rúar. Var ofsinn mikill um land allt, en mestur þó við Faxaflóa, og mældist þar veðurhæðin 12 stig, þegar hvassast var aðfaranótt þess 28. — Skipskaðar og skipsströnd urðu víða, en mest við Faxaflóa, og sérstaklega í Keflavík. Er ærin eftirsjá í skipum, en það var ekki ein báran stök, því ofan á það bættist, að 25 menn fórust. Vélbáturinn „Hjörtur Pétursson“ reri um þess- ar mundir. Miðvikudaginn 26. fór hann í róð- ur, og fórst hann með allri áhöfn, að talið er fimmtudaginn 27., undan Garði. Hinir látnu eru: 13. Eirílcur Þorvaldsson, formaður; kvæntur og þriggja barna faðir, ungra. 14. Unnar Hávarðsson, stýrimaður; ókvænt- ur. 15. Helgi Oddsson, vélarmaður; ókvæntur. 16. Andrés Ágústsson, háseti. Lætur eftir sig konu og eitt barn. 17. Vilctor Knudsen, háseti; ókvæntur. 18. Jón Stefánsson, háseti. Kvæntur; átti eitt barn. í sama ofviðrinu fórst togarinn „Gullfoss“; Böðvar Jónsson, háseti. Magnús Guðbjartsson, matsveinn. Hans Sigurbjörnsson, bræðslumaður. Jón Stefánsson, háseti. Vilhjálmur Jónsson, háseti. Maron Einarsson, kyndari. Sigurður Egilsson, kyndari. Magnús þorvarðsson, háseti. 7. VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.