Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 14
urs. Það er óhugnanlegt að lesa skrána yfir hina látnu, en það er þó eins og manni aðeins létti í bili, er maður við nafn einhvers þeirra les, að hann hafi verið ókvæntur. En enginn mælir þann harm, sem hinir eftirlátnu bera; slíkt er allajafna ómæli. Það hefir nú verið gripið til þess sjálfsagða ráðs, að láta siglingarnar til Englands leggj- ast niður í bili. Það er einkenni á hinu forn- ræmda íslenzka tómlæti, að hér er fyrst farið að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í. Það hefir frá því ófriðurinn milli Þjóðverja og Breta brauzt út verið augljóst, að eitthvað slíkt sem þetta myndi geta gerzt eða jafnvel hlyti einhvern tíma að gerast, þó menn hafi ekki viljað trúa því. í hverju velskipuðu þjóðfélagi á alltaf fyrii-fram að vera búið að hugsa fyrir öllum hættum, sem að því kunna að steðja, jafnt mögulegum sem ómögulegum, og vera búið að ákveða, hvað skuli gera, er hverja hættu ber að höndum, svo að ekki þuríi að gera ann- að, þegar til átakanna kemur, en grípa tafarlaust til þess úrræðis. Hér á íslandi er slík fyrirhyggja ókunnug; hér er aldrei fyrir- hyggja fyrir neinu, heldur er allt látið drasla töluvert langt fram yfir síðasta augnablik. Þá fyrst er hafist handa og farið að skyggnast um, hvað hægt kunni að vera að gera úr því sem komið sé. Að þessu sinni hefir því miður farið eins, og gáfu þó allar hinar breyttu og óvenjulegu ástæður fullt tilefni til, að stjórn og þjóð hyggði fast fram fyrir sig, bæði um þetta efni og annað, en það var ekki gert. Þetta er ekki ásökun til neins eins manns eða neinna, heldur til vor allra, því þetta er sorglega í sam- ræmi við íslenzka þjóðarlund. Því er þó ekki að leyna, að það hefir komið flatt upp á suma, að einstöku stjórnmálamenn, sem bolast hafa fram í fylkingarbrodd, hafa bersýnilega ekki skilið alvöru þessa hættutíma og reynt á hon- um að halda uppi hinum venjulega íslenzka glingurstjórnmálarekstri, þar sem málefnín sjálf eru fallegir flöskumiðar á ílátum, sem ýmist er ekkert í eða allt annað og verra en á miðanum stendur. Slíkt skilningsleysi, andvara- leysi og gáleysi, ef það skyldi ekki vera annað verra, er stórskaðlegt á hættutímum sem þess- um. Nú gildir að skilja hættuna og sjá við henni Árelíus Guðmundsson, háseti. Runólfur Sigurðsson, skrifstofustjóri. Hávarður Jónsson, háseti. i þorsteinn Karlsson, háseti. eftir föngum í tíma, en þeir menn, sem kunna ekki að óttast, þegar hætta er á ferðurn, eru fífl eða sturlaðir. Meðan á ófriðnum stendur, verða allir landsmenn að róa samtaka á bæði borð að lausn þeirra vandkvæða, sem hann færir að höndum, en þá sem ekki kunna eða ekki vilja hafa áralagið, verður að reka frá ræðunum. Það rekur nú nauður til, að siglingar vorar, að minnsta kosti til Englands, leggist niður í bili. En ísland getur ekki til lengdar verið siglingalaust, því að þá yrði að óbreyttum lifn- aðarháttum skammt til hungurs hér á landi. Það er nú nauðsynlegt að tryggja öryggi sjó- manna vorra og skipa, svo sem auðið er, og er þá auðsætt við hverja þarf um það að semja, en þegar ekki verður frekar að gert í því efni, þá verður að taka upp siglingar á ný, og sjó- mennirnir verða þá að skoða sig sem hermenn þjóðar vorrar og taka á sig þá hættu, sem ó- gerningur reynist að bægja frá. Meðan þetta land er byggt, munu landsmenn vera sæfarar og fiskimenn, og jafnlengi mun VÍKINGUR 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.