Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Page 15
SÉRA ÁRNI SIGURÐSSON: Mirmingarorð um skipverjana er létu lífið við árásina r a e.s. Fróða Að tilhlutun sjómannasamtakanna var ræða þessi flutt af stiórnpalli e.s. Fróða, er hann lagðist að bryggju í F.sykjavík eftir hina hræðilegu árás. „Mjök erumk tregt tungu at hræra“. Með þeim orðum hóf fornskáldið harm- þrungna Sonatorrek. íslenzku sjómannastétt- inni er líkt innanbrjósts nú og honum var þá. Hún á margra hraustra sona að sakna, sem lát- ið hafa líf sitt úti á hafinu á síðustu vikum og mánuðum. Vér erum vanir því íslendingar, að að hraustustu synir þjóðar vorrar falli í baráttu sinni við blind náttúruöflin, stundum einn í senn, stundum fáir, stundum margir. En hitt er oss nýtt, að þeir falli fyrir blindu grimmdar- æði hernaðarins, og það með þeim hætti, sem hér hefir orðið. Þegar slík ódæmi gerast, þegar slíkar feiknafregnir berast oss til eyrna, verð- um vér gagntekin þeim tilfinningum, sem svo eru sterkar, svo djúpar og sárar, að „þeirra mál ei talar tunga“. Vér Islendingar erum „fáir, fátækir og smáir“ á mælikvarða hinna voldugu heimsdrottna þessarar ógnaaldar. Og atburðir þeir, sem gerast hjá oss eru miklir í augum vor- um, vekja vísast litla athygli í þeim ferlega hild- arleik, sem nú er háður. Þegar vér verðum að kenna á ofurefli hinna stóru og sterku, getum vér aðeins skotið málum vorum undir dóms- úrskurð hins eilífa réttlætis. Ættjörð vor og þjóð á ekki „sakar afl við sonar bana“. Vegna alls þessa er oss „tregt tungu að hræra“, í sambandi við þann sonamissi, er þjóð vor beið í falli hinna 5 skipverja á línuveiðar- anum Fróða. í meira en þúsund ár hafa íslenzkir sjómenn lagt út á djúpið til að sækja þjóð sinni björg og blessun í nægtabúr hafsins. í meira en þúsund ár hafa íslenzkir farmenn snúið stöfnum tíl annarra landa, til þess að selja varning þjóðar- innar og flytja heim andvirði hans, þjóðinni til viðurværis. í allar þessar aldir hafa íslenzkir sjómenn og farmenn verið þjónar friðarins og hinna vinsamlegu viðskipta við aðrar þjóðir. — Þeir hafa verið friðarins stríðsmenn og farsælir bjargvættir sinnar eigin þjóðar. Og jafnframt hafa þeir, og það aldrei fremur en nú, síðan styrjöldin hörmulega hófst, verið hjálparhellur og bjargvættir stéttarbræðra sinna og annarra nauðstaddra manna af öðrum þjóðum. Þeirra skjöldur er hreinn. Guði sé lof. Og segja má, að á þann skjöld séu rituð einkunnarorðin: — Hreysti, drengskapur, fórnarlund. Hjá oss íslendingum hefir sú heilaga hugsun þróast í meiri friði en víða annars staðar, að allir menn séu frá skaparans hendi jafnbornir til gæða jarðarinnar, allir eigi þar rétt til að njóta fegurðar og gleði lífsins, og allir eigi þeir að lifa saman í bræðralagi. Sjómannastéttin ís- lenzka hefir af mikilli hreysti þjónað þessari Framhakl á bls. 30. sjórinn taka við þeim mannfórnum, sem hann vill heimta af því tilefni. Við það verðum við að sætta okkur; það er áhætta verkalýðsins, og við sjóinn eigum við ekki sakarafl. En þá sjó- rnenn vora, sem hafa látið lífið fyrir vopnum, getum vér ekki látið liggja óbætta hjá garði. Blóðhefndir viljum vér engar, og þó vér vild- um, erum vér ekki menn til að koma þeim fram. Enginn maður verður bættur að fullu, og ekki þeir heldur, en vammalausir mættum vér telj- ast, ef vér létum bæta þá á þann veg, að ör- uggar siglingar héldust eftir þetta. Þá hefðu þeir ekki látið líf sitt fyrir gíg. Á þann veg sýndum vér minningu þeirra mestan sóma. 35 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.