Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 16
1. /2. í skjaldarglímu Ármanns í gærkveldi varð Kjartan B. Guð- jónsson sigurvegari. * 2. /2. íþróttasamband íslands minntist 25 ára afmælis síns moð fjölbreyttri skemmtun í Iðnó. * 3. /2. Gefið út opið bréf á ráðu- neytisfundi, um að Alþingi skuli koma saman 15. þ. m. * 4. /2.Við skráningu atvinnuleys- ingja í Reykjavík létu aðeins 24 menn skrá sig. Á sama tíma í fyrra voru þeir 553. * 5. /2. Vestfirðingar eru almennt hættir róðrum vegna tundurdufla- hættu á miðunum. * Færeyskt fiskiskip, „King Art- hur“, sem lá undir Voga-Stapa, sleit upp og rak í land. Brotnaði það í spón. * 6. /2. Við könnun í skólum Reykjavíkur kom í ljós, að 12— 33% nemenda vantaði i skólana vegna inflúerizufaraldursins í bænum. Rætt um lokun skólanna. * Áei'kfall loftskeytamanna á tog- urum hófst á hádegi, en kl. 6 e. h. var verkfallinu aflétt, því að þá höfðu samningar náðzt. * 7. /2. Samkomubann sett á í Reykjavík og I-Iafnarfirði og skól- um lokað vegna inflúensufarald- ursins. * Maður að nafni Davíð Sigurðs- son járnsmiður fannst í húsagarði í Reykjavík mikið særður, með brotna höfuðkúpu og meðvitund- arlaus. Ókunnugt um með hvaða liætti hann hefir hlotið áverk- ana. * 8. /2. Sakadómari sýknaði Sig- urð Benediktsson póstmann af landráðaákæru herstjórnarinnar brezku. * Flugvélin TF Örn fann mótor- bátinn „Tjaldur", sem farið hafði í róður frá Vestmannaeyjum dag- inn áður og ekki náð landi. Sótti varðskipið Ægir bátinn að til- vísun flugvélarinnar. * 9. /2. þýzk sprengjuflugvél flaug yfir Selfoss, Reykjavík og víða yfir Reykjanesskaga kl. 11—12 um morguninn. Ekki varpaði flug- vélin niður sprengjum, en skaut úr vélbyssum á hermannaskál- ana við Ölfusárbrú. Tveir setu- liðsmenn særðust. Skotið var á flugvélina úr loftvarnabyssum, en hún slapp við skotin. * í bílslysi, sem varð skammt fyrir ofan Baldurshaga í Mosfells- sveit, i>eið unglingspiltur úr Reykjavík, Guðmundur Eiríksson að nafni, bana, en annar piltur hlaut stórmeiðsl. * Sprakk tundurdufl í fjörunni við bæinn Hurðarbak á Melrakka- sléttu. Slys varð ekki af. * 10. /2. Andaðist Davíð Sigurðs- son járnsmiður, sá, sem fannst meðvitundarlaus í húsagarði í Reykjavík þ. 7. þ. m. * 12./2. Upplýst að ríkisstjórnin hafi yfir að ráða rúmum 5 milj. króna, sem Bretar hafa greitt og verja á til uppbótar á þær út- flutningsvörur, sem harðast vel'ða úti vegna styrjaldarinnar. # 14./2. Firnmtugur Friðrik J. Rafnar vígsluhiskup á Akureyri. * Strandaði belgiskui' togari, „Ge- orge Edward" á Bólhraunsfjöru á Mýrdalssandi. — Sjö skipverjar björguðust í land, einn fórst, en þríi' urðu úti á sandinum, áður en þeir næðu til byggða. * 15./2. Alþingi íslendinga sett. * 17. /2. Andaðist ísólfur Pálsson tónskáld. * 18. /2. Samkomubannið í Reykja- vík og Hafnarfirði upphafið. * 20./2. Drukknuðu 2 menn af vél bátnum „Hjördís" frá ísafirði. — Báturinn var í fiskiróðri og tók 3 menn út af honum, en einum þeirra tókst að bjarga. * Tvö tundurdufl rak á land á Ströndum. * 22./2. Yfirforingi Finna í frelsis- str'iði þeirra í fyrra vetur hefir sent íslenzku þjóðinni þakkar- bréf fyrir þá hjálp, er hún lét Finnum þá í té. # 26-/2. Stórbruni varð á Borðeyri. Brunnu verzlunarhús kaupfélags- ins, sláturhús þess og eitt stórt íbúðarhús. * 27./2. Geysaði norðaústan of- viðri um Suðurland. í veðrinu rak 2 vélháta á land í Keflavík og brotnuðu þeir báðir í spón. Erlent flutningaskip rak á land við Sjáv- arborg í Reykjavík. — Óttast að veðrið hafi valdið miklu tjóni og slysum á skipum í Faxaflóa, en frekari fregnir ekki fyrir hendi. V í K 1 N G U R 16 I

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.