Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Page 18
ÁRNI FRIÐRIKSSON, fiskifrœðingur:
Betri tækni viS fiskiveiða rnar
Ég hefi nokkrum sinnum áður, við ýmis tæki-
færi, bent á það, hve nauðsynlegt það væri fiski-
flotanum að hagnýta sér til fullnustu nýjustu
tækni á ýmsum sviðum. Nægir mér þessu til
sönnunar að benda á tvær greinar í Ægi, bls.
130—132 árið 1934 og bls. 186—190 árið 1937.
Það hefir verið drepið á það af ýmsum, oftar
en einu sinni, að íslenzki skipastóllinn væri að
ganga úr sér og þyrfti að endurnýja hann sem
fyrst, og er það hverju orði sannara. En það er
ekki nóg að í stað gömlu skipanna komi sams-
konar skip, aðeins ný, nýju skipin verða að vera
fullkomnari um ýmsan útbúnað en þau gömlu
voru. Um langa röð undanfarinna ára hefir ver-
ið þröngt í búi hjá útgerðinni íslenzku og lítið
svigrúm gefizt til þess að fylgjast með tíman-
um. En nú er, sem betur fer, öldin önnur. Nú
ætti útgerðinni að vera fært að afla tækja, sem
skipin hafa orðið að fara á mis við, en hvort
úr þeirri framkvæmd verður eða ekki, veltur
á því, hvort hlutaðeigandi mönnum er ljós þýð-
ing þeirra tækja, sem um er að ræða. Er það því
tilgangur minn með þessum hugleiðingum, að
benda útgerðarmönnum á 2—3 áhöld, sem ég
álít ótvíræðan hagnað fyrir skipin að eiga. Svo
þegar nýju skipin koma, eru áhöld þessi góð
og gild þar, eins og í þeim gömlu, og er því hér
í raun og veru að ræða um byrjun á endur-
nýjun og umbótum. Það er ekki laust við, að
við íslendingar höfum dregizt aftur úr síðustu
árin, þar sem er að ræða um notkun bergmáls-
dýptarmælis og átuvélar, en nú er tíminn til
þess að taka stökkið og meira að segja að kom-
ast á undan öðrum, eins og við eigum líka að
gera.
1. Bergmálsdý'ptarmælirinn. Allir íslenzkir
sjómenn kannast við þetta áhald og þekkja yfir-
burði þess, jafnvel eins og við höfum notað
það. Sem betur fer, hafa nú að ég held allir ís-
lenzkir togarar slíkt tæki, og fleiri skip, svo að
skipstjórinn þarf ekki annað en „styðja á
takka“, til þess að sjá dýpið með ljósmerki, sem
kemur fram á réttum stað á talnaröð. Eftir
því, sem ég hefi komizt næst, munu flest ís-
lenzk skip hafa „Marconi“-mæli. Nú er svo mál
með vexti að til er aukaáhald, sem setja má í
samband við þetta tæki, og er það sjálfritari,
sem ritar dýpið niður sjálfkrafa, ef mælirinn
er hafður í gangi. Þarf því ekkert að gera nema
hafa mælinn í gangi og sést þá á línuritinu,
hve mikið dýpið er, og hvernig það hefir breytzt
á því svæði, sem skipið hefir farið yfir, eftir
að mælirinn var settur í gang. Og annað, sem
er ennþá mikilvægara: Ef um grunnsævi er að
ræða, sést einnig, hvort botninn er sléttur eða
1. mynd: Á meðan farið var milli staðanna I og II,
var bergmálsdýptarmælirinn í þór (Marconi) og sjálf-
ritari hans hafður í gangi. Fyrst var notaður stærri
mælikvarði sjálfritarans, en skipt á minni mæli-
kvarðann, þar sem þverstrikið er á myndinni. Úr
því var minni mælikvarðinn notaður alla leið til II.
VIKINGUE
18