Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 23
Hin skoðunin, sem var borin fram af sjó- mönnum utan af landi, var sú, að námskeið eða skólar yrðu settir á stofn úti um land, er veittu all frekari réttindi en áður voru, eða skipstjóra- réttindi á fiskiskipum allt að 200 rúml., en kennsla yrði aukin frá því sem áður var, eftir því sem nauðsynlegt þætti af sérfróðum mönn- um þar um. Með öðrum orðum, að sjómanna- stéttin fengi sína sérskóla úti um land, á sama hátt og aðrar stéttir þjóðfélagsins. Endirinn varð svo sá, að námskeið úti um land voru lög- fest, en réttindi er þau veita aukin úr 60 upp í 75 rúml. Kennsla í siglingarfræði var nokkuð aukin frá því sem áður var. Á sama tíma voru þau inntökuskilyrði sett við Stýrimannaskólann, meðal annarra, að við- komandi þyrfti að hafa siglt sem háseti í 18 mánuði á skipi yfir 75 rúml. Þótt einhverjar undanþágur hafi kannske verið veittar á þessu atriði, nær svona ákvæði vitaskuld ekki nokk- urri átt. Maður, sem búinn er að vera fleiri ár skipstjóri á skipi undir 75 rtSml., er ekki hæfur að komast inn í Stýrimannaskólann nema með einhverskonar undanþáguákvæðum. Ef athugaður er fiskiskipastóll landsmanna, sést, að einungis um 70 fiskiskip á landinu eru yfir 75 rúml. og þau flest af Suðurlandi, en önnur smærri skip um eða yfir 500 talsins. Sömuleiðis ber að athuga það, að flest hinna stærri skipa, að undanskildum togurum, hafa ekki verið gerð út nema um 2 mánuði ársins, allt fram til síðustu tíma. Erfiðleikarnir á því að komast inn í Stýri- mannaskólann eru með þessu gerðir svo miklir. að nærri má telja sem útilokun fyrir meiri- hluta sjómanna þeirra, er utan höfuðstaðarins búa, og það ekki sízt, þegar heita má, að til þess að komast sem háseti á eitthvað hinna stærri skipa, þurfi annaðhvort mægðir eða sér- stakan kunningsskap við málsmetandi menn hvers útgerðarfyrirtækis. Þessum útilokunarákvæðum skólans þarf skilyrðislaust að breyta, svo skólinn geti orðið skóli stéttarinnar, en ekki forréttinda skóli nokkurs hluta hennar. Inntökuskilyrði skólans þurfa á hverjum tíma að vera sniðin eftir þeim skipastól, sem sjómenn landsins hafa við að búa í hvert sinn. Verði á yfirstandandi Alþingi samþykkt að byggj a nýjan sjómannaskóla, geri ég ráð fyrir að á ný muni koma fram krafa um það, að fiskiskipstjóraprófið verði aðeins eitt, og þá tekið í Reykjavík. Eru þá orðnar stórum breytt- ar aðstæður fyrir sjómenn utan af landi, þar sem um fullkominn heimavistarskóla væri að ræða, og aðstæður þeirra til skólasóknar stór- um bættar. En nú er það Alþingis að svara því, hvers það metur sjómannastétt landsins. Hvort hin gullvægu orð eru meint sem meiningarlaust hjal eða ekki. Þessir þingmenn þjóðarinnar eiga nú innan skamms að fara að leita að mati þjóðarinnar á verkum sínum. Þess vegna mun sjómannastétt- in nú fylgjast vel með gerðum þeirra í þessu máli, og á sínum tíma launa þeim eftir verkum þeirra. Sv. Þorsteinsson. S j 6 m e n ri! Sendið Víkingnum til byrtingar stuttar og laggóðar greinar eða kvæði um daglega lífið á sjónum, eða myndir úr sjómannalífinu fyr og nú. Munið jafnan að Ví kingurinn er ykkar blað! 23 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.