Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Page 24
MINNINGARORÐ UM GUÐMUND PÉTURSSON OG SKIPVERJA HANS Guðmundur Pétursson, formaður á m.b. Bald- ur fi'á Bolungarvík, fór á sjó miðvikudags- kvöldið 29. janúar síðastliðinn og fórst 30. jan- úar. Á bátnum voru þessir menn, auk formanns- ins: Ólafur Pétursson vélamaður, bróðir Guð- mundar, 27 ára gamall, og lætur hann eftir sig konu með tveimur börnum. Runólfur Hjálmars- son háseti, 28 ára, lætur eftir sig konu og eitt barn. Hann var mágur Ólafs. Óskar Halldórs- son háseti, 24 ára gamall, lætur eftir sig konu og eitt barn. Hann var giftur systur Guðmund- ar og Ólafs. Allt voru þetta menn á bezta aldri, góðir sjómenn og drengir góðir. Guðmundur Pétursson var 31 árs að aldri, fæddur í Bolungarvík 11. október 1909. Foreldr- ar hans eru Pétur Ólafsson bóndi í Bolungarvík og Þorsteina Guðmundsdóttir, sem bæði eru á lífi. Guðmundur heitinn byrjaði sjómennsku strax eftir fermingu og var við sjó jafnan síð- an. Hann sótti sjómannanámskeið á ísafirði 1933 og lauk þar prófi með beztu einkunn. Ár- ið 1934 kom ég að máli við Guðmund og spurði hann, hvort hann langaði ekki til að eignast nýjan bát, vel útbúinn og eins stóran og hægt M.s. Baldur, ÍS 6. væri að hafa hér í Bolungarvík. Hann tók þessu strax vel, þó að ekki væri um það leyti glæsi- legt að stofna til útgerðar. Báturinn var svo byggður á árinu 1935, og mun Guðmundur heit- inn hafa lagt í hann það fé, er hann til þess tíma hafði sparað saman. Öll árin frá 1935 til 1939 voru afar erfið fyrir smáútgerð og hallaði stöðugt undan, en alltaf var jafmnikill áhugi og dugnaður Guðmundar og óbifanleg sannfær- ing hans um að brátt færi að ganga betur. Árið 1939 urðu snögg umskipti, verðlag á fiski hækkaði og afli var góður og allt atvinnu- líf Bolungarvíkur komst í gott horf. Framtaki þessa unga manns og annarra, er fetað hafa í fótspor hans og orðið hafa honum samferða, áttum við Bolvíkingar fyrst og fremst að þakka, að við vorum sæmilega út- búnir með skipakost, þegar viðhorfið breyttist. Guðmundur heitinn var ávallt í fremstu röð formanna hér og fékk hann um 1300 króna Guðmundur Pétursson formaðui'. Ólafur M. Pétursson. Óskar Halldórsson. Runólfur HjAlmarsson. 24 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.