Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 31
Barn fætt í hákarlalegu (Eftir Lbs. 129U U to, bls. 788, með hendi Gísla Konráðssonar). Grímur Jónsson er maður nefndur, og bjó í Krossnesi í Trékyllisvík um miðja næstliðna öld. Hann reri í hákarlalegu sem oftar, vetur- inn 1848, og var formaður Magnús Jónsson, sambýlismaður hans, á skipi með honum og vinnukona Magnúsar, er Jófríður hét Hansdótt- ir, askasmiðs á Finnbogastöðum, Guðmunds- sonar prests í Arnarnesi Bjarnasonar. Á skip- inu var og Sveinn bóndi á Felli og Dagur son- ur hans. Rannveig var og önnur kona á skipinu. Það var um morguninn, að Jófríður kvartaði um kranldeika nokkurn, en reri þó, og er fram á legu kom, tók hún jóðsótt, en hafði áður hald- ið sig ósjúka. Sat Rannveig yfir henni, en Grím- ur fór úr loðinni skinnpeysu; var hún látin utan um barnið, en (aðrir) leystu klúta af háls- um sér, til að hlýja því. Var þegar stjóri tek- inn og í land haldið, en fyrir því að þoka var á, vilitust þeir ei allskamma hríð. Þó lifði barnið og var faðir að því Magnús húsbóndi Jófríðar. Aths.: Samkvœmt prestsþjónustubókum Arnarness í þjóðskjalasafninu var barn þetta, er skýrt var Guðrún, fœtt 24. febrúar 1848, varð rúmlega ársgam- alt og andaðist í Ingólfsfirði 19. marz 1849. þetta ein- kennilega atvik sýnir, að konur hafa róið í hákarla- legum norður á Ströndum um hávetur um miðbik 19. aldar, og mundi það ekki þykja kvenmannaverk nú á dögum. (H. þ.). Blanda IV, 2. 1929. Trúlofunarhrinjar, Borðbúnaður, Tækifærisgjafir i góðu úrvali. Gu3m. Andrésson, gullsmiður Laugaveg 50 . Sími 3769 Víkingsvalsinn Hafið þið séð slíkan hrikadans, er holskeflur dynja á vitum manns, á úrráðum verður aldrei stans. þar æðru skal enginn heyra. Síglöð er íslenzk sjómannslund og söngvinn hugur á gleðistund. þá eiga sér vinir endurfund, um aflann sinn tala og fleira. þá er enginn sem má sín meira. þettað er textinn við Vikingsvalsinn, sem birtist í jólaljlaðinu s. 1. Hann er eftir Guðmund Einarsson, en lagið er eftir Karl O. Runólfsson. Kynnið ykkur lagið, það er þess vert. * Afmælisgjöf frá Jeanne. jfað var rimlagirðing umhverfis liúsið og innan girðingarinnar voru nokkrir krakkar að leilt. þar bar að lítinn snáða, á að gizka 4—5 ára gamlan, hann kallaði til krakkanna: — Hvenær eigið þið afmæli? í því kemur kona út úr liúsinu og spurði, livers vegna hann vildi vita það. — Mig langar til að vita, hvað þau fá í afmælis- gjöf. — Hvenær átt þú afmæli? — Ég er nýbúinn að eiga það. — I-Ivað fékkstu í afmælisgjöf? — Ég fékk stóran bíl frá Jeanne. — I-Iver er þessi Jeanne? spurði konan. — það er dáti ,sem kemur stundum til hennar mömmu. Byrjun á kvæði.----- Ur höfninni skipið skríður. Skellur á kinnung drif. Á bakborða steinótt ströndin, á stjórnborða ótal rif — en framundan byldjúpt hafið með hvítbryddra öldufans, sem rísa og hníga með heljar þunga — og liefja loks trylltan dans. Utbreiðið Víkinginn VÍKINGUR 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.