Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Síða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Síða 32
Dálítil saga (ensk): „Pabbi! Ég þarf að fá að tala við þig“. „Hvað er að þér, góða mín?“ „Pabbi! þú veizt víst, að hann Henry Wilkins hef- ir verið að draga sig eftir mér núna í hcilt ár?“ „Jú, jú. Ég ætti sosum að vita það. Ég gæti með köldu blóði snúið þann bannsettan þorpara úr luils- liðnum. Sér er nú liver ósvífnin, að hann, sem er af Wilkinsættinni skuli leyfa sér að draga sig eftir stúiku af Graffons-ættinni". „Hann er búinn að biðja mín“. „Bölvaður þorparinn. Ég skal ... ‘. „Og ég hef næstum því gefið honum jáyrði mitt'. „Hvað ei'tu að segja, barn? Veiztu ekki að mað- urinn hefir sama sem engar tekjur. þetta er s. a. s. bláfátækt fólk, þó að það sé að bera sig að lifa rík- mannlega. Nei. Ég gef aldrei samþykki mitt. Farðu upp í herbergið þitt og legðu þig, góða mín“. „En pabbi, mér er full alvara. Hefurðu lesið hjóna- bandsskýrslur ríkisins frá því í fyrra?" „Nei, auðvitað hef ég ekki lesið þær“. „Bíddu nú hægur. Ég hef athugað skýrslurnar, skal ég segja þér, og eftir því sem þar stendur, þá munar það 871,240, sem kvenfóikið er fleira hér í borginni en karlmennirnir. það eru 226,890 gjafvaxta stúlkur, sem ekki geta fengið neinn mann, svo að ég ekki nefni 182,321 ekkju, sem gjarnan vildu ná sér í nr. 2. Ungir menn hér í borginni, sem hafa svo góðar tekjur, að þeir gætu komið til greina eftir þínum útreikningi, eru samtals um 22,107. Handa þessum ungu mönnum eru til réttar 220,000 ungar stúlkur, og 150,000 ekkjur. þrjú af hverjum fimm börnurn, sem fæðast, eru stúlkur, og það deyja helmingi fleiri ungir, ógiftir menn, heldur en giftir menn eða gamlir piparsveinar. Frá því í júní og þangað til í október komu á baðstaðina yfir 80,000 ungra stúlkna, sem langaði til að giftast, og þar af lánaðist alls og alls 31,442 að ná sér í einhvern mann. Möguleikarnir eru þó ennþá minni fyrir þær, sem lifa í kyrrþey heima á heimili sínu. — Fáðu þér nú blýant, faðir minn, og reiknaðu út, hversu rnikið útlit er til þess, að hún dóttir þín fái nokkurn mann, ef þú liryggbrýtur Harry Wilkins". „Hamingjan hjálpi mér“, sagði faðirinn, þegar hann liafði reiknað dæmið: „það er aðeins einar lík- ur á móti 21,875,947 ....“. „Já, það er sama útkoman og hjá mér, og hvað á ég svo að segja Harry í kvöld?“ „Scgðu að ég láti þig alveg ráða þessu, og ég muni ekki skera við neglur mér heimanmundinn, góða mín“. * Sá er vinur er í raun reynist. A.: það er ljóti draumurinn, sem mig dreymdi í nótt. Mig dreyndi að þú komst til mín og kvaðst vera í standandi vandræðum, vera alveg að fara á höfuð- VÍKINGUR SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasambancl Islands. Ábyrgðarmaður: Guíim. H. Oddsson. Ritnefnd: Hallgrímur Jónsson, vélstjóri. ÞorvartSur Björnsson, hafnsögumaður. Henry Hálfdánsson, loftskeytamaður. KonráS Gíslason, stýl'imaðui'. Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 15 krónur. Ritstjórn og afgreiðsla er í Ingólfshvoli, Reykjavík. Utanáskrift: ,,Víkingur“, Pósthólf 425, Reykjavik. Sími 5653. ið og baðst rnig ásjár. Ég rauk upp og ætlaði að fara að ná í peninga til að lána þér. En þegar ég kom með berar fæturnar við kalt gólfið, vaknaði ég. Og þegar ég fór að aðgæta, þá átti ég ekki eyri í peningakass- anum minum. B.: þakka þér fyrir. þú ert alltaf samur og jafn, í vöku og svefni. Sá er vinur sem í raun reynist . A.: Og svo kem ég til þín að vita hvort þú getir ekki lánað mér 100—200 krónur. Fyrrverandi Lundúnabiskup var ráðlagt að dvelja vetrarlangt austur í Algier sér til heilsubótar. „það er mér ómögulegt", segir biskup, „ég hefi svo mörgu að sinna". „Jæja, herra biskup“, segir læknirinn. ,,þér hafið um tvennt að velja, Algier eða himnaríki". „Úr því svo er komið", segir biskup, „fer ég til Algier". * Pabbi: „Hvort vildir þú heldur eignast lítinn bróður eða systur?" Jónsi litli: „Ef þér stendur á sama, Þá vildi ég held- ur kubbakassa”. * Kennarinn: „Borðum við hválkjöt?“ Nonni litli: „Já“. Kennarinn: „En livað gerum við við beinin?" Nonni litli: „Skiljum þau eftir á diskbarminum“. * Tveir krakkar voru að rífast Nonni: „O, víst er það“. Gunna: „O, nei“. Nonni: „O, víst er það, því að manna segir það sé, og ef manna segir það sé, ])á er það svo, jafnvel þó það sé ekki“. 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.