Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Síða 2
„Fæst orð bera
minnsta ábyrgð44
Sunnudagskvöldið 3. þ. m. talaði einn hinna
nýskipuðu ráðherra, Vilhjálmur Þór, í íslenzka
ríkisútvarpið.
Um ræðuna í heild ætla ég mér ekki að dæma
neitt, vonandi verður það gert af öðrum mönn-
um og mér færari til þeirra hluta. Á eitt atriði
í ræðunni langar mig þó til að benda.
Ráðherran ræddi af myndugleik miklum um
væntanlegar siglingar togaranna til Bretlands
og eggjaði þar sjómenn og útgerðarmenn lög-
eggjan, að láta ekki hið breytta viðhorf aftra
sér frá að leggja togaraflotanum úr höfn að
nýju og taka upp siglingar til Bretlands ein-
hverja hina næstu daga, enda óþarfi að leggja
árar í bát meðan ósýnt væri um auknar hættur
á þessum nýju siglingaleiðum. Vitanlega er
hér um orðamun að ræða, en ekki meininga-
mun.
Mér varð satt að segja ekki um sel, við þessi
gálauslegu ummæli, sem maður hefði vissulega
mátt vænta, að ekki kæmu yfir varir þessa
merka manns, að minnsta kosti ekki í sjálfu
ríkisútvarpinu, enda hélt ég að slík ummæli sem
þessi væru ekki leyfileg, eins og sakir standa
— á þessum vettvangi. Okkur sjómönnum hefur
virst svo, að vissulega væru nægar hættur sam-
fara siglingunum nú, þó ekki væri gerður leikur
að því að gefa upplýsingar um ferðir, eða vænt-
anlegar ferðir íslenzkra skipa. En sjálfsagt mun
Carl Döenitz, yfirforingi þýzku neðansjávar-
flotans, og Hermann Goering, yfirforingi þýzka
loftflotans, kunna að meta slíkar upplýsingar
sem þessar og væntanlega gefa okkur togara-
sjómönnum „verðugar móttökur“, á áður upp-
gefnum leiðum — „einhverja næstu daga“.
Jón Eiríksson.
Um jólin var ég hreti hrakinn,
handa kaldur, stundum sveittur.
Af byl og ágjöf barinn, vakinn
af blundi værum lasinn, þreyttur,
um miðja nóttu, morgna, kvöldin,
mætti á dekki svella hálu.
Umhleypingar æðstu völdin
áttu í tíð og minni sálu.
G. E.
Nýársboðskapur
Það er synd að segja að Þór,
sé í villu að randa,
eitt er kvöld í útvarp fór,
allan greiddi vanda
Bændanna hann brosti til,
og bað þá góða’ að vera.
„Ykkur bæta allt ég vil,
aðrir hallann bera“.
„En sjómenn skulu á sjóinn brátt“.
eg segi það út í geiminn.
Eg má gjarna hafa hátt,
Hitler er svo gleyminn.
Þó að hverfi einn og einn,
aðra sendi að nýju.
Eg mun sitja allt eins beinn,
ofns í góðri hlýju.
Þó að brjóti boðin sett,
og brögnum auki vanda.
Eins mér verður lífið létt,
og læt á sama standa.
G. E.
Ljóðaljóð
Ægis dætra óöar mál
yfir tekur heimsins glaum,
eg heillast af þeim öllum
er herst eg móti bláhvítum báruföllum
og beljandi straumum.
Heim eg stýröi húnalauk
hafs um drafnar lægi,
ein þá bára yfir raulc
og önnur af sama tagi.
Öldurnar kljúfiö þiö, ættjaröar synir,
æstar og trilltar í veöranna gný.
Þiö eruö hugdjarfir, hafsæknu hlinir
hamingjan aftur viö blasir á ný.
Viröi eg sterka víkings lund
vel eg þeklci hugann,
öll þó séu aftur sund,
ekkert megnar buga ’ann.
G. K.
2
VlKlNfíUR