Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 5
Línuveiðarinn
SÆBORG
fersf
Hinrik Schiöth.
Eðvald Valdimarsson.
Óli G. Friðriksson.
Páll Pálmason.
Jóhann Friðriksson.
A ðalsteinn Sigmundsson.
Hallgrímur B. Hallgrímsson.
Línuveiðarinn Sæborg frá Hrísey, er var í
flutningum við ströndina, fór frá Seyðisfirði
áleiðis til Raufarhafnar 14. nóv. 1942. Og hef-
ir ekkert til skipsins spurzt eftir að það fór
frá Seyðisfirði. Af öllum sem til þekka, er
talið sennilegt að skipið hafi farizt á tundur-
dufli. Þar sem mjög mikið hefir verið um tund-
urduflarek um þessar slóðir.
Með skipinu fórust þessir menn:
Jóhann Friðriksson, skipstjóri, frá Gamla
Hrauni við Eyrarbakka, fæddur 14. sept. 1913,
kvæntur og átti 1 barn um tveggja ára að aldri.
Hinrik Valdimar Schiöth, stýrimaður, Hrís-
ey, fæddur 7. ágúst 1920, ókvæntur.
Edvald Valdórsson, fyrsti vélstjóri, Vest-
mannaeyjum, fæddur 10. ágúst 1912. Kvæntur
og átti 1 barn.
Aöalsteinn Jónsson, ahnar vélstjóri, Hrísey,
fæddur 7. maí 1898, kvæntur og átti 2 börn og
1 fósturbarn.
Óli G. Friöriksson, matsveinn, Aðalvík, fædd-
ur 14. júlí 1914. Átti foreldra á lífi, ókvæntur.
Páll Pálmason, háseti, Akureyri, fæddur 28.
júlí 1923, ókvæntur. Foreldrar á lífi.
Hallgrímur B. Hallgrímsson, fæddur 10. nóv.
1910, kvæntur og átti 1 barn, ársgamalt. Hann
var farþegi með skipinu.
Auk þess var með skipinu einn erlendur mað-
ur.
Töpin á sjómönnum okkar og skipum eru nú
5
V I KINGUR