Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 6
Sannleikurinn er sagna bestur
Háttvirtur utanríkisráðherra hélt mjög hjart-
næma ræðu yfir okkur togarasjómönnum í útvarp-
inu þann 3. jan. Hann sparaði alveg þessi hjart-
næmu orð „hetjur hafsins, hermenn þjóðarinnar“,
enda var það vel farið, því þau hæfa bezt sem
hræsni í sambandi við minningarathafnir og jarð-
arfarir. Slagorðið, sem hann notaði við þetta tæki-
færi var „þegnskapur", en sá góði herra ætti alveg
að sleppa því að minna okkur á þegnskap, og hafa
um leið í hótunum við okkur.
Við togarasjómenn minnumst margs ranglætis,
sem stjórnarvöldin og ýmsir pólitískir flokkar hafa
sýnt okkur, og ekki hvað sízt ýmsir flokksbræður
ráðherrans. Hans háæruverðugheit sagði, að við
ættum undir eins að hefja aftur siglingar, og sigla
þangað, sem ensku yfirvöldin fyrirskipuðu, og sýna
með því þegnskap. En þeir, sem verða þess þegn-
skapar aðnjótandi er fámenn fisksöluklíka í Eng-
landi. Hann stagaðist á því, að það þýddi ekki að
sýna neinn mótþróa við því að sigla til austur-
strandarinnar með fiskinn, og hefur í hótunum við
útgerðarmenn, að ef þeir sendi ekki skipin undir
eins á veiðar og í siglingu, þá muni verða ráðist á
þá.
Við sem höfum stundað þessar siglingar síðan
stríðið brauzt út, vitum hvernig málum er háttað,
að öllum líkindum betur en háttvirtur ráðherra, ef
fara á eftir þeim ummælum, sem hann við hafði,
eða kannske hann hafi álitið það nóg, að segja ekki
nema hálfan sannleikann.
Stjórnarvöld í Englandi heimta það að togararnir
sigli tvær ferðir á austurströndina, en hina þriðju
ferðina mega þeir fara til vesturstrandarinnar. Við
Við skulum athuga hvað þetta þýðir, og sleppa al-
að verða svo hversdagslegur viðburður, að slíkt
snertir nú lítið á hug annara en þeirra nán-
ustu ástvina. En því meiri ástæða er til fyrir
sjómenn sjálfa, að hugleiða vel þau mál.
Stríðstryggingalöggjöf sjómannanna,þarf
gagngerðrar athugunar sem fyrst. Og þá endur-
bætt í þá átt, sem fyr hefir verið á bent í þessu
blaði, að komið verið á svipuðu greiðslufyrir-
komulagi til eftirlifendanna frá ríkisins hálfu,
eins og ríkir hjá hernaðarþjóðum. Má í því sam-
bandi benda á, að gjarnan mætti grafa upp
fjölda marga gleymda „sjóði“, sem nú skifta
tugum eða hundruðum þúsunda og steypa þeim
í eina heild til þessa markmiðs.
Er nauðsynlegt að stjórnir stéttarfélaga sjó-
manna beiti sér sameiginlega fyrir þessum mál-
um sem allra fyrst.
veg öryggismálunum, því að ég býst ekki við því að
háttvirtur ráðherra hafi neinar áhyggjur út af þeim,
því ekki lét hann þær í ljós.
Með því að fara til austurstrandarinnar má gera
ráð fyrir 4—& dögum lengri ferð, ef allt gengur
vel. En þar sem ferðin lengist þetta mikið, verður
að ísa fiskinn betur, en það þýðir 20—30 prósent
minna fiskmagn.
Nú munu margir spyrja: hafa Englendingar svo
mikinn fisk að þeir vilji tefja skipin sem mest.
Sannleikurinn er sá, að fámenn fisksalaklíka í
Englandi mun hafa barið þetta í gegn. Við vorum
staddir í Fleetwood í byrjun nóvember og urðum
varir við þær æsingar, sem þar voru ríkjandi út af
þessum kröfum, og ef ég færi að endurtaka allt
sem þar var sagt viðvíkjandi þessum málum, þá er
ég viss um að íslenzk stjórnarvöld mundu finna á-
stæðu til þess að geyma mig á Litla-Hrauni í nokkra
mánuði, því athafnafrelsið í þessu elzta lýðræðis-
ríki heimsins er nú þeim takmörkunum háð.
Mér finnst að háttvirtur ráðherra, ætti að afla
sér upplýsinga um það, hvað margir togarar frá
Hull og Grímsby, sigli með fiskinn til Fleetwood,
og snúa sér síðan að skipshöfnunum á þeim og
brýna fyrir þeim þegnskap til handa hinni fámennu
fisksalaklíku í Englandi.
En fari nú svo, að við sjómenn verðum neyddir
til þess að sigla á austurströndina, hvað hafa þá ís-
lenzk stjórnarvöld gert til þess að auka öryggi
okkar.
Ekki getur maður séð þess merki, að þau hafi út-
vegað okkur rafmagns-„kabal“, til þess að gera
segulmögnuðu tundurduflin óvirk, eða loftvarna-
byssur og reyksprengjur, eða ef til vill vita þau
ekki hvers konar drasl þetta er, og ef svo er, þá
sannast á þeim, að sælir eru einfaldir.
Á því skipi, sem ég hef siglt síðastliðið ár, hafa
verið gerðar margar árangurslausar tilraunir til
þess að fá reyksprengjur í Englandi. Tvær loft-
varnabyssur höfum við loksins fengið, með því að
smyrja þá menn, sem sjá um úthlutun á þeim.
Það vantar ekki fagurgalann hjá ýmsum stjórn-
málamönnum í garð okkar sjómanna, þegar þeir
vilja fá okkur til þess að þóknast sér, en þegar í
nauðirnar rekur, kemur annað hljóð í strokkinn.
Við höfum margs að minnast, t. d. þingmannsins,
sem fann út „hræðslupeningana" eða guðfræði-
prófessorsins, sem fann upp þann vísdóm, að far-
mennirnir hefðu sett siglingaútgerðina á hausinn
með því að heimta svo margvísleg öryggistæki, og
kanski háttvirtur ráðherra vilji komast undir sama
merki og þessir menn. Þórður Pétursson.
6
VÍKINGV R