Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Síða 9
hræðilegar klukkustundir, lá líkið þarna, og
undireins kom fram í því rotnun.
En sé lífið enginn leikur hjá kafbátsmönn-
unum, þá eru það heldur engin sældarkjör hjá
flugmönnunum, sem eltast við þá. Flugmaður,
sem stjórnar sprengjuflugvél í árás á land-
bækistöðvar óvinanna, þarf oft ekki að ein-
beita sér nema hálftíma í einu meðan hann er
í ferðalaginu að ákveðnu marki. En flugmenn-
irnir, sem eltast við kafbátana, eru sendir í
leit að ókunnu marki. Stundum eru þeir níu
og tíu klukkustundir í ferðalaginu, og allan
þann tima mega þeir aldrei láta hugann reika
frá því, sem þeir eru að gera.
Þeir þurfa að vera á sífelldum gægjum, jafn-
vel á meðan þeir fá sér bita. Smá vanræksla
getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar, eða
eins og einn flugforinginn orðaði það: „Þú
tekur þér þriggja mínútna hlé til að fá þér
brauðsneið. Á þessum þrem mínútum geturðu
misst af kafbát, sem rekur upp sjónpípuna og
myndar freyðandi rák á sjóinn í sex mílna fjar-
lægð. Kafbátur þessi kemst leiðar sinnar og
sekkur ef til vill skipi með 10.000 smálestum
af matvöru. Allt vegna þessarar einu brauð-
sneiðar“.
Áreynslan af slíkri stöðugri vakt er mjög
þreytandi. Flugmaður nokkur sagði: „Eftir
nokkurra klukkustunda flug yfir Biscayafló-
anum, finnst manni að maður sjái kafbát alls-
staðar. Þegar maður lítur niður yfir sjóinn
og sér freyðandi ölduhnútana, gæti maður svar-
ið, að þeir snérust um eitthvað áþreifanlegt,
líkt og sjónpípu á kafbát. Þegar maður gáir
betur að sér maður hið sama einhversstaðar
annarsstaðar. Eða það getur verið skuggi af
skýi, sem lítur út eins og skuggi af kafbát.
Allan tímann höfum við það grafið inn í
meðvitundina, að lánist manni að koma auga á
kafbát, þá hafi maður ekki nema 30 sekundna
tækifæri til að ráða niðurlögum hans“.
Ofan á þessa áreynslu bætist svo meðvit-
undin um hættuna. Áhættan af vélbilun er
miklu meiri af því að flogið er yfir ótrygg-
um sjó, og oft mörg hundruð mílur frá landi.
Við þessar hættur bætist svo baráttan um
yfirráðin í loftinu yfir flóanum. Oft kemur
það fyrir, að flugmennirnir verða að brjóta
sér leið þangað, sem þeir eiga að vera við
gæzluna, og einnig hafa þeir orðið að standa
í sífelldum bardögum á leiðinni heim. Hvað
Þjóðverjana snertir, eru þeir hlífðarlausir and-
stæðingar. Flugmaður nokkur, er var hinn eini
eftirlifandi af flugvél sem hafði hrapað í sjó-
inn, hélt sér á floti í gúmmíbát sínum í fimm
daga. Þýzkar flugvélar urðu varar við hann
VÍKINGUR
og voru á stöðugum verði upp í skýjunum.
Þeir voru að nota hann fyrir agn.
Bresku flugmennirnir, sem taka þátt í bar-
áttunni yfir flóanum, eru eins og þeir séu af
sérstöku kyni, jafnvel ólíkir öðrum flugmönn-
um breskum. Starf sitt stunda þeir af nærri
yfirnáttúrlegri þolinmæði, eins og vísindamenn,
er vinna að ákveðnum rannsóknum, og teija
ekki eftir sér tímann sem í það fer, ef árang-
urinn verður einhver að lokum.
Sá tími er vissulega oft langur. Flugmaður
einn hafði verið þúsund klukkustundir á verði
yfir flóanum áður en hann kom auga á kaf-
bát, og fékk það sem hann kallaði „sex mín-
útna spenning“.
Þeir hafa nærri ástríðufullan áhuga á starfi
sínu. Þegar þeir eru ekki að gegna skyldustörf-
um, nota þeir tímann til að lesa um kafbáta og
kynna sér starfsaðferðir þeirra, æfa sig í að
kasta sprengjum, eða gera tilraunir með alls-
konar árásaraðferðir. Allan tímann eru þeir að
reyna að gera sjálfa sig sem hæfasta til að
gera hið eina rétta þegar stundin kemur og á
reynir.
Síðan þessi barátta við kafbátana hófst yfir
flóanum, hefir oltið á ýmsu og lánið verið
bæði með og móti. Nú virðist það heldur vera
kafbátunum í óhag. Þeim kafbátum fer fækk-
andi, sem leggja leið sína út flóann til árása,
hinum fjölgar, sem ekki ná að komast heim
aftur.
Flugmennirnir hafa það einhvernveginn á
meðvitundinni, að þeir séu smátt og smátt að
ná yfirhöndinni yfir kafbátunum. Þeirri að-
stöðu ætla þeir sér að halda.
Hy. þýddi úr Illustrated.
Þaö skeöi á saltfisksveiöum:
Pétur hann hífði poka lítinn,
piltunum fannst hann vera skrítinn
í laginu, það var líka von.
Úr honum valt ufsi og karfi,
ennþá minkar sumra starfi.
Þá hló Árni Þórðarson.
J. B.
Reiöileysi:
Djúpið — Lóna lét ei bón,
löng var ferð til einskis gerð,
Vona-brygðin valda hrygð,
vestur á leið er haldið skeið.
G. E.
9