Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Qupperneq 16
Og anað nýtt dæmi: bein árás á íslenzka út- gerðarmenn. í því að hin nýja ríkisstjórn hef- ir skipað nefnd manna, til þess að sjá um, að hver sá útgerðarmaður, er þarf að fá skip sitt dregið í slipp og viðgert, fái það ekki nema að skrifa upp á drengskaparloforð um að láta skip- ið fara á veiðar og sigla til Englands, annars fáist skipin ekki viðgerð. Og svo undarlegt sem það má virðast,, þá er einn Englendingur í þess- ari nefnd,til þess að framkoma undirskriftun- um. Svo langt er nú gengið á rétt íslenzkra sjó- manna og sjávarútvegsmanna, að þeir hafa ekki lengur sjálfsforræði um atvinnu sína, heldur raunverulega skipað að rétta upp hendina og samþykkja það, sem þeim er sagt. Maður hafði vonað. að utanflokka stjórnin tæki upp nýja stefnu gagnvart sjávarútvegs- málum þjóðarinnar, en ennþá er ekki annað séð, en gömlu kverkatökin skuli aðeins herða enn betur. Það skal ekki harmað, þó aðrar stéttir á Is- landi hafi ekki ennþá sætt slíkum kúgunar- ráðstöfunum, en það með öðru sannar enn á- þreifanlegar hvílíka skaðsemi það getur orsak- að, ef sjómenn og sjávarútvegsmenn geta ekki gert upp innbyrðis með sér mismunandi af- stöðu til launamála og þessháttar, en staðið svo sterkir og sameinaðir út á við, um þann rétt sem þeim ber í íslenzku þjóðfélagi, en sem þeir aldrei hafa notið. En að slíkri samvinnu er F. F. S. í. hinn rétti aðili til þess að vinna, og hefir og mun ávallt gera. Undir heimferð: Meðan á gengur mesta baslið, mundu að líta í kringum þig. í ruslinu er lúða rétt við mastrið, rændu henni fyrir mig. J. B. ★ Erfiðleika árans bags, með afla náðin launi. Ennþá harðnar undir Max, urgar troll í hrauni. ★ G. E. í kuldanum er hvergi skjól, kofans undir þaki. Enda' er líka sigin sól, senn að fjallabaki, J. B. UM HVAÐ ER TALAÐ? Allskonar sögur ganga nú manna á milli i Reykjavík um ofbeldisverk setuliðsmanna á íslenzku kvenfólki, sennilegt að um sumt sé málum blandað, en fullvíst mun þó, að ýmislegt af því ljótasta, sem rætt er um, mun vera blákaldur sannleikur og því undarlegra að útverðir þess sem skeður, gott eða illt, dagblöðin, skuli stein- þegja um slíka atburði, þótt þau rymji himinhátt og eyði mikilli bleksvertu á smámuni og einskis nýtt kritur. Það er þegar uppvíst, að meðal hermanna þeirra, sem hér dvelja, leynast óþokkar, sem ekkert illt víla fyrir sér, ef þeim gefst tækifæri til. Setuliðið sem hér er, dvelur nú á meðal vinsamlegrar þjóðar, sem síður en svo hefur löngun til að setja stein i götu þeirra. Landsmenn kunna vel að meta hvað banda- ríska herstjórnin hefur verið tilhliðrunarsöm, óáleitin og skilningsgóð i sambúðinni við hérlenda menn. Is- lendingar eru hrifnir af Bandaríkjamönnum fyrir frjáls- Iyndi þeirra, dugnað og ósérhlífni í hinni miklu baráttu, og fyrir það hve vingjarnleg'um og réttlátum aug’.im Bandaríkjastjórnin litur á íslenzkmálefni, en traustið á setuliðinu, sem liér dvelur hangir nú á veikum þræði, vegna þess að setuliðsstjórninni virðist ekki ætla að tak- ast að stemma stigu fyrir glæpahneigðum meðal her- mannanna. Því nauðsynlegra er að íslenzk áhrifavöld sofni ekki á verðinum,eða láti það gott heita, af eintómu hlutleysi, þó að stór hópur setuiiðsmanna „kidnappi“ einstæðings- stúlku og fari með hana á hinn svívirðilegasta og ó- drengilegasta hátt. — Hinu erlenda setuliði er enginn greiði gerður með slíkum undirlægjuhættu, því að á meðan yfir hina raunverulega seku er hilmað, liggja allir hinir, sem viðbjóð hafa á slíku athæfi undir samsekt í augum almennings. Ef setuliðsstjórnin ætlar að þagga slík mál niður, get- ur hún ekkert haft af því nema óvirðingu. Blaða- bann í þessum sökuin á enga stoð í íslenzkum lögum. Þögn dagblaðanna hingað til hefir verið þeim til minnkunar, betra er þeim að láta beita við sig ofbeldi, en að beygja sig í auðmýkt, þegar svo stendur á, og illa ferst þeim sem eru yfirfull af óstaðfestum hryðju- verkasögum utan úr lieimi, að þegja yfir því, er íslenzkir þegnar og lesendur þeirra eru hrjáðir og smáðir á næstu grösum við þau. Svo er ekki talað um annað en málfrelsi og frelsi án ótta, og1 íslenzku blöðin eru að fárviðast út úr því, að dönsku blöðin njóti ekki frelsisins lengur, og blaða- menn, sem riti eitthvað, sem Þjóðverjum sé ekki að skapi, séu sektaðir. Það má þá segja þeim dönsku blaða- miinnum til hróss, að þeir láta ekki múlbinda sig. Þegar blöðin og hið opinbera þegir yfir ofbeldisverk- um, seni bitna á alþýðu manna, er von að fólkið uggi um sinn hag, og það væri ekki að furða,, þó að landsmenn færu að örvænta um, að þeir einir öðlizt réttinn, sem geta náð honum með valdi. 16 V ÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.