Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Síða 21
Ur ýmsum áftum Árið sem leið var ár mikilla og misjafnra tíðinda. Margt er það á þessu liðna ári, sem hefði betur aldrei skeð. Okkar litla þjóð hefir ekki farið varhluta af þeim slysum, er hið grimma stríð hefir haft í för með sér. Öllum þjóðum heims hlýtur að blæða meðan á þeim djöfladans stendur. Margir menn hafa af þess- um sökum farizt, já, allt of margir fyrir okkar litla þjóðfélag, og of mörg skip hafa tapast. Skipstapann mætti bæta með nýjum og betri skipum, ef vel væri á haldið, en mannslífin verða aldrei að fullu bætt, og því síður því meiri mannkosta- og dugnaðarmenn, sem um er að ræða. Öllum koma fyrst í hug þau slys, er beint leiða af stríðinu, en vitanlega verða einnig slys og mannskaðar af öðrum sökum, og slíkar fréttir eru ávallt hinar verstu fréttir, hvernig svo sem slysin ber að höndum. ★ Á síðustu árum hefir verið nokkuð gert að því að breyta skipunum, lengja þau og setja í þau mótorvélar í stað gufuvélar. Þetta er í sumum tilfellum nauðsynlegt, í öðrum eðlilegt, að menn vilji stækka skipin til þess að þau geti borið meira magn, en það sem athuga þarf um leið, er það, að skipin séu helzt betri sjó- skip eftir en áður, um leið og þau bera meira magn og spara meira eldsneyti. Þetta er mjög auðvelt, ef góð samvinna er á milli þeirra, sem sem bezt geta um það borið, hvort slík skilyrði eru fyrir hendi eður eigi. Þ. e. þeirra sem með stjórn skipanna fara annarsvegar, eigendur þeirra og skipaskoðendanna hinsvegar. Þetta með mishleðslu skipa og sjóhæfni, er mjög at- hyglisvert mál, og þarf að rita um það sér- staklega. Eru likur til að það verði gert bráð- lega. ★ Margt hefir verið sagt um sjómennina og störf þeirra, sumt rétt, annað miður rétt, en eitt er víst, og það er þegar að þeir eru komnir að starfi sínu á hverskonar skipum sem er, þá er það almennt óskir þeirra, að starf þeirra beri árangur, og því er um að gera að þeim séu fengin sem bezt og traustust skip, svo eigi sé óhæfni skipanna um að kenna, ef illa fer. Þá geta þeir, er í landi búa, verið rólegir og þurfa ekki að naga sig í handarbökin þótt eitt- hvað óvænt komi fyrir. ★ Ýmislegt er það, sem gerzt hefir með þjóð vorri á hinu nýliðna ári, sem er í frásögur færandi, og sem öllum kemur við, er þetta land byggja. Sumt er ekki til neinnar sæmdar fyrir þjóðfélagið; svo sem moldviðri það og ósómi, sem verið hefir í kringum þær tvennar kosn- ingar, er fram fóru á árinu, og nú síðast, eftir að Alþingi kom saman. Eigi er séð fyrir end- ann á því ennþá, hvernig þeim danzi líkur, en bezt er að hafa þar sem fæst orð um, enda þetta blað eigi til þess ætlað að taka þátt í þeirri orrahríð. En eigi verður hjá því komizt, að segja þann sannleika, að ættj arðarástin muni vera nokkuð neðarlega hjá þeim mönnum, er þannig leika með dýrmætan tíma frá alvarleg- um störfum á þeim örlagatímum, sem nú ganga yfir allar þjóðir. Um framkvæmdir á þeim málum, er sérstak- lega snerta sjómenn, svo sem vita-mál og fleira, er fátt eitt að segja. Yitar eru nú reistir á hverju ári eftir svipuðum reglum og upp voru teknar fyrir tveim árum, þ. e. einn viti í hverj- um landsfjórðungi, ef við verður komið, vegna þess takmarkaða fjár, er til þeirra fæst árlega. Erfiðlega gengur og um útvegun ljóskera í þá, og eru þeir því margir ennþá sem leiðar- merki, og koma ekki að fullum notum fyrr en að ljóskerin fást. Um vitamálin er það auk þess að segja, að eigi virðist vera áhugi fyrir þeim hjá þingi og stjórn, sem búast mætti við, af löggjöfum þjóðarinnar, og æskilegt væri. Það ætti þó að liggja í augum uppi, að það er eitt af fyrstu skilyrðum til þess, að hægt sé að sigla við strendur þessa lands í skammdeg- inu, með viðunandi öryggi og hraða, að ströndin sé svo vel lýst, að fullnægi nútíma þörf. En það sem þarf til þess, að svo verði, er að meiru fé verði veitt til vitamála en verið hefir. Enda þótt sú samþykkt hafi verið gerð á Alþingi við upphaf stríðsins, þegar allt var í óvissu um afkomu þjóðarinnar, að vitagjöldin skyldu að stríðinu loknu öll ganga til vitanna, þá er VlKINGUR 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.