Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 23
sama máli, ef umrædd skilyrði eru til staðar. Það er því trú mín, ef að gengið er djarft til verks, að við gætum á margan hátt bætt aðstöðu okkar, með framtíðina fyrir augum. Eins og umgetin skilyrði eru nauðsynleg í við- skiptum við erlendar þjóðir, þá eru þau og sjálfsögð í viðskiptum innanlands. Það er því á valdi sjómanna, sem og annarra stétta þjóð- félagsins, að sýna það á hverjum tíma, að þeir séu verðugir þess trausts, sem þeir gera kröfu til, er þeir æskja þess að þeim séu fengin aukin mannaforráð og aukin þátttaka í trúnaðarstörf- um. Við stéttarbræður mína vil ég að lokum segja þetta: Hinn bezti greiði, sem við getum gert ættjörð okkar, er það að koma ávalt þann- ig fram, hvort heldur er héi’lendis eða erlendis, að til sæmdar sé fyrir frjálsborna menn, allur óvitaskapur um meðferð aflaðs fjár er til van- sæmdar. Aldrei er þess frekar þörf en nú, að gæta hófs til orðs og æðis. Á. S. Satúrnus bjargar rússneskri skissböfn Eftirfarandi frásaga birtist í sœnska vjel- stjórablaöinu í ágústmánuöi síöastliönum. Olíuflutningaskipið „Saturnus" kom til Gautaborgar 31. júlí, hlaðið olíu sem ríkisstjórn- in hafði keypt. Á leiðinni bjargaði það í Mexíkó- flóanum 36 rússneskum sjómönnum af skipi, sem hafði verið skotið í kaf. Rak skipbrotsmennina um á björgunarbátum, ára- og seglalausum, og voru að mestu klæð- lausir. Þó þeir væru ekki búnir að vera í bátn- um nema einn dag, voru þeir mjög þjakaðir. Rússneska skipið hafði orðið fyrir tundur- skeyti. Fórust þá 3 skipverja í vélarúminu af 46 alls. Meðal skipverja voru 4 konur. Björgunarbátunum hvolfdi, þegar skipið skipið sökk og fóru menn allir í sjóinn. Meðan verið var að koma bátunum á réttan kjöl, réð- ist hákarlatorfa að skipverjunum, og hófst nú ægileg barátta. Loks tókst að rétta bátana við, en þá voru hákarlarnir búnir að granda fjórum mönnum og tveim konum. Einn skipverja, sem náðist upp í bátinn hafði mist annan fótinn af hákarlsbiti. Ærðist hann af kvölum og lagði sig hnífi til bana og lét fallast útbvrðist. önn- ur konan, sem fórst, náðist inn í bátinn, en hún var klinnt til bana eftir hákarhnn. Svo grimm- ir og aðgangsharðir voru hákarlarnir, að við sjálft lá, að þeir grönduðu bátunum. Eftir fimm daga dvöl í sænska skipinu, voru skipbrotsmennirnir fluttir í amerískt herskip. VÍKINGUR Nýr kennari við Stýrimannaskólann Um síðustu áramót var Jónas Sigurðsson stýri- maður ráðinn fastur kennari við Stýrimanna- skólann. Var föstum kennurum þar fjölgað um einn, frá þremur í fjóra. Mun Jónas kenna þar aðallega stærðfræði og siglingafræði. Jónas er fæddur 13. marz 1911 að Ási í Gull- bringusýslu. Hann tók stúdentspróf árið 1930 og fór síðan til verkfræðináms í Darmstadt í Þýzkalandi, en eftir að hafa lokið prófi í fyrri hluta námsgreinar sinnar, varð hann að hætta sökum fjárhagserfiðleika. Hvarf hann þá heim og gerðist sjómaður. Árið 1940 tók hann hið meira fiskimannapróf og farmannapróf árið eftir, — hvorutveggja með ágætis einkunn. — Kenndi hann síðan nokkra mánuði við stýri- mannaskólann, en fór utan í árslok 1941, að tilhlutun skólastjóra Stýrimannaskólans, og stundaði framhaldsnám í siglinga- og stjörnu- fræði við University of California í Berkely í Bandaríkjunum. Lauk hann þar námi s. 1. haust og kom þá strax heim. Ég er varla virtur svari. — Vesæll maður æfin þín. — Út í myrkrið einn ég stari, er það helzta skemmtun mín. J. B. ★ „Vegmælirinn var á núll“. „Vel er það“ — kvað Pétur — „Við skulum drengir halda í Húll, og heyra þá hvað setur“. J. B. ★ Veðurhæðin veldur gný, vaxa öldugarðar. Mikið pínist Maxinn í, mynni Pentlandsfjarðar. J. B. 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.