Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Síða 24
FRIÐRIK HALLDÓRSSON: TÍMARNIF3 BREYTAST í blaði þessu hefst nýr greinaflokkur, sem fyrst um sinn mun verða birtur undir fyrirsögninni, sem að ofan greinir. Með greinum þessum er í meginatriðum stefnt að ákveðnu marki og þótt það mark sé að vísu bundið öðru fremur við starfssvið loftskeytamannanna, er þó tilgangurinn sá að haga efnisvalinu þannig, að aðrir sem áhuga kunna að hafa fyrir rafmagns- og radíó- tækni, geti einnig notið greinanna sér til gagns og ánægju. Greinarnar munu hver um sig verða sjálfstæð- ar að efni og hefur stjórn F. í. 1., sem frumkvæðið á að nýjung þessari, tryggt sér aðstoð ýmsra sérfræðinga, sem taka munu til meðferðar hin einstöku viðfangsefni, hver á sínu sviði. Má vænta þess að þannig verði fyrir það girt, að skortur verði á fjölbreyttni í efnisvali og meðferð. Væntir félagsstjórnin þess, að Víkingnum megi verða ávinningur að þessum fróðleikspistlum loft- skeytamanna, þótt sumt kunni að verða þar tormelt þeim, er ekki hafa notið nægrar undirbúningsmenntunar í frumatriðum rafmagnsfræðinnar. Grein sú, sem hér birtist, er sniðin að nokkru eftir útvarpserindi, sem höf. flutti veturinn 1939 á vegum Farmanna- og fiskimannasambands Islands. Þótti vel fara á því að greinaflokkur þessi yrði hafinn með slíku yfirliti, þótt stutt sé, yfir þróunarsögu loftskeyta- tækninnar. Stjórn F. í. L. Þess verður snemma vart á liðnum öldum, að menn reyni með ýmsu móti að koma á sambandi yfir fjarlægðir, sem lengri voru en þær, er talfærin ein gátu brúað. Sem veiðimenn lærðu forfeður okkar snemma að gæta varfærni í sambandsviðleytni sinni hver við annan og til þess að styggja ekki veiðidýrin, sem sótt var eftir, notuðu þeir sín á milli armsveiflur og önnur tákn, til þess að gera sig skiljanlegan á sem hljóðlegastan hátt. Væri fjarlægðin meiri, tóku menn eldinn í þjón- ustu sína. Bálkestir voru hlaðnir, þar sem hálent var og víðsýnt og var reykjarmökkurinn frá þeim á daginn hinn ákjósanlegasti sambandsmiðill, en á næturnar leysti eldbjarminn af hendi sama hlut- verk. Auðvitað var ekki á þennan hátt hægt að skýra frá öðrum atvikum en þeim, sem áður hafði verið ákveðið, hvernig haga skyldi tilkynningum um. - - Þannig er frá því sagt í grískum sögnum, að þjgar Trójuborg var unnin, hafi Agamemnon konungi ver- ið tilkynntur sigurinn með geysimiklum bálköstum, er kynntir voru margir samtímis í sýnilegri fjar- lægð hver frá öðrum og var þó vegalengdin milli Tróju og aðsetursstaðar konungsins um 500 km. Samkvæmt áður nefndum heimildum, var tilkynn- ing þessi afgreidd á fáeinum klukkustundum, og þótt efast megi ef til vill um sannleiksgildi frá- sagnarinnar, ber hún þó vott um það, að jafnvel þá — um 200 árum f. Kr. — höfðu sambandsörðug- leikarnir milli fjarlægra staða vakið löngun hjá mönnum til einhverskonar umbóta í þessum efri- um. 1 síðari frásögnum, frá gullveldistímum Grikkja, er getið aðferðar, sem notuð var til að flytja milli fjarlægra staða ljóstákn og merki, sem lesið var úr af viðtakendum og oft í töluverðri fjarlægð. Var aðferðin þannig, að bak við sléttan hlífðar- flöt var logandi blysum komið fyrir. Blysin mátti gera sýnileg, með því að skjóta þeim út fyrir skjald- arrendurnar, ýmist að ofanverðu, eða út til hlið- anna og með hæfilega mörgum blysum, í mismun- andi afstöðu hvers til annars, voru bókstafirnir myndaðir, sem lesið var úr á viðtökustöðinni. Aðferð þessi var sú eina —- þótt frumstæð væri og ófullkomin — sem notuð var í þessum tilgar.gi öldum saman. Um miðbik 17. aldar verður þess fyrst vart, að tilraunir hafi verið gerðar um opinber merkjavið- skipti til almennings þarfa. Var í þeim tilgangi notuð stöng, sem reist var á háum og áberandi stað, svo að merkin sæjust, sem 24 V ÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.