Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 25
lengst að. Á stönginni ofanverðri var hreyfanleg þverslá og á henni aftur hreyfanlegir armar. Þver- slánni og örmunum var með tengisnúrum stjórnað frá sérstöku stöðvarherbergi í nánd við stöngina og með breytilegri afstöðu á milli þeirra innbyrðis voru stafirnir myndaðir. Stöðvarnar voru reistar í hæfilegri fjarlægð hver frá annari og var þannig hægt að ná sambandi yfir drjúgar vegalengdir, þeg- ar skilyrði voru góð. Sá var þó gallinn á þessum tækjum, að 1 dimm- viðri og náttmyrkri reyndust þau gagnslaus með öllu. Á næturnar urðu menn því, eins og fyrr, að nota ljósmerki sín á milli, ef um samband var að ræða milli fjarlægra staða. Talfærum okkar mannanna eru takmörk sett, en á því sviði er einnig getið í fornum sögnum viðleitni •\F E C <B . A . > T <f F V T ? T ) t ? 1 V JL. F JL > i -f -r > T Y, X .W V byw T > -i > t < r 4 3 2. i & z > T < I- > I I0> 0 v 8 7 6*5 1 I > T 1 1 Mei'kjakerfi frá 17. öld. Á stórveldistímum Persa voru tilkynningar send- ar þannig um hið víðlenda ríki þeirra, þvert og endilangt, að með ákveðnu millibili var stillt upp einstökum mönnum, er hrópuðu orðsendingarnar hver til annars. Auðvitað gat misheyrn á einhverri millistöðinni valdið, á þennan hátt, alvarlegum skekkjum, en sérstaklega var þó á tilhögun þessari sá mikli galli, að um leynilegt viðskiptasamband gat ekki verið að ræða. Það var árið 1820, sem Daninn H. Chr. Örsted uppgötvaði rafsegulmagnið. Ellefu árum seinna, eða 1831, fann enski eðlisfræðingurinn Michael Faraday þau áhrif segulsviðsins, sem gagnstæðeru rafsegul- magninu, að breyting á kraftlínasviði umhverfis raf- taug, framleiðir í sjálfri tauginni rafmagnsstraum. Uppgötvanir þessar urðu sameiginlega undirstaða þeirra tilrauna, sem gerðar voru síðar af mönnum, eins og Samuel Morse, er fyrstur bygði ritsímatæki og Wheatstone, er með straumrofum sínum og end- urbótum á tengiaðferðum, skóp möguleika til símrit- unar yfir verulegar fjarlægðir. Sú gagngerða bylting, er varð á síðari helming 19. aldarinnar í framleiðslu- og iðnaðarháttum hvar- vetna um heim, krafðist síaukins hraða á öllum sviðum. Rafmagnið varð í viðskiptum manna eini boðberinn, er fullnægt gat þeim kröfum. Hin sí- vaxandi þörf fyrir notkun ritsímans olli hröðum og stórfeldum umbótum á byggingu tækja og nýtingu raftauganna. Mönnum nægði ekki lengur að leggja línurnar eingöngu yfir land, taugar voru einnig gerðar, er leggja mátti í sjó og vötn og haustið 1858 var vígð fyrsta línan, er lögð var þannig milli Evrópu og Ameríku. Og enn birtast á þessu sviði óvænt viðhorf, er Ameríkumaðurinn Graham Bell fann upp talsíma- áhaldið og skóp þannig skilyrði til að flytja manns- röddina sjálfa yfir órafjarlægðir, frá einu landi til annars. Og svo kom loks — í byrjun þessarar aldar — myndasendingin til sögunnar, sem nú er orðinn stærri þáttur, en menn almennt gera sér ljóst, í við- skiptum þjóða, almennri fréttastarfsemi og víðar. En meðan ritsíma- og talsímakerfin fóru þannig um heiminn hina glæsilegu sigurför og ollu stór- feldum straumhvörfum í lífskjörum þeirra, er á landi bjuggu, voru auðnir úthafsins, eins og áður, sviptar sambandsskilyrðum við umheiminn. Eftir miðbik síðustu aldar tók þó að rofa fyrir þeim umbótum, er bráðlega rufu að fullu þá öræfa- þögn, sem þar hafði ríkt frá alda öðli. Árið 1865 birti skozki eðlisfræðingurinn J. C. Maxwell hinar nýstárlegu kenningar sínar um raf- magnssveiflur og eðli þeirra og byggði staðhæfing- ar sínar í þeim efnum á rannsóknum Faradays. Tuttugu og þrem árum síðar, árið 1888, tókst Þjóðverjanum Heinrich Hertz að sanna réttmæti þessara kenninga, með því að framleiða slíkar sveiflur. Tilraunirnar byggði hann, sem kunnugt er, á notkun lokaðrar sveifluhringrásar og tókst hon- um á þann hátt að láta áhrifanna gæta í allt að 30 mtr. fjarlægð. Frekari árangur strandaði þó fyrst um sinn á því, að engin viðtæki voru til nógu næm fyrir hinar veiku rafbylgjur. Tilraunastöð Heinrich Hei'tz frá 1888. Senditækið (t. v.) var venjuleg-t ,,Coil“ teng't við neistabraut, eins og' myndin sýnir, en viðtækið (t. h.) var málmhringur, sem á var örlítið neistaop. Móttakan var í því fólgin, að í opinu myndaðist neisti, þegar sendistöðin var notuð. Árið 1890 tókst prófessor Bradley í París að framleiða nothæft áhald til slíkra hluta, „koherer- inn“ svonefnda, sem lýst verður nánar í næstu grein. Tæki þetta bætti að vísu móttökuskilyrðin að verulegu leyti, en var þó ófullnægjandi með öllu til nokkurs raunhæfs árangurs. Það var ítalinn Guglielmo Marconi, sem að lokum steig í þessum efnum úrslitaskrefið fram til sigurs, enda hlaut hann fyrir það, að verðleikum, nafn- bótina „faðir loftskeytanna". Uppgötvun hans var byggð á því, að hann o p n a ð i hringrás þá, sem fyrirrennarar hans höfðu notað til að framleiða rafmagnssveiflurnar — tengdi við tækin loftnet og jörð — og dreifði bylgjunum þannig út í ljósvakann VÍKINGU R 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.