Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 26
betur en forvígismönnum hans hafði tekizt með hin-
um luktu hringrásum sínum.
Það var á heimili foreldra sinna í Bologna á ít-
alíu, sem Marconi gerði fyrstu tilraunir sínar í
þessum efnum árið 1895. Síðar flutti hann til Eng-
lands og fékk þar einkaleyfi í fyrsta sinn á hinum
nýju tækjum 1896.
Áhöldin voru fyrst í stað afar veik, en styrkur
þeirra fór vaxandi og að ári liðnu, frá því að gerð-
ar voru fyrstu tilraunirnar í Bologna, var lang-
drægi þeirra orðið 10 kvartmílur, miðað við að sent
væri yfir sjó eða flatlendi. Eftir fjögur ár drógu
Loftskeytatæki notað í fyrsta sinn um borð í skipi í
sjávarháska 3. marz 1899.
tækin orðið 200 mílur. Sem öryggistæki sjófarenda
fengu þau eldvíxlu sína árið 1899. í desember árið
áður höfðu loftskeytatæki verið sett í vitaskipið
á East Godwin-grynningunum, við suðausturströnd-
Englands, lítil og fábrotin tæki.
Þriðja marz árið 1899 varð vitaskipið fyrir alvar-
legum skemmdum, er siglt var á það af öðru skipi,
og í fyrsta sinn frá því að sögur hófust, var hjálp-
arbeiðni send frá skipi í hafsnauð, með aðstoð loft-
skeytatækja. Dráttarbátar komu á slysstaðinn og
drógu vitaskipið til lands.
Fimmtudaginn 12. desember árið 1901 tókst að
senda yfir Atlantshafið — frá Cornwall á Englandi
til Nýfundnalands í Norður-Ameríku — fyrstu loft-
skeytamerkin — bókstafinn S. Má telja það í raun
og veru frábært þrekvirki, þegar miðað er við þau
móttökutæki, sem þá voru notuð, „segul“-detektor-
inn svonefnda, sem ýmsir hinna eldri loftskeyta-
26
Sendistöð Poulsens í Lyngby. Með tækjum þessum
náðist talsamband við Esbjerg árið 1907 (240 km.
vegalengd).
sóknir hans höfðu sannað, að venjulegt bogaljós
sendi frá sér jafnöldur (CW), ef þéttir og spankefli,
af hæfilegri stærð, voru tengd samhliða yfir ljós-
bogann.
Með uppgötvun þessari opnuðust nýjir möguleik-
VÍKINGUR
manna munu kannast við. Það var sú tegund við-
tækja, sem var í fyrstu íslenzku skipunum, sem
loftskeytatæki voru sett í, skipum Eimskipafélags
íslands. Þau tæki var þó einnig hægt að nota sem
venjuleg krystalviðtæki, en krystal-viðtækin voru
fundin upp í Ameríku árið 1906.
E.s. Goðafoss fékk loftskeytatæki fyrstur íslenzkra
skipa árið 1915. Varatækin voru af þessari gerð.
Fyrstu loftskeytatækin fyrir jafnöldur (ljósboga-
sendirinn, voru fundin upp árið 1902, af danska vís-
indamanninum Valdemar Poulsen. Byggði hann upp-
götvun sína á athugunum, sem gerðar höfðu verið
árið 1899, af Englendingnum W. Dudell, en rann-