Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Side 28
SJÓPRÓF_____________ M.s. Þórður Sveinsson, G. K 373, Garði Hinn 25. nóvember 1942 strandaði vélskipið Þórð- ur Sveinsson, G. K. 373, undan Hellum á Snæfells- nesi. Mannbjörg varð, en skipið brotnaði í spón. Sjópróf út af strandinu var haldið hjá lögmann- inum í Reykjavík hinn 3. desember 1942, og lagði skipstjóri skipsins, Torfi Tímótheusson, þar fram sjóferðaskýrslu þess. Fer útskrift af henni hjer á eftir: Þriðjudaginn 25. nóvember. Kl. 5 fmd. var byrjað að taka timbur á dekk og því lokið kl. 7 fmd. kl. 8,30 farið að litlu trébryggj- unni og tekin olía. Síðan bið eftir pappírum. Kl. 1,30 komu fyrirskipanir um borð. Þá var lagt á stað áleiðis til Hrútafjarðar. Kl. 2,30 vegmælir látinn út við Akureyjaboju og stiltur á 0,0, stefna sett 3 sjómílur af Malarrifi, stýrt NW t. N i/2 N. Veður var bjart og logn, en þykkt loft. Vegmælir athugað- ur kl. 8 stóð á 40, sama veður. KI. 8,30 skall á þoka. Vegmælir athugaður kl. 9,35, stóð á 53. Stopp- að og lóðað, dýpi mældist 47 faðmar. Sigld sama stefna. Kl. 10 tók skipið niðri og sat alveg fast. Var niðamyrkur og svartaþoka, en af framskipi sást landið gnæfa yfir skipið í um faðms fjarlægð frá stefni þess. Stöðvaðist vélin þegar og féll strax sjór í skipið. Var vélin sett aftur af stað, en skrúf- an steitti á steinum og vélin stöðvaðist, enda var þá talsverður sjór kominn upp á hana. Á verði voru skipstjórinn, 1. vélstjóri og Hörður Friðberts- son háseti. Var skipshöfnin þegar kvödd í skips- bátinn, sem tókst að setja út, þrátt fyrir mikla undiröldu og súg. Komust allir í bátinn ómeiddir, nema amerískur hermaður, sem var farmstjóri á skipinu fyrir leigjendur þess, sem fótbrotnaði, er hann fór í bátinn — varð á milli skips og báts. Strax var ýtt frá skipinu, sem sjórinn var farinn að brjóta yfir, og byrðingur þess farinn að losna og fljóta upp, ennfremur var komin olíubrá á sjó- inn, sem benti til þess að olíugeymarnir hefðu sprungið. Var ákveðið að forðast landið, unz birti af degi, þar sem ekki var vitað hvar skipið var statt. Um 2 leytið birti þokuna og sáust þá ljós í landi og var ákveðið að halda á ljósin og reyndust það vera menn frá Hellnum að leita að okkur. Höfðu þeir orðið strandsins varir og sent menn að Stapa til að láta vita um strandið. Höfðum við tal af þeim á flúðum, sem þeir stóðu á og tjáðu þeir okkur, að bátur frá Stapa hefði verið sendur til að leita okk- ar og athuga strandið. Héldum við þá austur með landinu og mættum þeim um kl. 4 á stórum báti. Tóku þeir okkur alla upp í til sín, nema stýri- manninn, sem réri björgunarbáti okkar, ásamt þrem Stapamönnum til lands á Stapa, þar sem við lentum allir. Um hádegi um daginn fórum við á strandstaðinn og sást þá ekkert eftir af skipinu, nema smáþrak og sjórinn braut á einhverju af vél- inni. Um kvöldið sama dag héldum við af stað til Reykjavíkur á m.s. Síldin, sem send hafði verið eftir okkur og komum við hingað um kl. 6 í morgun. 1. vélstjóri varð eftir á strandstaðnum til þess að gæta hagsmuna skipseiganda. Lagt fram í sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur 3. desember 1942. Gunnar A. Pálsson ftr. Ennfremur sýnir skipstjórinn í réttinum dagbók skipsins. Var skýrslan borin saman við bókina og reyndist hún samhljóða bókinni svo langt sem bók- in náði, en það var aðeins út að orðunum: „.... stefna sett 3 sjómílur af Malarrifi, stýrt NW t Ni/2 N“. Var bókin síðan árituð um sýninguna og af- hent skipstjóranum. Nú var skýrslan á rskj. nr. 1 sýnd skipstjóranum og lesin upp fyrir honum, kann- ist hann við undirskrift sína undir hana og kveður skýrsluna rétta. Skipstjórinn kveðst ekki vita með vissu, hve lengi þeir höfðu landsýn, en telur að það hafi verið þangað til nokkurri stund áður en þokan skall á kl. 8,30. Ekki kveðst skipstjórinn vita annað, en vegmælirinn væri réttur. Ekki veit skip- stjórinn hvenær áttavitinn var síðast athugaður, en er þeir fóru fram hjá Vestmannaeyjum 23. f. m. kveðst skipstjórinn ekki vita annað, en hann hafi verið réttur. Skipstjórinn kveðst ekki getað ímynd- að sér aðrar ástæður til strandsins en þá, að straum- ur hafi borið skipið af leið og slæmt vestan sjó- lag. Ennfremur kveður hann, að áttavitinn kunni að hafa verið skakkur, enda þótt hann hafi enga skekkju fundið á honum á leiðinni framhjá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur 23. f. m. Nokkra mán- aða bergmálsdýptarmælir var í skipinu, en ekki kveðst skipstjóri hafa getað notað hann, nema með því að stöðva skipið og því hafi hann ekki lóðað nema einu sinni, enda talið sig svo fjarri landi, að þess þyrfti ekki. Skipstjórinn kveðst hafa kom- ið upp kl. 8 um kvöldið og verið á verði þar til strandið var orðið. Farmur skipsins var kol í lest og dálítið af timbri á dekki, en ekkert járn var í skipinu. Eigandi farmsins var setuliðið hér. Upplesið, játað rétt bókað. 28 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.