Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 30
Kirkjan á Ingjaldshóli
er sjómönnum þarfur leiðarvísir
Um langan aldur hafa íbúarnir að Hellissandi
sótt kirkju að Ingjaldshóli, sem er nokkuð fyrir
innan þorpið. Þar stendur kirkjan hátt og sést
langt að. Af sjó verður hún greind úr mikilli
fjarlægð hvort sem er að vestan, norðan eða
austan, og hefur hún því oft orðið sjómönn-
um, sem um Breiðafjörð fara, hinn ágætasti
og um leið þarfasti leiðarvísir. Jafnframt því
sem kirkjan stendur á sérstaklega fallegum stað
og er sjálf falleg og reisuleg bygging, hefur
hún allt til þessa haft mikla þýðingu fyrir
sjófarendur. Þeirra vegna væri það óhappaverk,
ef kirkjan yrði flutt frá Ingjaldshóli niður á
Sand, eins og nú hefur komið til mála og margir
virðast hafa áhuga fyrir, með því væri kirkj-
an úr sögunni sem leiðarmerki.
Kirkjan á Ingjaldshóli
I fimmtíu ár hefi ég stundað sjó, og oft tek-
ið eftir því, hvað þessi kirkja hefur mikið gildi
fyrir þá, sem á sjó eru, en þurfa að lenda við
hafnlitla og oft brimótta strönd. Og ekki hefur
þetta sízt komið greinilega í ljós, þegar ókunn-
uga hefur borið að landi um þessar slóðir. Mér
er til dæmis minnisstæð frásögn um atburð,
sem átti sér stað, þegar ég var fimm ára gam-
all. —
Það var vorið 1880, að danskt skip (fartau,
eins og þau voru oftast kölluð) strandaði á
Suðurtöngum í Beruvík. Mennirnir, sem voru 7
að tölu, komust allir lífs af. Um þessar mundir
voru aðeins fjórir bæir í Beruvík, lágreistir
og litlir moldarkofar. Hinir ókunnu skipbrots-
menn komu ekki auga á þá, því stórhríð var
á að norðan og mikill snjór á jörð, og fóru
SJÖMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Útgefandi:
Farmanna- og fiskimannasamband Islands.
Ábyrgðarmaður: HALLDÓR JÓNSSON
Ritnefnd:
Hallgrímur Jónsson vélstjóri; Þorvarður Björns-
son hafnsögumaður; Henry Hálfdánsson loft-
skeytamaður; Konráð Gíslason stýrimaður.
Blaðið kemur út einu sinni í mánuði,, og kostar
árgangurinn 15 krónur.
Ritstjórn og afgreiðsla er á Bárugötu 2, Reykja-
vík. Utanáskrift: „Víkingur", pósthólf 425, —-
Reykjavík. Sími 5653.
Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f.
þeir framhjá þeim. En þeim var hins vegar
kunnugt um, að þarna ekki allfjarri væri kirkj-
an á Ingjaldshóli, (sem merkt er á korti), og
gengu þeir í áttina þangað. Áður en langt var
umliðið, grilltu þeir kirkjuturninn, og komust
allir heilu höldnu að Ingjaldshóli, nema stýri-
maðurinn, sem orkaði ekki að halda lengra en
að Forna-Saxhól, hvar hann lét lífið. — Mætti
áreiðanlega rifja upp margar sagnir um það,
hvernig kirkjan hefur oft þeim að liði komið,
sem í nauðir hafa ratað.
22. júlí í sumar var ég að messu að Ingj-
aldshóli, er biskup vísiteraði. Eftir messu lét
hann þess getið, að vegna þess hve kirkjustað-
ur þessi væri fallegur, ætti helzt ekki að flytja
kirkjuna. Það gladdi mig mikið að heyra þetta
álit hins merka manns, og það styrkti mig í
fyrri skoðun.
Vera má að ég sjái betur þýðingu kirkjunnar
á þessum stað en aðrir, af því ég er gamall sjó-
maður, og veit um þýðingu hennar fyrir þá,
sem sjóinn stunda, eins og ég hefi getið um
hér að framan. En ég fæ ekki séð, að það sé
nein frágangssök, fremur en verið hefur til
þessa, þó fólk þurfi að leggja á sig 20 mínútna
gang til kirkju sinnar.
Að endingu vil ég geta þess, að ég hefi oft
hugsað um það, hvort ljós úr turni kirkjunnar
á Ingjaldshóli myndi ekki sjást úr mikilli fjar-
lægð og það jafnvel eigi síður en ljós vitans á
Öndverðarnesi. Væri gaman að vita það.
Hellissandi í september 1942.
Elimundur Ögmundsson.
30
V í IiINGU R