Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 32
Helga magra og kútterinn Leslie. Mótorbáta eignaðist hann og marga, einsamall, eða í félagi með öðrum. Svo sem: Helenu, Víking, Norður- ljósið, Brúna, Ingibjörgu, Hvíting, Gróttu, Báru o. fl. — í styrjöld þeirri, er nú geisar, hafði hann í förum þrímastraða skonortu, Gróttu „stærri“, sem Björgvin Bjarnason á Isafirði keypti síð- ar og er búinn að láta breyta í landsins „flott- asta“ fiskibát. Meðal skipstjóra á skipum Ásgeirs, sem síð- ar urðu landsþekktir athafnamenn, voru Ingvar Guðjónsson, Stefán Jónsson, Rafn Sig- urðsson, Guðm. Þorlákur Guðmundsson og margir aðrir. Það mun aðallega hafa verið síldarsöltunin og verzlunin með þá vöru, sem hugur Ásgeirs beindist að öðru fremur, og á þeim vettvangi lánaðist honum að verða sá jarl, er aðrir lutu fyrir. Hinir miklu möguleikar, sem fólust í þess- um atvinnuvegi, ásamt áhættum þeim, sem hon- um fylgdu, munu hafa heillað hina atorkusömu víkingslundu þessa óvenjulega manns. Stundum græddist honum svo mikið fé, að hinum litlu fjárstofnunum norðanlands fannst sér það nærri ofvaxið að geyma það. En þegar verðfallið varð á íslenzkum afurðum eftir styrj- öldina, varð hann fyrir svo miklum skellum, að þesar stofnanir urðu að hlaupa undir bagga. Ásgeir átti þá við mikla fjárhagslega örðug- leika að stríða, eins og flestir íslenzkir atvinnu- rekendur á þeim tímum, en hin óviðjafnanlega þrautseigja hans og bjartsýni fleytti honum yfir allar torfærur. Áræðni hans og stórhug- ur var alveg einstæður, og hann réðist í margt og honum lánaðist margt, sem aðrir töldu ekki árennilegt. Sjómönnum er enn í fersku minni bjartsýni hans um veturinn 1935, þegar hann ásamt Beinteini Bjarnasyni réðist í að gera línuveið- arann Bjarnarey á reknetaveiðar við Suðurland eftir að komin var 25. oktober. Skipin, sem höfðu verið að veiðum í Faxaflóa höfðu lítið eða ekkert veitt, en orðið fyrir tilfinnanlegu netatjóni og voru nú hætt veiðum. Almennt töldu menn frekari reknetaveiði útilokaða i það sinn. Veður voru líka tekin mjög að spillast, og fáir voru þeir, sem töldu vit í að halda lengur áfram. En Ásgeir lét enga svartsýni aftra sér. Það var norðaustan stormur og vestan foráttu brim, þegar hinn ötuli skipstjóri, Björn Hansson, lagði skipi sínu Bjarnarey úr höfn og lensaði því suður fyrir Reykjanes. Það er vægast sagt, að fáir aðrir en Ásgeir Pétursson hefðu fengist til að bera kostnaðinn af slíkri för. En það er af Birni Hanssyni að segja, að hann hélt Bjarnareynni suður í Eyrarbakka- bugt og lagði netjum sínum þar upp á grynni. En þegar hann fer að draga skeður það ótru- lega, netin eru svo búnkuð af síld, að hann fær þarna 400 tunnur úr því sem hægt var að inn- byrða af netjunum. Þannig sótti Bjarnareyjan hvern farminn eftir annan á sömu slóðir og flutti hann til Hafnarfjarðar. Hin skipin, sem höfðu lagt árar í bát, fóru nú að hugsa aftur til glóðarinnar, og þarna hófst nú sú vetrarsíldveiði, sem áður var óþekkt í íslenzkri fiskveiðasögu. Þetta haust fékkst mjög gott verð fyrir síld- ina, sem var seld til Þýzkalands, svo þessi vetrarsíldveiði varð uppgripa þénusta fyrir margan útgerðarmanninn, sem áður hafði bar- ist i bökkum. Guðmundur Þorláksson skipstjóri, sem þá var að hefja útgerð sína á m.b. Jóni Þorlákssyni, hefir sagt, að það sem hann aflaði fram tiJ jóla þennan vetur, eftii' að hann byr.j- aði á reknetunum aftur eftir 13. nóvember, hafi orðið til að hjálpa sér yfir mestu byrj- byriunarörðugleikana. Asgeir Pétursson var maður mikill að vallar- sýn og fyrirmannlegur. Hann var fjör- og gleði- maður með afbrigðum, og mjög vel látinn af öllum, sem kynntust honum. Hann var framúr- skarandi hjálpfús og vildi gjarnan hvers manns vandræði leysa, og þeir munu vera margir, sem hann hefir veitt stuðning, bæði beint og óbeint. — Síðustu árin þ.jáðist hann af illkynjuðum hjartasjúkdómi, sem liann varðist með einstæðu þreki, en sem að lokum leiddi hann til dauða. Þótt Ásgeir hafi verið alinn upp í sveit, var hann snemma sendur til sjóróðra, og það er sagt, að hann hafi byrjað að róa til fiskjar undir eins og hann gat valdið árinni, og upp írá því má segja að samband hans við sjóinn og s.jómennina hafi ekki slitnað. Beinteinn Bjarnason og systkini hans, börn séra Bjarna Þorsteinssonar að Hvanneyri, á- samt nokkrum góðkunningjum Ásgeirs, hafa gefið fyrirhuguðu dvalarheimili sjómanna veg- lega gjöf til minningar um hann, og þar í iiópi hinna lífsreyndu sjómanna, í stofu sem bera mun nafn hans, mun verða varðveitt minn- ingin um forustumanninn, sem með mikilvægu lífsstarfi bjó í haginn fyrir eftirkomendurna. Ekkert mun hafa valdið Ásgeiri meiri á- nægju, en að vita það áður en hann dó, að síldarútvegurinn, þessi nýgræðingur, sem dafn- aði í skjóli hans, skyldi vera orðinn að blóm- legasta atvinnuvegi landsmanna, og sá, sem lík- legastur er til að bera hina uppi í framtíðinni. Henry Halfdansson. 32 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.